Afleitar almennings- samgöngur á Álftanesi Eygló Ingadóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Opið bréf til Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar. Ágæti bæjarstjóri. Nú eru tæp fjögur ár liðin frá því að Álftanes og Garðabær sameinuðust í eitt sveitarfélag. Fyrir okkur Álftnesinga hefur þetta að mörgu leyti haft marga kosti í för með sér enda geta stærri sveitarfélög veitt íbúum sínum betri og fjölbreyttari þjónustu en lítil og fámenn. Þrátt fyrir að Álftnesingar sæki í auknum mæli þjónustu inn í Garðabæ, þá hefur eitt ekki breyst og það eru almenningssamgöngur út á Álftanes. Við búum enn þá við það að strætó sé ekki raunhæfur samgöngumáti þar sem fáar sem engar strætóferðir eru út á Álftanes á kvöldin og á helgi- og sunnudögum. Á Álftanesi búa 2.500 manns sem eru ekki í göngufæri við stofnleiðir strætó. Það þarf betri þjónustu við íbúa í slíkum hverfum. Almenningssamgöngur eru í sókn um þessar mundir. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi telur ekki eftir sér að ferðast með strætó. Tæknin hefur líka auðveldað notkun á almenningsvögnum og gert ferðir ánægjulegri. Með svokölluðu strætóappi má sjá hvenær von er á vagninum og því þurfa farþegar ekki lengur að bíða á biðstöðinni í öllum veðrum. Einnig er hægt að nýta sér netið meðan á ferð stendur. Í ársskýrslu Strætó bs. segir að farþegum fjölgi jafnt og þétt og að sveitarfélögin hafi sett sér það markmið að auka hlutfall þeirra sem nota strætó enn frekar eða úr 4% í 12% árið 2040. Þetta er frábært markmið, en því verður ekki náð meðan takmarkaðar og jafnvel engar ferðir eru í boði um kvöld og helgar.Hagkvæmara að flytja í burtu Þess eru mörg dæmi að Álftnesingar flytji burtu þegar börnin stálpast og fara að sækja skóla utan nessins, enda þá tvennt í boði; endalaus keyrsla um langan veg eða að kaupa aukabíl á heimilið. Þá er hagkvæmara að flytja í burtu og komast í tengsl við góðar almenningssamgöngur. Þessi þróun getur hvorki verið jákvæð né hagkvæm fyrir sveitarfélagið. Okkur Álftnesingum er það gríðarlega mikilvægt hagsmunamál að almenningssamgöngur batni sem allra fyrst. Lágmarkskrafan er að strætó gangi á 30 mínútna fresti allan daginn og að vagninn gangi á minnst klukkustundarfresti á kvöldin og á sunnu- og helgidögum. Mér er kunnugt um að það standi ekki á Strætó bs. að koma til móts við okkur Álftnesinga, hins vegar dragi bæjarstjórn Garðabæjar lappirnar. Því spyr ég fyrir hönd okkar „vesturbæinga“: hvenær hyggst bæjarstjórnin bæta almenningssamgöngur á Álftanesi?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar. Ágæti bæjarstjóri. Nú eru tæp fjögur ár liðin frá því að Álftanes og Garðabær sameinuðust í eitt sveitarfélag. Fyrir okkur Álftnesinga hefur þetta að mörgu leyti haft marga kosti í för með sér enda geta stærri sveitarfélög veitt íbúum sínum betri og fjölbreyttari þjónustu en lítil og fámenn. Þrátt fyrir að Álftnesingar sæki í auknum mæli þjónustu inn í Garðabæ, þá hefur eitt ekki breyst og það eru almenningssamgöngur út á Álftanes. Við búum enn þá við það að strætó sé ekki raunhæfur samgöngumáti þar sem fáar sem engar strætóferðir eru út á Álftanes á kvöldin og á helgi- og sunnudögum. Á Álftanesi búa 2.500 manns sem eru ekki í göngufæri við stofnleiðir strætó. Það þarf betri þjónustu við íbúa í slíkum hverfum. Almenningssamgöngur eru í sókn um þessar mundir. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi telur ekki eftir sér að ferðast með strætó. Tæknin hefur líka auðveldað notkun á almenningsvögnum og gert ferðir ánægjulegri. Með svokölluðu strætóappi má sjá hvenær von er á vagninum og því þurfa farþegar ekki lengur að bíða á biðstöðinni í öllum veðrum. Einnig er hægt að nýta sér netið meðan á ferð stendur. Í ársskýrslu Strætó bs. segir að farþegum fjölgi jafnt og þétt og að sveitarfélögin hafi sett sér það markmið að auka hlutfall þeirra sem nota strætó enn frekar eða úr 4% í 12% árið 2040. Þetta er frábært markmið, en því verður ekki náð meðan takmarkaðar og jafnvel engar ferðir eru í boði um kvöld og helgar.Hagkvæmara að flytja í burtu Þess eru mörg dæmi að Álftnesingar flytji burtu þegar börnin stálpast og fara að sækja skóla utan nessins, enda þá tvennt í boði; endalaus keyrsla um langan veg eða að kaupa aukabíl á heimilið. Þá er hagkvæmara að flytja í burtu og komast í tengsl við góðar almenningssamgöngur. Þessi þróun getur hvorki verið jákvæð né hagkvæm fyrir sveitarfélagið. Okkur Álftnesingum er það gríðarlega mikilvægt hagsmunamál að almenningssamgöngur batni sem allra fyrst. Lágmarkskrafan er að strætó gangi á 30 mínútna fresti allan daginn og að vagninn gangi á minnst klukkustundarfresti á kvöldin og á sunnu- og helgidögum. Mér er kunnugt um að það standi ekki á Strætó bs. að koma til móts við okkur Álftnesinga, hins vegar dragi bæjarstjórn Garðabæjar lappirnar. Því spyr ég fyrir hönd okkar „vesturbæinga“: hvenær hyggst bæjarstjórnin bæta almenningssamgöngur á Álftanesi?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar