Ósanngjörn samkeppni fjölmiðla Hallgrímur Kristinsson skrifar 22. september 2016 07:00 Nýlega sendu flestir fjölmiðlar á landinu opið bréf til Alþingis þar sem skorað var á þingið að gera málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum efnisveitum. Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) hefur undanfarið ár rætt sömu mál við hina ýmsu ráðamenn og þingflokka og bent á hve gífurlega mikilvægt það er að íslenskir fjölmiðlar (og aðrir sem starfa á sambærilegum markaði, þ.m.t. kvikmyndahúsin) séu samkeppnishæfir við erlendar efnisveitur. Sem dæmi um stöðuna sem nú er uppi má nefna að samkvæmt könnun sem gerð var rétt áður en efnisveitan Netflix var opnuð formlega hér á landi tók fyrirtækið 500 milljónir króna árlega af íslensku fjölmiðlakökunni (þ.e. þeir sem annars hefðu keypt efnið af íslenskum efnisveitum). Því má búast við að þessi tala hafi hækkað umtalsvert. Við þetta má svo bæta þjónustum sem formlega eru ekki boði hér á landi, svo sem Hulu og Sky, og er þá ónefnt það milljarða tap sem markaðurinn verður fyrir árlega af völdum hugverkastuldar. Öll samkeppni er holl en hún þarf að vera sanngjörn. Erlendu þjónusturnar borga hér enga skatta, hafa enga starfsstöð og skila því ekki krónu til samfélagsins. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup skilar hins vegar hver króna sem ríkið leggur fram til sjónvarps- og kvikmyndageirans hér á landi sér tvöfalt til baka. Það er því ótrúlegt að hér skuli vera tekinn 24% virðisaukaskattur af innlendum myndefnisveitum og bíómiðum þegar bækur og tónlist bera einungis 11% skatt og erlendir keppinautar engan.Kvaðir á innlenda miðla Þá eru ýmsar kvaðir sem leggjast á innlenda miðla sem þeir erlendu þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Þannig ber íslenskum fyrirtækjum lagaleg skylda til að texta og talsetja allt efni á eigin kostnað og engar undanþágur leyfðar fyrir „jaðarefni“ með lítið áhorf. Ef réttlætis væri gætt ætti ríkið að sjálfsögðu að veita styrki til þess að texta og talsetja erlent efni. Ofan á allt þetta leggst svo sú skylda íslenskra fjölmiðla og kvikmyndahúsa að standa straum af kvikmyndaskoðun til að tryggja að börn sjái ekki óæskilegt efni og dæmi er um að í fjölmiðlalögum sé óleyfilegt að sýna bannað efni fyrir klukkan níu á kvöldin virka daga og tíu um helgar. Þetta gerir þeim fjölmiðlum sem eru með línulega dagskrá mjög erfitt fyrir og á hreinlega ekki við lengur þar sem slík dagskrá er á undanhaldi og flestir geta horft á efni hvenær sem er og hvar sem er með tímaflakki, frelsi og myndefnisþjónustum fjölmiðlanna. Hér hafa einungis verið talin upp nokkur atriði sem nauðsynlegt er að laga og útfæra svo innlendir aðilar geti keppt á jafnari samkeppnisgrundvelli við þá erlendu en nú er. Vert er að taka fram að íslenskar sjónvarpsstöðvar láta framleiða fyrir sig stærstan hluta af því íslenska sjónvarpsefni sem sýnt er hér á landi. Ekki væri gott ef samfélagið hefði einungis í boði erlendar efnisveitur á borð við Netflix því þá myndu menningarleg gildi okkar fljótt hverfa. Að lokum má geta þess að samkvæmt nýlegri Gallup-könnun vilja tæp 88% landsmanna að hér sé sýnt innlent sjónvarps- og kvikmyndaefni. Mennta- og menningarmálaráðherra kom með þá hugmynd á þingi á dögunum að skipaður yrði þverpólitískur hópur til að fara ofan í kjölinn á þessum málum. Ég biðla til þeirra sem á Alþingi starfa að sjá til þess að þeirri vinnu verði hrint af stað fyrir kosningar í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýlega sendu flestir fjölmiðlar á landinu opið bréf til Alþingis þar sem skorað var á þingið að gera málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum efnisveitum. Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) hefur undanfarið ár rætt sömu mál við hina ýmsu ráðamenn og þingflokka og bent á hve gífurlega mikilvægt það er að íslenskir fjölmiðlar (og aðrir sem starfa á sambærilegum markaði, þ.m.t. kvikmyndahúsin) séu samkeppnishæfir við erlendar efnisveitur. Sem dæmi um stöðuna sem nú er uppi má nefna að samkvæmt könnun sem gerð var rétt áður en efnisveitan Netflix var opnuð formlega hér á landi tók fyrirtækið 500 milljónir króna árlega af íslensku fjölmiðlakökunni (þ.e. þeir sem annars hefðu keypt efnið af íslenskum efnisveitum). Því má búast við að þessi tala hafi hækkað umtalsvert. Við þetta má svo bæta þjónustum sem formlega eru ekki boði hér á landi, svo sem Hulu og Sky, og er þá ónefnt það milljarða tap sem markaðurinn verður fyrir árlega af völdum hugverkastuldar. Öll samkeppni er holl en hún þarf að vera sanngjörn. Erlendu þjónusturnar borga hér enga skatta, hafa enga starfsstöð og skila því ekki krónu til samfélagsins. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup skilar hins vegar hver króna sem ríkið leggur fram til sjónvarps- og kvikmyndageirans hér á landi sér tvöfalt til baka. Það er því ótrúlegt að hér skuli vera tekinn 24% virðisaukaskattur af innlendum myndefnisveitum og bíómiðum þegar bækur og tónlist bera einungis 11% skatt og erlendir keppinautar engan.Kvaðir á innlenda miðla Þá eru ýmsar kvaðir sem leggjast á innlenda miðla sem þeir erlendu þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Þannig ber íslenskum fyrirtækjum lagaleg skylda til að texta og talsetja allt efni á eigin kostnað og engar undanþágur leyfðar fyrir „jaðarefni“ með lítið áhorf. Ef réttlætis væri gætt ætti ríkið að sjálfsögðu að veita styrki til þess að texta og talsetja erlent efni. Ofan á allt þetta leggst svo sú skylda íslenskra fjölmiðla og kvikmyndahúsa að standa straum af kvikmyndaskoðun til að tryggja að börn sjái ekki óæskilegt efni og dæmi er um að í fjölmiðlalögum sé óleyfilegt að sýna bannað efni fyrir klukkan níu á kvöldin virka daga og tíu um helgar. Þetta gerir þeim fjölmiðlum sem eru með línulega dagskrá mjög erfitt fyrir og á hreinlega ekki við lengur þar sem slík dagskrá er á undanhaldi og flestir geta horft á efni hvenær sem er og hvar sem er með tímaflakki, frelsi og myndefnisþjónustum fjölmiðlanna. Hér hafa einungis verið talin upp nokkur atriði sem nauðsynlegt er að laga og útfæra svo innlendir aðilar geti keppt á jafnari samkeppnisgrundvelli við þá erlendu en nú er. Vert er að taka fram að íslenskar sjónvarpsstöðvar láta framleiða fyrir sig stærstan hluta af því íslenska sjónvarpsefni sem sýnt er hér á landi. Ekki væri gott ef samfélagið hefði einungis í boði erlendar efnisveitur á borð við Netflix því þá myndu menningarleg gildi okkar fljótt hverfa. Að lokum má geta þess að samkvæmt nýlegri Gallup-könnun vilja tæp 88% landsmanna að hér sé sýnt innlent sjónvarps- og kvikmyndaefni. Mennta- og menningarmálaráðherra kom með þá hugmynd á þingi á dögunum að skipaður yrði þverpólitískur hópur til að fara ofan í kjölinn á þessum málum. Ég biðla til þeirra sem á Alþingi starfa að sjá til þess að þeirri vinnu verði hrint af stað fyrir kosningar í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar