
Ísland meðal forystulanda í flugi
ICAO, sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, starfar á grunni Chicago-samningsins sem var undirritaður í desember 1944. Samningurinn fjallar um reglur í farþega- og vöruflutningaflugi. Ísland var í hópi þeirra 52 þjóðríkja sem þá undirrituðu samninginn en árið 1947 höfðu nægilega mörg ríki staðfest hann til að hann öðlaðist alþjóðlegt gildi.
Stofnaðild Íslands að Alþjóðaflugmálastofnuninni lagði grunn að mikilvægi flugstarfsemi á Íslandi og er í raun forsenda þess að Íslandi var treyst til að stýra flugumferð í alþjóðlegu flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafinu. Glæsilegur árangur íslenskra flugfélaga og fagfólks í flugi hefur síðan verið hornsteinn íslenskrar ferðaþjónustu og byggt upp mikilvæga atvinnugrein hér á landi. Öryggismál og eftirlit lúta alþjóðlegum kröfum og því njóta íslenskir aðilar gagnkvæmrar viðurkenningar atvinnuréttinda og starfsleyfa undir eftirliti Samgöngustofu. Alþjóðareglur ICAO jafnt og Evrópureglur undirbúnar á vettvangi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) eru innleiddar hér og fylgt eftir. Þetta er veigamikil forsenda þess að Ísland haldi sterkri stöðu sinni og gerir íslenskum aðilum kleift að starfa í þeirri miklu alþjóðlegu samkeppni sem ríkir í flugi.
Á allsherjarþingið nú eru mættir fulltrúar 181 af 191 aðildarríkja ICAO. Mótuð er stefna til næstu þriggja ára í málefnum stofnunarinnar og staðfestar meginákvarðanir um reglur sem unnar eru af fastanefndum og aðalráði ICAO. Þátttaka Íslands á allsherjarþinginu er í umboði utanríkisráðuneytisins og sendinefndin starfaði undir forystu fulltrúa innanríkisráðuneytisins.
Ísland tekur þátt í starfi ICAO í gegnum Nordicao, sem er samvinnuvettvangur Norðurlandaþjóðanna auk Eistlands og Lettlands. Ísland hefur nokkrum sinnum átt fulltrúa í aðalráði (Council) og nú situr starfsmaður Samgöngustofu í Montreal í fastanefnd sem fjallar um flugöryggismál og staðla (Air Navigation Commission).
Umræður um umhverfismál
Auk hefðbundinna starfa þingsins hafa umræður að þessu sinni mikið snúist um umhverfismál. Allt frá síðasta allsherjarþingi hefur verið unnið ötullega að því að ná sátt um aðferðafræði fyrir flugiðnaðinn þar sem brugðist verði við útblæstri koltvísýrings sem hefur áhrif á hækkun hitastigs í heiminum.
Umræðan núna er innan ramma Parísarsamkomulagsins frá síðasta vetri, en m.a. er tekist á um kerfi til utanumhalds um mengunarkvóta sem byggir á markaðsgrunni. Hver floginn km og hvert flutt kg yrðu þá metin til mengunareininga sem flugfélögin myndu greiða fyrir. Peningarnir yrðu síðan notaðir til umhverfistengdra verkefna og þróunaraðstoðar til ýmissa ríkja. Fagaðilar í flugi hafa lýst yfir jákvæðri afstöðu til slíks kerfis og flestar aðildarþjóðir ICAO einnig.
Tækninýjungar og endurnýjanlegir orkugjafar eru jafnframt hluti af þessari lausn. Eins og oft vill verða er þó pólitískur ágreiningur um fyrirkomulag og orðalag, enda aðstæður þjóða misjafnar. Nokkrar þjóðir hafa haft sérstöðu og vilja að þróunarlönd og þau lönd sem eru styttra komin í þróun flugstarfsemi fái frest á eða verði undanskilin mengunarkvóta. Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki náðst samkomulag en mikið liggur við að það náist áður en þinginu verður slitið 7. október.
Alþjóðlegt samstarf þjóða um flugmál og samgönguöryggi verður sífellt mikilvægara og tekur Ísland virkan þátt í því, á vettvangi ICAO og annarra alþjóðastofnana. Með því gefst tækifæri til að hafa áhrif á gerð regluverks með hagsmuni íslensksrar flugstarfsemi og flugöryggi að leiðarljósi. Hlustað er á rödd Íslands á þessum vettvangi, traust ríkir til þess starfs sem unnið er hjá aðilum í flugtengdum iðnaði og hjá stjórnvöldum. Slíkt orðspor verður ekki til á einni nóttu heldur byggir á öflugu starfi margra áratugum saman.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar