Pálmaolía, ódýr og góð olía eða olía á eldinn? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Undanfarin ár hefur verið mikil vitundarvakning í Noregi meðal neytenda varðandi notkun á pálmaolíu í matvælum. Þessi vitundarvakning hefur meðal annars leitt til þess að einn stærsti aðilinn á norskum matvörumarkaði, REMA1000, hefur hætt alfarið að nota pálmaolíu í sínum matvælum. Nú eru matvæli sem áður innihéldu pálmaolíu merkt með stolti og stórum stöfum „Pálmaolíufrítt“. En pálmaolía er mikið notuð í allskyns matvælum, t.d eins og kexi, ís, frönskum kartöflum og fjölmörgu fleiru. Af hverju er REMA1000 hætt að nota pálmaolíu? Er hún ekki bara ódýr og meinlaus olía? Hið lága verð á pálmaolíunni, en hún er ein ódýrasta olían á heimsmarkaði, skýrir um margt hina miklu notkun á henni. Pálmaolía er ræktuð í hitabeltislöndum eins og Indónesíu, Malasíu og Kólumbíu. En pálmaolíuplantan vex hratt og gefur fljótt af sér afurð. Stór regnskógasvæði eru einmitt í hitabeltislöndunum. Regnskógunum er í dag eytt til að koma pálmaolíuökrum fyrir. En þessi eyðing regnskóganna er eitt helsta umhverfisvandamál jarðarinnar. Með eyðingu regnskóganna dregst kolefnislager jarðarinnar saman og kolefni sem annars myndi vera tekið upp í regnskógunum fer út í andrúmsloftið. Einnig er náttúru- og dýralíf í regnskógunum það fjölbreyttasta á jörðinni og þar lifa nú fjölmargar dýrategundir í útrýmingarhættu. Þar af leiðandi er það afar brýnt að stöðva eyðingu regnskóganna til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og vernda lífríkið á jörðinni. Með því að skipta pálmaolíunni út, til dæmis fyrir repjuolíu eða aðrar olíur sem eru ekki ræktaðar á þessum svæðum, er hægt að stuðla að verndun regnskóganna. Pálmaolían er ekki einungis slæm fyrir umhverfið, heldur er hún einnig slæm heilsu manna. Rannsóknir sýna að hún er ekki góð fyrir hjartað þar sem hún eykur kólesteról. Það er því til margs að vinna bæði umhverfis- og heilsufarlega séð þegar hætt er að nota og borða pálmaolíu. Þess vegna er REMA1000 hætt að setja pálmaolíu í sínar matvörur, vegna samfélagslegrar ábyrgðar og ósk um að taka þátt í verndun umhverfisins. Þú getur byrjað með því að kanna innihaldið á matvælunum þínum og reynt að forðast þær matvörur sem innihalda pálmaolíu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið mikil vitundarvakning í Noregi meðal neytenda varðandi notkun á pálmaolíu í matvælum. Þessi vitundarvakning hefur meðal annars leitt til þess að einn stærsti aðilinn á norskum matvörumarkaði, REMA1000, hefur hætt alfarið að nota pálmaolíu í sínum matvælum. Nú eru matvæli sem áður innihéldu pálmaolíu merkt með stolti og stórum stöfum „Pálmaolíufrítt“. En pálmaolía er mikið notuð í allskyns matvælum, t.d eins og kexi, ís, frönskum kartöflum og fjölmörgu fleiru. Af hverju er REMA1000 hætt að nota pálmaolíu? Er hún ekki bara ódýr og meinlaus olía? Hið lága verð á pálmaolíunni, en hún er ein ódýrasta olían á heimsmarkaði, skýrir um margt hina miklu notkun á henni. Pálmaolía er ræktuð í hitabeltislöndum eins og Indónesíu, Malasíu og Kólumbíu. En pálmaolíuplantan vex hratt og gefur fljótt af sér afurð. Stór regnskógasvæði eru einmitt í hitabeltislöndunum. Regnskógunum er í dag eytt til að koma pálmaolíuökrum fyrir. En þessi eyðing regnskóganna er eitt helsta umhverfisvandamál jarðarinnar. Með eyðingu regnskóganna dregst kolefnislager jarðarinnar saman og kolefni sem annars myndi vera tekið upp í regnskógunum fer út í andrúmsloftið. Einnig er náttúru- og dýralíf í regnskógunum það fjölbreyttasta á jörðinni og þar lifa nú fjölmargar dýrategundir í útrýmingarhættu. Þar af leiðandi er það afar brýnt að stöðva eyðingu regnskóganna til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og vernda lífríkið á jörðinni. Með því að skipta pálmaolíunni út, til dæmis fyrir repjuolíu eða aðrar olíur sem eru ekki ræktaðar á þessum svæðum, er hægt að stuðla að verndun regnskóganna. Pálmaolían er ekki einungis slæm fyrir umhverfið, heldur er hún einnig slæm heilsu manna. Rannsóknir sýna að hún er ekki góð fyrir hjartað þar sem hún eykur kólesteról. Það er því til margs að vinna bæði umhverfis- og heilsufarlega séð þegar hætt er að nota og borða pálmaolíu. Þess vegna er REMA1000 hætt að setja pálmaolíu í sínar matvörur, vegna samfélagslegrar ábyrgðar og ósk um að taka þátt í verndun umhverfisins. Þú getur byrjað með því að kanna innihaldið á matvælunum þínum og reynt að forðast þær matvörur sem innihalda pálmaolíu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun