Afleitar almennings- samgöngur á Álftanesi Eygló Ingadóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Opið bréf til Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar. Ágæti bæjarstjóri. Nú eru tæp fjögur ár liðin frá því að Álftanes og Garðabær sameinuðust í eitt sveitarfélag. Fyrir okkur Álftnesinga hefur þetta að mörgu leyti haft marga kosti í för með sér enda geta stærri sveitarfélög veitt íbúum sínum betri og fjölbreyttari þjónustu en lítil og fámenn. Þrátt fyrir að Álftnesingar sæki í auknum mæli þjónustu inn í Garðabæ, þá hefur eitt ekki breyst og það eru almenningssamgöngur út á Álftanes. Við búum enn þá við það að strætó sé ekki raunhæfur samgöngumáti þar sem fáar sem engar strætóferðir eru út á Álftanes á kvöldin og á helgi- og sunnudögum. Á Álftanesi búa 2.500 manns sem eru ekki í göngufæri við stofnleiðir strætó. Það þarf betri þjónustu við íbúa í slíkum hverfum. Almenningssamgöngur eru í sókn um þessar mundir. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi telur ekki eftir sér að ferðast með strætó. Tæknin hefur líka auðveldað notkun á almenningsvögnum og gert ferðir ánægjulegri. Með svokölluðu strætóappi má sjá hvenær von er á vagninum og því þurfa farþegar ekki lengur að bíða á biðstöðinni í öllum veðrum. Einnig er hægt að nýta sér netið meðan á ferð stendur. Í ársskýrslu Strætó bs. segir að farþegum fjölgi jafnt og þétt og að sveitarfélögin hafi sett sér það markmið að auka hlutfall þeirra sem nota strætó enn frekar eða úr 4% í 12% árið 2040. Þetta er frábært markmið, en því verður ekki náð meðan takmarkaðar og jafnvel engar ferðir eru í boði um kvöld og helgar.Hagkvæmara að flytja í burtu Þess eru mörg dæmi að Álftnesingar flytji burtu þegar börnin stálpast og fara að sækja skóla utan nessins, enda þá tvennt í boði; endalaus keyrsla um langan veg eða að kaupa aukabíl á heimilið. Þá er hagkvæmara að flytja í burtu og komast í tengsl við góðar almenningssamgöngur. Þessi þróun getur hvorki verið jákvæð né hagkvæm fyrir sveitarfélagið. Okkur Álftnesingum er það gríðarlega mikilvægt hagsmunamál að almenningssamgöngur batni sem allra fyrst. Lágmarkskrafan er að strætó gangi á 30 mínútna fresti allan daginn og að vagninn gangi á minnst klukkustundarfresti á kvöldin og á sunnu- og helgidögum. Mér er kunnugt um að það standi ekki á Strætó bs. að koma til móts við okkur Álftnesinga, hins vegar dragi bæjarstjórn Garðabæjar lappirnar. Því spyr ég fyrir hönd okkar „vesturbæinga“: hvenær hyggst bæjarstjórnin bæta almenningssamgöngur á Álftanesi?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Opið bréf til Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar. Ágæti bæjarstjóri. Nú eru tæp fjögur ár liðin frá því að Álftanes og Garðabær sameinuðust í eitt sveitarfélag. Fyrir okkur Álftnesinga hefur þetta að mörgu leyti haft marga kosti í för með sér enda geta stærri sveitarfélög veitt íbúum sínum betri og fjölbreyttari þjónustu en lítil og fámenn. Þrátt fyrir að Álftnesingar sæki í auknum mæli þjónustu inn í Garðabæ, þá hefur eitt ekki breyst og það eru almenningssamgöngur út á Álftanes. Við búum enn þá við það að strætó sé ekki raunhæfur samgöngumáti þar sem fáar sem engar strætóferðir eru út á Álftanes á kvöldin og á helgi- og sunnudögum. Á Álftanesi búa 2.500 manns sem eru ekki í göngufæri við stofnleiðir strætó. Það þarf betri þjónustu við íbúa í slíkum hverfum. Almenningssamgöngur eru í sókn um þessar mundir. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi telur ekki eftir sér að ferðast með strætó. Tæknin hefur líka auðveldað notkun á almenningsvögnum og gert ferðir ánægjulegri. Með svokölluðu strætóappi má sjá hvenær von er á vagninum og því þurfa farþegar ekki lengur að bíða á biðstöðinni í öllum veðrum. Einnig er hægt að nýta sér netið meðan á ferð stendur. Í ársskýrslu Strætó bs. segir að farþegum fjölgi jafnt og þétt og að sveitarfélögin hafi sett sér það markmið að auka hlutfall þeirra sem nota strætó enn frekar eða úr 4% í 12% árið 2040. Þetta er frábært markmið, en því verður ekki náð meðan takmarkaðar og jafnvel engar ferðir eru í boði um kvöld og helgar.Hagkvæmara að flytja í burtu Þess eru mörg dæmi að Álftnesingar flytji burtu þegar börnin stálpast og fara að sækja skóla utan nessins, enda þá tvennt í boði; endalaus keyrsla um langan veg eða að kaupa aukabíl á heimilið. Þá er hagkvæmara að flytja í burtu og komast í tengsl við góðar almenningssamgöngur. Þessi þróun getur hvorki verið jákvæð né hagkvæm fyrir sveitarfélagið. Okkur Álftnesingum er það gríðarlega mikilvægt hagsmunamál að almenningssamgöngur batni sem allra fyrst. Lágmarkskrafan er að strætó gangi á 30 mínútna fresti allan daginn og að vagninn gangi á minnst klukkustundarfresti á kvöldin og á sunnu- og helgidögum. Mér er kunnugt um að það standi ekki á Strætó bs. að koma til móts við okkur Álftnesinga, hins vegar dragi bæjarstjórn Garðabæjar lappirnar. Því spyr ég fyrir hönd okkar „vesturbæinga“: hvenær hyggst bæjarstjórnin bæta almenningssamgöngur á Álftanesi?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar