Innlent

Íslenska sérsveitin æfir viðbrögð við skotárás á grunnskóla

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Reglulega eru haldnar æfingar þar sem líkt er eftir atburðum úti í heimi.
Reglulega eru haldnar æfingar þar sem líkt er eftir atburðum úti í heimi. mynd/lögreglan
Fyrirhugað er að sérsveit lögreglunnar haldi æfingu fyrir lögreguna á Akureyri miðvikudaginn 12. október. Þar verða æfð viðbrögð við skotárás á skóla. Áætlað er að æfingin fari fram í Glerárskóla.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði starfandi lögreglumaður samband við fólk sem iðkar CrossFit á Akureyri til að fá þá til að vera leikara í æfingunni.

Eyrún Halla Skúladóttir, skólastjóri Glerárskóla, staðfesti hvorki né neitaði að umrædd æfing væri áætluð þegar eftir því var leitað.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Hefur þú það sem til þarf í sérsveitina?

Fjörutíu lögreglumenn skipa sérsveit ríkislögreglustjóra. Engin kona hefur komist í hana, inntökuskilyrðin eru ströng og sömu reglur gilda fyrir konur og karla. Guðmundur Ómar Þráinsson, yfirmaður sveitarinnar, segir koma að því að kona komist inn í sveitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×