Peugeot kynnir nýjan Dakar keppnisbíl Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 15:50 Reffilegur Dakar-bíll hjá Peugeot. Peugeot ætlar greinilega að leggja allt í sölurnar til að verja sigur sinn í Dakar þolakstursrallinu í ár. Það verður gert með nýjum bíl sem byggður er á nýjum Peugeot 3008 bíl sem kynntur verður á bílasýningunni í París í þessum mánuði, ásamt þessum keppnisbíl. Sigurbíllinn frá Peugeot í ár var hinsvegar byggður á 2008 bílnum og honum var ekið af Stephane Peterhansel. Nýja bílnum verður hinsvegar fyrst ekið af Carlos Sainz í rallaksturskeppni í Marokkó seinna í þessum mánuði. Miklar breytingar hafa orðið á keppnisbíl Peugeot og þeir agnúar sniðnir af gamla bílnum sem fyrir fannst í síðustu Dakar keppni. Bíllinn veður áfram með V6 dísilvél með tveimur forþjöppum, en þó af minni gerð, í takt við nýjar reglur í Dakar keppninni. Það verður ekki annað sagt en að þessi nýi keppnisbíll Peugeot sé kraftalegur og flottur og vænlegur til árangurs í Dakar keppninni næsta janúar. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent
Peugeot ætlar greinilega að leggja allt í sölurnar til að verja sigur sinn í Dakar þolakstursrallinu í ár. Það verður gert með nýjum bíl sem byggður er á nýjum Peugeot 3008 bíl sem kynntur verður á bílasýningunni í París í þessum mánuði, ásamt þessum keppnisbíl. Sigurbíllinn frá Peugeot í ár var hinsvegar byggður á 2008 bílnum og honum var ekið af Stephane Peterhansel. Nýja bílnum verður hinsvegar fyrst ekið af Carlos Sainz í rallaksturskeppni í Marokkó seinna í þessum mánuði. Miklar breytingar hafa orðið á keppnisbíl Peugeot og þeir agnúar sniðnir af gamla bílnum sem fyrir fannst í síðustu Dakar keppni. Bíllinn veður áfram með V6 dísilvél með tveimur forþjöppum, en þó af minni gerð, í takt við nýjar reglur í Dakar keppninni. Það verður ekki annað sagt en að þessi nýi keppnisbíll Peugeot sé kraftalegur og flottur og vænlegur til árangurs í Dakar keppninni næsta janúar.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent