Innlent

Gríðarleg mistök bæjarins við uppboð á óskilahrossi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sá á bak 400 kílóum af hrossakjöti fyrir fimm þúsund krónur.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sá á bak 400 kílóum af hrossakjöti fyrir fimm þúsund krónur. vísir/pjetur
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir bæinn hafa gert mikil mistök þegar óskila­hross í bænum var selt á uppboði um miðjan september.

Fram kemur á bloggsíðu Aldísar að um hafi verið að ræða hross sem „ráfaði inn í Hveragerði“ í fyrravetur og hafi kostnaður við uppihald þess og ýmiss konar umsýslu verið hátt í 200 þúsund krónur.

„Ég átti von á að einhverjir myndu bjóða í hrossið enda var uppboðið auglýst bæði í blöðum, á heimasíðunni og á samfélagsmiðlum og klárinn ágætur, að því að mér skildist. En, nei, hrossið var slegið á 5.000 krónur,“ er rakið á aldis.is.

„Maður er alltaf að læra og þetta voru gríðarleg mistök,“ heldur Aldís áfram. „Hefðum að sjálfsögðu átt að bjóða í hestinn sjálf – í fyrsta lagi er þetta ekkert verð fyrir hest og í öðru lagi eru þetta um 400 kíló af hakki, bjúgum og steikum sem þarna fóru á engan pening.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×