Framleiðsla MG flutt frá Bretlandi til Kína Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 09:45 MG3 verður nú framleiddur í Kína. Breski bílaframleiðandinn MG er í eigu kínverska fyrirtæksins SAIC Motor og þar á bæ hefur verið ákveðið að flytja framleiðslu þess eina bíls sem MG framleiðir í Bretlandi, MG3, til Kína. MG3 hefur hingað til verið framleiddur í Longbridge í mið-Englandi og munu a.m.k. 25 starfsmenn MG þar missa vinnu sína vegna þessarar ákvörðunar. Framleiðslunni á MG3 verður hætt í Longbridge í lok þessa árs. Ástæða flutningsins er lægri framleiðslukostnaður í Kína og með honum er hægt að selja bílinn á lægra og samkeppnishæfara verði. SAIC Motor keypti MG árið 2007 af Nanjing Automobile, sem hafði keypt MG Rover árið 2005. Framleiðsla MG bíla, sem hafði legið niðri í nokkurn tíma,var aftur hafin árið 2011 með framleiðslu millistærðarbílsins MG6, en framleiðsla á MG3 hófst svo árið 2014. Framleiðsla MG3 bílsins í Longbridge var þó eingöngu fólgin í því að setja vélar og skiptingar í bílana, sem og fjöðrunarbúnað og aðalljós. Að öðru leiti var bíllinn settur saman annarsstaðar. MG3 er fremur smá bíll með 106 hestafla og 1,5 lítra vél og hann kostar aðeins frá 8.214 pundum í Bretlandi og telst því með ódýrustu bílum. Hann á helst í samkeppni við bíla eins og Ford Fiesta og Kia Rio í Bretlandi. Það á ekki að breskum bíliðnaði að ganga, en fæst fornfrægu merki þessa kunna bílaframleiðslulands eru í eigu Breta. Sem dæmi er Jaguar Land Rover í eigu hins Indverska Tata, Bentley í eigu Volkswagen og Rolls Royce í eigu BMW. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Breski bílaframleiðandinn MG er í eigu kínverska fyrirtæksins SAIC Motor og þar á bæ hefur verið ákveðið að flytja framleiðslu þess eina bíls sem MG framleiðir í Bretlandi, MG3, til Kína. MG3 hefur hingað til verið framleiddur í Longbridge í mið-Englandi og munu a.m.k. 25 starfsmenn MG þar missa vinnu sína vegna þessarar ákvörðunar. Framleiðslunni á MG3 verður hætt í Longbridge í lok þessa árs. Ástæða flutningsins er lægri framleiðslukostnaður í Kína og með honum er hægt að selja bílinn á lægra og samkeppnishæfara verði. SAIC Motor keypti MG árið 2007 af Nanjing Automobile, sem hafði keypt MG Rover árið 2005. Framleiðsla MG bíla, sem hafði legið niðri í nokkurn tíma,var aftur hafin árið 2011 með framleiðslu millistærðarbílsins MG6, en framleiðsla á MG3 hófst svo árið 2014. Framleiðsla MG3 bílsins í Longbridge var þó eingöngu fólgin í því að setja vélar og skiptingar í bílana, sem og fjöðrunarbúnað og aðalljós. Að öðru leiti var bíllinn settur saman annarsstaðar. MG3 er fremur smá bíll með 106 hestafla og 1,5 lítra vél og hann kostar aðeins frá 8.214 pundum í Bretlandi og telst því með ódýrustu bílum. Hann á helst í samkeppni við bíla eins og Ford Fiesta og Kia Rio í Bretlandi. Það á ekki að breskum bíliðnaði að ganga, en fæst fornfrægu merki þessa kunna bílaframleiðslulands eru í eigu Breta. Sem dæmi er Jaguar Land Rover í eigu hins Indverska Tata, Bentley í eigu Volkswagen og Rolls Royce í eigu BMW.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent