Er þetta flinkast hjólreiðamaður heims? Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 11:07 Danny MacAskill á flugi sem endranær. Danny MacAskill hefur birt ófá myndskeiðin þar sem hæfileikar hans á fjallahjóli koma í ljós. Hann gerir hluti sem eðlisfræðin nánast leyfir ekki og hættulega hluti sem engum heilvita manni dytti í hug að reyna. Hann heimsótti um daginn sveitirnar í Skotlandi og lék sér þar sem mest hann mátti og storkaði þyngdarlögmálinu oftsinnis. Ekki er að spyrja að fegurð skosku sveitanna en fæstir munu taka eftir því við að horfa á hæfileika Danny, sem á örugglega fáa sína líka. Danny MacAskill er sjálfur frá Skotlandi, eða frá eyjunni Isle of Skye og er 28 ára gamall og fæddur á Þorláksmessu árið 1987. Hann byrjaði að birta myndbönd af hjólahæfileikum sínum árið 2009 en hann æfir þessi ótrúlegu hjólatrikk sín í nokkra tíma á dag og hefur gert það síðustu 12 árin. Hann hætti starfi sínu sem vélvirki til að helga sig alfarið æfingum á hjóli sínu og er atvinnumaður í greininni og skal engan undra. Tugmilljónir manna horfa á hvert það myndskeið sem Danny birtir á vefnum af hjólreiðatækni sinni. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent
Danny MacAskill hefur birt ófá myndskeiðin þar sem hæfileikar hans á fjallahjóli koma í ljós. Hann gerir hluti sem eðlisfræðin nánast leyfir ekki og hættulega hluti sem engum heilvita manni dytti í hug að reyna. Hann heimsótti um daginn sveitirnar í Skotlandi og lék sér þar sem mest hann mátti og storkaði þyngdarlögmálinu oftsinnis. Ekki er að spyrja að fegurð skosku sveitanna en fæstir munu taka eftir því við að horfa á hæfileika Danny, sem á örugglega fáa sína líka. Danny MacAskill er sjálfur frá Skotlandi, eða frá eyjunni Isle of Skye og er 28 ára gamall og fæddur á Þorláksmessu árið 1987. Hann byrjaði að birta myndbönd af hjólahæfileikum sínum árið 2009 en hann æfir þessi ótrúlegu hjólatrikk sín í nokkra tíma á dag og hefur gert það síðustu 12 árin. Hann hætti starfi sínu sem vélvirki til að helga sig alfarið æfingum á hjóli sínu og er atvinnumaður í greininni og skal engan undra. Tugmilljónir manna horfa á hvert það myndskeið sem Danny birtir á vefnum af hjólreiðatækni sinni.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent