Kosningaloforðin við aldraða frá 2013 svikin! Björgvin Guðmundsson skrifar 6. október 2016 07:00 Nú er stutt orðið í alþingiskosningar en þær verða 29. október. Athyglisvert er, að þegar komið er að alþingiskosningum 2016, eru stjórnarflokkarnir ekki enn farnir að efna stærstu kosningaloforðin, sem þeir gáfu fyrir kosningarnar 2013! Frambjóðendur til Alþingis virðast telja, að þeir geti lofað öllu fögru fyrir kosningar og svikið síðan loforðin. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð fyrir síðustu alþingiskosningar: Þeir lofuðu að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa á krepputímanum. Þetta var tekið mjög skýrt fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar laun hækka meira en lífeyrir. Ríkisstjórnin hefur ekki lyft litla fingri í því að efna þetta stóra kosningaloforð. Það hefur gersamlega verið svikið. Það er alvarlegt mál. Nú hafa kjósendur tækifæri til þess að refsa þeim fyrir svikin. Stjórnarflokkarnir lofuðu einnig að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Núverandi ríkisstjórn afturkallaði tvö þessara atriða á sumarþinginu 2013: Frítekjumark vegna atvinnutekna, sem hafði verið lækkað, var hækkað á ný í 109 þúsund kr. á mánuði. Grunnlífeyrir, sem hafði verið skertur hjá þeim efnameiri 2009, var leiðréttur á ný. Þessi tvö atriði voru ódýr fyrir ríkissjóð og gögnuðust þeim sem voru vel staddir. Annað gerði ríkisstjórnin ekki þá og gerði ekki meira til þess að efna kosningaloforð, sem hún hafði gefið öldruðum og öryrkjum. Eitt atriði af þessum sex rann út af sjálfu sér. Það var tímabundið; hækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar. Sú hækkun gekk til baka 2014.Svik Bjarni Benediktsson gaf öldruðum stórt kosningaloforð í bréfi 2013. Hann lofaði að afnema alla tekjutengingu lífeyris aldraðra. Þetta var stórt kosningaloforð; skerðingar valda öldruðum mikilli kjaraskerðingu. Bjarni hefur ekki efnt þetta loforð. Þetta loforð þýðir afnám skerðingar lífeyris aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Það litla, sem var gert til leiðréttingar útreiknings grunnlífeyris, skiptir litlu máli í þessu sambandi. Eftir sem áður voru framkvæmdar miklar skerðingar á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Allur fjöldinn, sem var með lítinn lífeyrissjóð eða í meðallagi stóran, sætti mikilli skerðingu. Og tekjutengingar vegna tekna af fjármagni og atvinnu í fullu gildi. Ekki hefur verið staðið við kosningaloforð Bjarna Benediktssonar við aldraða. Það litla, sem ríkisstjórnin leiðrétti á sumarþinginu 2013 er tekið til baka í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar. Grunnlífeyrir felldur niður og frítekjumark vegna atvinnutekna afnumið! Yfirskrift fráfarandi ríkisstjórnar er : Svik, svik, svik.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Nú er stutt orðið í alþingiskosningar en þær verða 29. október. Athyglisvert er, að þegar komið er að alþingiskosningum 2016, eru stjórnarflokkarnir ekki enn farnir að efna stærstu kosningaloforðin, sem þeir gáfu fyrir kosningarnar 2013! Frambjóðendur til Alþingis virðast telja, að þeir geti lofað öllu fögru fyrir kosningar og svikið síðan loforðin. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð fyrir síðustu alþingiskosningar: Þeir lofuðu að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa á krepputímanum. Þetta var tekið mjög skýrt fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar laun hækka meira en lífeyrir. Ríkisstjórnin hefur ekki lyft litla fingri í því að efna þetta stóra kosningaloforð. Það hefur gersamlega verið svikið. Það er alvarlegt mál. Nú hafa kjósendur tækifæri til þess að refsa þeim fyrir svikin. Stjórnarflokkarnir lofuðu einnig að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Núverandi ríkisstjórn afturkallaði tvö þessara atriða á sumarþinginu 2013: Frítekjumark vegna atvinnutekna, sem hafði verið lækkað, var hækkað á ný í 109 þúsund kr. á mánuði. Grunnlífeyrir, sem hafði verið skertur hjá þeim efnameiri 2009, var leiðréttur á ný. Þessi tvö atriði voru ódýr fyrir ríkissjóð og gögnuðust þeim sem voru vel staddir. Annað gerði ríkisstjórnin ekki þá og gerði ekki meira til þess að efna kosningaloforð, sem hún hafði gefið öldruðum og öryrkjum. Eitt atriði af þessum sex rann út af sjálfu sér. Það var tímabundið; hækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar. Sú hækkun gekk til baka 2014.Svik Bjarni Benediktsson gaf öldruðum stórt kosningaloforð í bréfi 2013. Hann lofaði að afnema alla tekjutengingu lífeyris aldraðra. Þetta var stórt kosningaloforð; skerðingar valda öldruðum mikilli kjaraskerðingu. Bjarni hefur ekki efnt þetta loforð. Þetta loforð þýðir afnám skerðingar lífeyris aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Það litla, sem var gert til leiðréttingar útreiknings grunnlífeyris, skiptir litlu máli í þessu sambandi. Eftir sem áður voru framkvæmdar miklar skerðingar á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Allur fjöldinn, sem var með lítinn lífeyrissjóð eða í meðallagi stóran, sætti mikilli skerðingu. Og tekjutengingar vegna tekna af fjármagni og atvinnu í fullu gildi. Ekki hefur verið staðið við kosningaloforð Bjarna Benediktssonar við aldraða. Það litla, sem ríkisstjórnin leiðrétti á sumarþinginu 2013 er tekið til baka í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar. Grunnlífeyrir felldur niður og frítekjumark vegna atvinnutekna afnumið! Yfirskrift fráfarandi ríkisstjórnar er : Svik, svik, svik.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar