Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 12:44 Einar Jónsson verður í banni í næsta leik. vísir/ernir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni á X977 í gær þar sem að hann ræddi keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og viðtalið sem hann fór í á Vísi. Einar var brjálaður eftir 27-22 tap Stjörnunnar gegn Aftureldingu í TM-höllinni á laugardaginn. Hann klippti saman tíu atriði sem honum fannst halla á sitt lið í dómgæslunni og ræddi þau við blaðamann Vísis. Eftir leikinn gekk Einar að dómurunum Arnari Sigjónssyni og Svavari Péturssyni og sagði þeim nákvæmlega hvað honum fannst um frammistöðu þeirra. Einar var úrskurðaður í eins leiks bann en gæti átt yfir höfði sér enn lengra bann vegna viðtalsins.„Ég sagði þeim það, að mér fannst halla á okkur í dómgæslunni í seinni hálfleik. Ég var ekki sáttur við þá. Ég sagði við þá, að eftir að þeir gáfu leikmanni Aftureldingar rautt spjald - sem var rétt að mínu mati - hefði allt hallað á okkur. Ég sagði að þetta hefði verið algjör skandall,“ sagði Einar í Akraborginni í gær. Annar dómarinn bað Einar um að ganga burt eftir reiðilesturinn sem og hann gerði, að eigin sögn. Hinn dómarinn elti Einar þá uppi og gaf honum rautt spjald. Einar viðurkennir að hann hafi talað fast og ákveðið við dómarana en „ekkert meira en það“. „Ég er ekkert að saka þá vísvitandi um að dæma á móti okkur en stundum leggur maður saman tvo og tvo og fær fjóra,“ sagði Einar um viðtalið á Vísi. „Aðrir fá stundum fimm eða þrjá. En þetta er það sem mér fannst á þessum tímapunkti og þá tók ég til atriði sem mér fannst hafa stórfelld áhrif á leikinn.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson eru dómararnir sem Einar ber þungum sökum.vísir/ernirHættir í Honey nut „Hvað veit ég? Maður á bara að iðrast og biðjast afsökunar og hætta þessu tuði. Alltaf þegar ég tapa leikjum er það dómaranum að kenna. Á maður ekki alltaf að reyna að læra?“ „Ég held að menn eigi bara að láta það vera [að gagnrýna dómara]. Þetta er fyrir neðan allar hellur hvernig maður hegðar sér. Samkvæmt túlkun hæstvirts formanns dómaranefndar [Guðjóns L. Sigurðssonar] eru þetta allt réttir dómar. Hann hlýtur að vita þetta allt best og þeir dómararnir. Ég veit ekkert um dómgæslu, það er víst komið alveg komið í ljós.“ Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, gaf lítið fyrir þessi kaldhæðnislegu svör Einars og spurði hvort það væri ekki í lagi að gagnrýna dómara líkt og leikmenn og þjálfara. „Nei, ég hef ekki orðið var við það, því miður. Það má ekki. Ég skil ekki þetta umhverfi hérna. Ég var í tvö ár í Noregi og fékk ekki eitt gult spjald og varla tiltal. Hvað þá tvær mínútur eða rautt?“ sagði Einar. „Síðan kemur maður til Íslands aftur og þetta er eins og sirkus. Ég þarf bara að skoða mín mál. Ég fæ mér vanalega Cheerios á morgnanna en nú hef ég verið að fá mér Honey nut Cheerios. Þetta er mjög sérstakt. Ég komst af í Noregi í tvö ár án þess að fá gult spjald en hérna heima á Íslandi er allt komið í háaloft.