Pálmaolía, ódýr og góð olía eða olía á eldinn? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Undanfarin ár hefur verið mikil vitundarvakning í Noregi meðal neytenda varðandi notkun á pálmaolíu í matvælum. Þessi vitundarvakning hefur meðal annars leitt til þess að einn stærsti aðilinn á norskum matvörumarkaði, REMA1000, hefur hætt alfarið að nota pálmaolíu í sínum matvælum. Nú eru matvæli sem áður innihéldu pálmaolíu merkt með stolti og stórum stöfum „Pálmaolíufrítt“. En pálmaolía er mikið notuð í allskyns matvælum, t.d eins og kexi, ís, frönskum kartöflum og fjölmörgu fleiru. Af hverju er REMA1000 hætt að nota pálmaolíu? Er hún ekki bara ódýr og meinlaus olía? Hið lága verð á pálmaolíunni, en hún er ein ódýrasta olían á heimsmarkaði, skýrir um margt hina miklu notkun á henni. Pálmaolía er ræktuð í hitabeltislöndum eins og Indónesíu, Malasíu og Kólumbíu. En pálmaolíuplantan vex hratt og gefur fljótt af sér afurð. Stór regnskógasvæði eru einmitt í hitabeltislöndunum. Regnskógunum er í dag eytt til að koma pálmaolíuökrum fyrir. En þessi eyðing regnskóganna er eitt helsta umhverfisvandamál jarðarinnar. Með eyðingu regnskóganna dregst kolefnislager jarðarinnar saman og kolefni sem annars myndi vera tekið upp í regnskógunum fer út í andrúmsloftið. Einnig er náttúru- og dýralíf í regnskógunum það fjölbreyttasta á jörðinni og þar lifa nú fjölmargar dýrategundir í útrýmingarhættu. Þar af leiðandi er það afar brýnt að stöðva eyðingu regnskóganna til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og vernda lífríkið á jörðinni. Með því að skipta pálmaolíunni út, til dæmis fyrir repjuolíu eða aðrar olíur sem eru ekki ræktaðar á þessum svæðum, er hægt að stuðla að verndun regnskóganna. Pálmaolían er ekki einungis slæm fyrir umhverfið, heldur er hún einnig slæm heilsu manna. Rannsóknir sýna að hún er ekki góð fyrir hjartað þar sem hún eykur kólesteról. Það er því til margs að vinna bæði umhverfis- og heilsufarlega séð þegar hætt er að nota og borða pálmaolíu. Þess vegna er REMA1000 hætt að setja pálmaolíu í sínar matvörur, vegna samfélagslegrar ábyrgðar og ósk um að taka þátt í verndun umhverfisins. Þú getur byrjað með því að kanna innihaldið á matvælunum þínum og reynt að forðast þær matvörur sem innihalda pálmaolíu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið mikil vitundarvakning í Noregi meðal neytenda varðandi notkun á pálmaolíu í matvælum. Þessi vitundarvakning hefur meðal annars leitt til þess að einn stærsti aðilinn á norskum matvörumarkaði, REMA1000, hefur hætt alfarið að nota pálmaolíu í sínum matvælum. Nú eru matvæli sem áður innihéldu pálmaolíu merkt með stolti og stórum stöfum „Pálmaolíufrítt“. En pálmaolía er mikið notuð í allskyns matvælum, t.d eins og kexi, ís, frönskum kartöflum og fjölmörgu fleiru. Af hverju er REMA1000 hætt að nota pálmaolíu? Er hún ekki bara ódýr og meinlaus olía? Hið lága verð á pálmaolíunni, en hún er ein ódýrasta olían á heimsmarkaði, skýrir um margt hina miklu notkun á henni. Pálmaolía er ræktuð í hitabeltislöndum eins og Indónesíu, Malasíu og Kólumbíu. En pálmaolíuplantan vex hratt og gefur fljótt af sér afurð. Stór regnskógasvæði eru einmitt í hitabeltislöndunum. Regnskógunum er í dag eytt til að koma pálmaolíuökrum fyrir. En þessi eyðing regnskóganna er eitt helsta umhverfisvandamál jarðarinnar. Með eyðingu regnskóganna dregst kolefnislager jarðarinnar saman og kolefni sem annars myndi vera tekið upp í regnskógunum fer út í andrúmsloftið. Einnig er náttúru- og dýralíf í regnskógunum það fjölbreyttasta á jörðinni og þar lifa nú fjölmargar dýrategundir í útrýmingarhættu. Þar af leiðandi er það afar brýnt að stöðva eyðingu regnskóganna til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og vernda lífríkið á jörðinni. Með því að skipta pálmaolíunni út, til dæmis fyrir repjuolíu eða aðrar olíur sem eru ekki ræktaðar á þessum svæðum, er hægt að stuðla að verndun regnskóganna. Pálmaolían er ekki einungis slæm fyrir umhverfið, heldur er hún einnig slæm heilsu manna. Rannsóknir sýna að hún er ekki góð fyrir hjartað þar sem hún eykur kólesteról. Það er því til margs að vinna bæði umhverfis- og heilsufarlega séð þegar hætt er að nota og borða pálmaolíu. Þess vegna er REMA1000 hætt að setja pálmaolíu í sínar matvörur, vegna samfélagslegrar ábyrgðar og ósk um að taka þátt í verndun umhverfisins. Þú getur byrjað með því að kanna innihaldið á matvælunum þínum og reynt að forðast þær matvörur sem innihalda pálmaolíu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun