Öruggt húsnæði er grunnþörf allra, bæði yngri og eldri kynslóða. Húsnæði er jafnframt ein af verðmætustu eignum okkar og þar liggja skuldir heimilanna. Frá árinu 2009 hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið langt undir þörf markaðarins. Skortur er á ýmsum tegundum húsnæðis og þá sérstaklega á litlum ódýrum íbúðum. Á hverjum tíma þurfa yfir 3.000 íbúðir að vera í byggingu til að árlega verði lokið við byggingu a.m.k. 1.500 íbúða sem nauðsynlegt er til að mæta grunnþörfum. Þrátt fyrir uppgang í byggingariðnaði erum við enn nokkuð fjarri því. Afleiðingin er húsnæðisskortur og hækkandi verð.
Mikilvægt er að stjórnvöld skapi svigrúm fyrir mismunandi þarfir þannig að fólk hafi val um húsnæði. Byggingareglugerð og deiliskipulagskröfur þurfa að vera sveigjanlegar til að gera mögulegt að byggja ódýrari íbúðir. Flókið regluverk eykur byggingarkostnað og það þrýstur upp húsnæðisverði. Án þess að slá af kröfum um öryggi og gæði gætu stjórnvöld einfaldað regluverkið til mikilla muna sem gæfi þá færi á að lækka íbúðarverð.
Á síðustu árum hefur um og yfir 30% af nýju húsnæði verið í útjaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er vaxandi áhersla á þéttingu byggðar og mikill meirihluti byggingarverkefna á næstu misserum verður inni í miðju þéttbýli. Það kann að hafa ýmsa kosti í för með sér. Það vinnur hins vegar gegn hinu mikilvæga markmiði um að lækka byggingarkostnað enda er mun ódýrara að byggja uppi í jaðri byggðar.
Af skiljanlegum ástæðum verða líklega fá mál sem varða kjósendur jafn mikið og húsnæðismál. En bygging íbúðarhúsnæðis er líka mikilvægt hagsmunamál fyrir byggingariðnaðinn. Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er veigamikil atvinnugrein í landinu og drifkraftur fjárfestinga og efnahagsumsvifa. Að jafnaði hafa hátt í 12 þúsund manns starfað í byggingariðnaði síðustu ár en sveiflur hafa verið miklar, ekki síst vegna mikilla breytinga í íbúðarbyggingum. Það er hagur okkar allra að húsnæðismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því við þurfum öll á húsnæði að halda.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Grunnþörf allra
Skoðun

Byggjum upp Egilsstaðaflugvöll!
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Skoðun og staðreyndir
Þórir Guðmundsson skrifar

Hraðvirk réttindaskerðing
Olga Margrét Cilia skrifar

Kofabyggðirnar
Ingvar Arnarson skrifar

Börnin búa betur í Garðabæ
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Kórónukeisarinn og hvað svo?
Benjamín Hrafn Böðvarsson skrifar

Hugsjónir, hagsmunir, fólk og lýðræði
Svavar Halldórsson skrifar

Byggist menntastefnan á óframkvæmanlegri hugmyndafræði?
Karl Gauti Hjaltason skrifar

Græðum pening, bætum lífsgæði, drögum úr losun. Vandamál?
Björn Teitsson skrifar

Gleðilegan dag jarðarinnar
Gréta María Grétarsdóttir skrifar

Börnin bíða í Garðabæ
Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Ekkert nýtt undir sólinni
Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Snjöll um alla borg
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Vandlæting formanns VR
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Margar leiðir til að draga úr svifryki
Björgvin Jón Bjarnason skrifar