Út í veður og vind með verðtryggingu Erling Tómasson skrifar 19. október 2016 09:50 Nokkrum mínútum eftir að flugfreyjan hafði boðið okkur velkomin heim stóð ég með litla tæplega ellefu mánaða dóttur mína í fanginu, út á miðjum flugvelli á Miðnesheiðinni. Lendingin hafði verið temmilega harkaleg og þegar útúr vélinni var komið bauð Ísland okkur velkomin með veðri og vindum. Sú litla hafði aldrei upplifað svona veður og vind í Svíþjóð, en núna fékk hún að smakka á því umbúðalaust. Ég gekk hratt niður tröppurnar og hljóp í skjól fyrir veðri og vindum, inn í flugvallarrútuna. Miðaldra sænskur maður kom á hæla mér, bölsótandi yfir þessu veðri. Hann bar í vinstri hendi fríhafnarpoka með tveimur Gammel Dansk, væntanlega var hann strax á þessarri stundu farinn að sjá í hillingum hótelherbergið sitt í miðbæ Reykjavíkur, í skjóli fyrir veðri og vindum, uppyljaður af hinum gamla danska. Við fluttum til Svíþjóðar fyrir rúmum fjórum árum, ég man því enn vel eftir veðrinu og vindunum á Íslandi og get í hreinskilni viðurkennt að ég sakna þess ekki. Vind og veðurbarin eru ekki hugtök sem okkur í Uppsölum eru töm. Þegar nágranni minn talar í angist um vont veður og snjóstorm, get ég ekki staðist að brosa og reyni pent að útskýra að þessi skafrenningur, eða kannski bara léttur lágarenningur sé í raun ekki snjóstormur, fjarri því. Við seldum íbúðina okkar á Íslandi vorið 2012, höfðum þá átt hana í um átta ár. Íbúðin var í fjölbýlishúsi í Árbænum, með stórbrotið útsýni til Bláfjalla. Ég hugsa oft um þetta útsýni þegar ég ferðast um í Svíþjóð þar sem ég sé bara tré, hérumbil allan tímann, alltaf. Já ég sakna útsýnisins sem stækkaði íbúðina og færði mér andans næringu. Í Uppsölum bý ég núna í yndislegu húsi í yndislegu hverfi. Ég sé bara tré og önnur hús, en mér líður samt vel. Íbúðina á Íslandi seldum við, borguðum upp áhvílandi eðalkjara verðtryggt lánið sem við höfðum greitt af í 8 ár með skilvísum hætti. Sem betur fer náðum við sæmilegri sölu, gátum greitt upp lánið og milligjöfin dugði rétt svo fyrir fjórum flugmiðum til Svíþjóðar, aðra leið. Afborganir til 8 ára hurfu eins og Houdini úr hlekkjum inn í verðtryggðan höfuðstólinn. Eftir eitt og hálft ár á sænskum leigumarkaði ákváðum við skuldlausu hjónin að steypa okkur í sænskar skuldir og festum kaup á sænsku húsi með láni frá sænskum banka er nafnið Nordea bar. Nordea hinn sænski kom eins og hvítur riddarinn í myntugrænri vaff hálsmálspeysu og kálfasíðum aðþrengdum buxum fagnandi inn í líf mitt. En Nordea er sannarlega enginn hvítur riddari, heldur gróðadrifin útlánastofnun sem vill græða á mér og öðrum lánþegum, líkt og eðli slíkra stofnana er. En hjá Nordea borga ég í kringum 2% vexti og Nordea hinn sænski bíður mér ekki upp á neina verðtryggingu, því hann þekkir enga verðtryggingu, því þar er ekki þörf á neinni verðtryggingu. Lánið mitt breytist ekki vegna flókinnar fjármálaafleiðu og mannleg handvömm leiðir ekki af sér háa bakreikninga vegna vantalinnar verðbólgu. Lánið fer bara í eina átt, það lækkar í hvert skipti sem ég borga af því. Á leið minni til Reykjavíkur frá Keflavík nú um daginn urðu á vegi mínum, þó ekki í bókstaflegri merkingu, fjöldi byggingarkrana. Þeir eru eins og vitar góðærisins sem lýsa upp haustnepjuna. Góðærið sem reyndist verða að hallæri og reyndist fáum vel. Án þess að vera talsmaður bölsýni, þá hugnaðist mér ekkert of vel að sjá hið forna góðæristákn. Skáld eitt orti um hjól sem snérust og það sem færi upp kæmi niður á ný. Heilmikil speki með nokkuð góða fótfestu í raunveruleikanum. Að hugsa sér ef eftir tíu ár yrði með viðhöfn boðað til blaðamannafundar í beinni útsendingu og ábúðarfullur forsætisráðherra myndi með fulltingi fjármálaráðherra kynna með pomp og prakt áform um leiðréttingu vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána. Eins og sandkafin kyndill Frelsisstyttunar í Apapláhnetunni þá væri slíkt sjónarspil absúrd, en því miður hreinlega mögulegt. Ég elska Ísland, ég elska fjallasýnina og okkar stórbrotnu nátturu. Ég veit að rokið og rigningin eru og verða hér um ókomna tíð, því getur enginn mannlegur máttur breytt. Einn dag mun litla dóttir mín kannski fjárfesta í heimili á Íslandi, vonandi verður verðtrygginguna þá eingöngu að finna í sögubókum og vonandi standa henni til boða vaxtakjör eins og í Svíþjóð. Munu Íslendingar hafa kraft og þor til að takast á við verðtrygginguna, eða hengja hausinn og ráfa áfram í sauðsvertunni, míga upp í vindinn og vona að þetta muni nú reddast einhvern