“ „Þetta er eitthvað sem ég þarf að skoða hjá sjálfum mér því aldrei hef ég orðið var við það að dómarar eða dómaranefnd geri nokkuð rangt. Ég fer að færa mig aftur yfir í venjulega Cheerios-ið og hætta þessu Honey nut-kjaftæði,“ sagði Einar Jónsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni á X977 í gær þar sem að hann ræddi keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og viðtalið sem hann fór í á Vísi. Einar var brjálaður eftir 27-22 tap Stjörnunnar gegn Aftureldingu í TM-höllinni á laugardaginn. Hann klippti saman tíu atriði sem honum fannst halla á sitt lið í dómgæslunni og ræddi þau við blaðamann Vísis. Eftir leikinn gekk Einar að dómurunum Arnari Sigjónssyni og Svavari Péturssyni og sagði þeim nákvæmlega hvað honum fannst um frammistöðu þeirra. Einar var úrskurðaður í eins leiks bann en gæti átt yfir höfði sér enn lengra bann vegna viðtalsins.„Ég sagði þeim það, að mér fannst halla á okkur í dómgæslunni í seinni hálfleik. Ég var ekki sáttur við þá. Ég sagði við þá, að eftir að þeir gáfu leikmanni Aftureldingar rautt spjald - sem var rétt að mínu mati - hefði allt hallað á okkur. Ég sagði að þetta hefði verið algjör skandall,“ sagði Einar í Akraborginni í gær. Annar dómarinn bað Einar um að ganga burt eftir reiðilesturinn sem og hann gerði, að eigin sögn. Hinn dómarinn elti Einar þá uppi og gaf honum rautt spjald. Einar viðurkennir að hann hafi talað fast og ákveðið við dómarana en „ekkert meira en það“. „Ég er ekkert að saka þá vísvitandi um að dæma á móti okkur en stundum leggur maður saman tvo og tvo og fær fjóra,“ sagði Einar um viðtalið á Vísi. „Aðrir fá stundum fimm eða þrjá. En þetta er það sem mér fannst á þessum tímapunkti og þá tók ég til atriði sem mér fannst hafa stórfelld áhrif á leikinn.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson eru dómararnir sem Einar ber þungum sökum.vísir/ernirHættir í Honey nut „Hvað veit ég? Maður á bara að iðrast og biðjast afsökunar og hætta þessu tuði. Alltaf þegar ég tapa leikjum er það dómaranum að kenna. Á maður ekki alltaf að reyna að læra?“ „Ég held að menn eigi bara að láta það vera [að gagnrýna dómara]. Þetta er fyrir neðan allar hellur hvernig maður hegðar sér. Samkvæmt túlkun hæstvirts formanns dómaranefndar [Guðjóns L. Sigurðssonar] eru þetta allt réttir dómar. Hann hlýtur að vita þetta allt best og þeir dómararnir. Ég veit ekkert um dómgæslu, það er víst komið alveg komið í ljós.“ Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, gaf lítið fyrir þessi kaldhæðnislegu svör Einars og spurði hvort það væri ekki í lagi að gagnrýna dómara líkt og leikmenn og þjálfara. „Nei, ég hef ekki orðið var við það, því miður. Það má ekki. Ég skil ekki þetta umhverfi hérna. Ég var í tvö ár í Noregi og fékk ekki eitt gult spjald og varla tiltal. Hvað þá tvær mínútur eða rautt?“ sagði Einar. „Síðan kemur maður til Íslands aftur og þetta er eins og sirkus. Ég þarf bara að skoða mín mál. Ég fæ mér vanalega Cheerios á morgnanna en nú hef ég verið að fá mér Honey nut Cheerios. Þetta er mjög sérstakt. Ég komst af í Noregi í tvö ár án þess að fá gult spjald en hérna heima á Íslandi er allt komið í háaloft.“ „Þetta er eitthvað sem ég þarf að skoða hjá sjálfum mér því aldrei hef ég orðið var við það að dómarar eða dómaranefnd geri nokkuð rangt. Ég fer að færa mig aftur yfir í venjulega Cheerios-ið og hætta þessu Honey nut-kjaftæði,“ sagði Einar Jónsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50
Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16