veginn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nokkrum mínútum eftir að flugfreyjan hafði boðið okkur velkomin heim stóð ég með litla tæplega ellefu mánaða dóttur mína í fanginu, út á miðjum flugvelli á Miðnesheiðinni. Lendingin hafði verið temmilega harkaleg og þegar útúr vélinni var komið bauð Ísland okkur velkomin með veðri og vindum. Sú litla hafði aldrei upplifað svona veður og vind í Svíþjóð, en núna fékk hún að smakka á því umbúðalaust. Ég gekk hratt niður tröppurnar og hljóp í skjól fyrir veðri og vindum, inn í flugvallarrútuna. Miðaldra sænskur maður kom á hæla mér, bölsótandi yfir þessu veðri. Hann bar í vinstri hendi fríhafnarpoka með tveimur Gammel Dansk, væntanlega var hann strax á þessarri stundu farinn að sjá í hillingum hótelherbergið sitt í miðbæ Reykjavíkur, í skjóli fyrir veðri og vindum, uppyljaður af hinum gamla danska. Við fluttum til Svíþjóðar fyrir rúmum fjórum árum, ég man því enn vel eftir veðrinu og vindunum á Íslandi og get í hreinskilni viðurkennt að ég sakna þess ekki. Vind og veðurbarin eru ekki hugtök sem okkur í Uppsölum eru töm. Þegar nágranni minn talar í angist um vont veður og snjóstorm, get ég ekki staðist að brosa og reyni pent að útskýra að þessi skafrenningur, eða kannski bara léttur lágarenningur sé í raun ekki snjóstormur, fjarri því. Við seldum íbúðina okkar á Íslandi vorið 2012, höfðum þá átt hana í um átta ár. Íbúðin var í fjölbýlishúsi í Árbænum, með stórbrotið útsýni til Bláfjalla. Ég hugsa oft um þetta útsýni þegar ég ferðast um í Svíþjóð þar sem ég sé bara tré, hérumbil allan tímann, alltaf. Já ég sakna útsýnisins sem stækkaði íbúðina og færði mér andans næringu. Í Uppsölum bý ég núna í yndislegu húsi í yndislegu hverfi. Ég sé bara tré og önnur hús, en mér líður samt vel. Íbúðina á Íslandi seldum við, borguðum upp áhvílandi eðalkjara verðtryggt lánið sem við höfðum greitt af í 8 ár með skilvísum hætti. Sem betur fer náðum við sæmilegri sölu, gátum greitt upp lánið og milligjöfin dugði rétt svo fyrir fjórum flugmiðum til Svíþjóðar, aðra leið. Afborganir til 8 ára hurfu eins og Houdini úr hlekkjum inn í verðtryggðan höfuðstólinn. Eftir eitt og hálft ár á sænskum leigumarkaði ákváðum við skuldlausu hjónin að steypa okkur í sænskar skuldir og festum kaup á sænsku húsi með láni frá sænskum banka er nafnið Nordea bar. Nordea hinn sænski kom eins og hvítur riddarinn í myntugrænri vaff hálsmálspeysu og kálfasíðum aðþrengdum buxum fagnandi inn í líf mitt. En Nordea er sannarlega enginn hvítur riddari, heldur gróðadrifin útlánastofnun sem vill græða á mér og öðrum lánþegum, líkt og eðli slíkra stofnana er. En hjá Nordea borga ég í kringum 2% vexti og Nordea hinn sænski bíður mér ekki upp á neina verðtryggingu, því hann þekkir enga verðtryggingu, því þar er ekki þörf á neinni verðtryggingu. Lánið mitt breytist ekki vegna flókinnar fjármálaafleiðu og mannleg handvömm leiðir ekki af sér háa bakreikninga vegna vantalinnar verðbólgu. Lánið fer bara í eina átt, það lækkar í hvert skipti sem ég borga af því. Á leið minni til Reykjavíkur frá Keflavík nú um daginn urðu á vegi mínum, þó ekki í bókstaflegri merkingu, fjöldi byggingarkrana. Þeir eru eins og vitar góðærisins sem lýsa upp haustnepjuna. Góðærið sem reyndist verða að hallæri og reyndist fáum vel. Án þess að vera talsmaður bölsýni, þá hugnaðist mér ekkert of vel að sjá hið forna góðæristákn. Skáld eitt orti um hjól sem snérust og það sem færi upp kæmi niður á ný. Heilmikil speki með nokkuð góða fótfestu í raunveruleikanum. Að hugsa sér ef eftir tíu ár yrði með viðhöfn boðað til blaðamannafundar í beinni útsendingu og ábúðarfullur forsætisráðherra myndi með fulltingi fjármálaráðherra kynna með pomp og prakt áform um leiðréttingu vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána. Eins og sandkafin kyndill Frelsisstyttunar í Apapláhnetunni þá væri slíkt sjónarspil absúrd, en því miður hreinlega mögulegt. Ég elska Ísland, ég elska fjallasýnina og okkar stórbrotnu nátturu. Ég veit að rokið og rigningin eru og verða hér um ókomna tíð, því getur enginn mannlegur máttur breytt. Einn dag mun litla dóttir mín kannski fjárfesta í heimili á Íslandi, vonandi verður verðtrygginguna þá eingöngu að finna í sögubókum og vonandi standa henni til boða vaxtakjör eins og í Svíþjóð. Munu Íslendingar hafa kraft og þor til að takast á við verðtrygginguna, eða hengja hausinn og ráfa áfram í sauðsvertunni, míga upp í vindinn og vona að þetta muni nú reddast einhvern veginn?
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun