Með táknmáli er ég jafningi Valgerður Stefánsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Nú stendur yfir alþjóðleg baráttuvika heyrnarlausra með yfirskriftina Með táknmáli er ég jafningi (With sign language I´m equal). Samskiptamiðstöð þjónar fólki sem talar íslenskt táknmál og hefur reglulega bent á brýna þörf fyrir aukna þjónustu, sem byggir fyrst og fremst á eflingu íslensks táknmáls (ÍTM). Í áliti frá umboðsmanni Alþingis nr. 4182/2004 kemur fram að lög Samskiptamiðstöðvar tryggi ekki nægjanlega rétt heyrnarlausra til máls, menntunar og túlkaþjónustu. Breytingar á lögum og alþjóðlegum sáttmálum undanfarin ár, sem ættu að skylda til aukinnar þjónustu, hafa ekki náð að breyta miklu. Íslenskt táknmál er til dæmis viðurkennt í lögum án þess að nægjanleg uppbygging hafi átt sér stað til þess að lögin séu virt. Í huga fólks og við skipulag á þjónustu er litið á döff fólk sem fatlað en hagsmunir þess geta verið algerlega andstæðir hagsmunum fatlaðra. Þetta á til dæmis við um sambýli, elliheimili og skóla án aðgreiningar. Tökum skóla án aðgreiningar sem dæmi þar sem heyrnarlaus börn ganga í skóla í heimahverfi og töluð er íslenska. Án táknmáls eru þau ekki jöfn öðrum börnum og öðlast ekki þá menntun og þroska sem skólinn á að veita. Hvergi í skólakerfinu er gerð krafa um að kennarar þeirra hafi skilgreinda kunnáttu í táknmáli. Við bætist að eðlilegum þörfum barnanna fyrir námsefni á íslensku táknmáli er ekki mætt. Margar skýrslur hafa verið unnar hér á landi um málefni heyrnarlausra af um einum tug nefnda og framkvæmdanefnda allt frá árinu 1992. Allar hafa þær bent á mikilvægi þess að efla íslenskt táknmál og þjónustu á íslensku táknmáli. Skýrsla vistheimilisnefndar, sem skoðaði Heyrnleysingjaskólann á árunum 1947-1992, birti alvarlegar niðurstöður um einangrun, ofbeldi og misnotkun. Þar var lagt til við stjórnvöld að tekin yrði eins fljótt og kostur er skýr, efnisleg afstaða til áður framkominna tillagna nefnda um úrbætur í málefnum heyrnarlausra. Brugðist var við með skipun Framkvæmdanefndar um þjónustu við heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda í upphafi árs 2010. Fjórum árum síðar skilaði arftaki hennar, Framkvæmdanefnd nr. 2, skýrslu með tillögum að uppbyggingu á þjónustu og eflingu íslensks táknmáls. Tillögurnar snúa að menntun, kennsluráðgjöf, ráðgjöf við foreldra, stuðningi við máltöku barna með skerta heyrn, rannsóknum á máli og menningu, þjónustu við aldraða, þjónustu á sviði geðheilbrigðis– og félagsmála o.s.frv.Enn ekki á dagskrá Ekki hefur verið tekin afstaða til þessara tillagna af stjórnvöldum og ekki hefur á neinn hátt verið brugðist við tillögum nefndarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra baðst afsökunar á mistökum Heyrnleysingjaskólans í kjölfar skýrslu vistheimilanefndar og ítrekaði að þetta væri svartur blettur á samfélaginu. Sagan sem í skýrslunni er rakin er að einhverju leyti að endurtaka sig í dag því ekki hefur verið brugðist við. Alveg er ljóst að önnur svört skýrsla mun birtast innan fárra ára. Það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Döff fólk var ekki með í „góðærinu“ fyrir hrun. Árið 2009 og árin þar á eftir þurftu stofnanir og starfsfólk sem veitir döff fólki þjónustu samt að skera niður og taka á sig hrunskuldir. Núna árið 2016 erum við ekki enn komin á dagskrá. Nýjar tillögur um önnur viðfangsefni (sem e.t.v. verða aldrei að veruleika) eru á dagskrá nefndanna sem starfa í dag án þess að brugðist hafi verið við eldri tillögum. Starfsfólk Samskiptamiðstöðvar er stolt af stofnuninni og því sem þar er unnið en á sama tíma skömmumst við okkar fyrir allt það sem við gerum ekki og vitum að þarf að gera. Við ítrekum og tökum undir skilaboð baráttuvikunnar með döff fólki: Með táknmáli er ég jafningi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir alþjóðleg baráttuvika heyrnarlausra með yfirskriftina Með táknmáli er ég jafningi (With sign language I´m equal). Samskiptamiðstöð þjónar fólki sem talar íslenskt táknmál og hefur reglulega bent á brýna þörf fyrir aukna þjónustu, sem byggir fyrst og fremst á eflingu íslensks táknmáls (ÍTM). Í áliti frá umboðsmanni Alþingis nr. 4182/2004 kemur fram að lög Samskiptamiðstöðvar tryggi ekki nægjanlega rétt heyrnarlausra til máls, menntunar og túlkaþjónustu. Breytingar á lögum og alþjóðlegum sáttmálum undanfarin ár, sem ættu að skylda til aukinnar þjónustu, hafa ekki náð að breyta miklu. Íslenskt táknmál er til dæmis viðurkennt í lögum án þess að nægjanleg uppbygging hafi átt sér stað til þess að lögin séu virt. Í huga fólks og við skipulag á þjónustu er litið á döff fólk sem fatlað en hagsmunir þess geta verið algerlega andstæðir hagsmunum fatlaðra. Þetta á til dæmis við um sambýli, elliheimili og skóla án aðgreiningar. Tökum skóla án aðgreiningar sem dæmi þar sem heyrnarlaus börn ganga í skóla í heimahverfi og töluð er íslenska. Án táknmáls eru þau ekki jöfn öðrum börnum og öðlast ekki þá menntun og þroska sem skólinn á að veita. Hvergi í skólakerfinu er gerð krafa um að kennarar þeirra hafi skilgreinda kunnáttu í táknmáli. Við bætist að eðlilegum þörfum barnanna fyrir námsefni á íslensku táknmáli er ekki mætt. Margar skýrslur hafa verið unnar hér á landi um málefni heyrnarlausra af um einum tug nefnda og framkvæmdanefnda allt frá árinu 1992. Allar hafa þær bent á mikilvægi þess að efla íslenskt táknmál og þjónustu á íslensku táknmáli. Skýrsla vistheimilisnefndar, sem skoðaði Heyrnleysingjaskólann á árunum 1947-1992, birti alvarlegar niðurstöður um einangrun, ofbeldi og misnotkun. Þar var lagt til við stjórnvöld að tekin yrði eins fljótt og kostur er skýr, efnisleg afstaða til áður framkominna tillagna nefnda um úrbætur í málefnum heyrnarlausra. Brugðist var við með skipun Framkvæmdanefndar um þjónustu við heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda í upphafi árs 2010. Fjórum árum síðar skilaði arftaki hennar, Framkvæmdanefnd nr. 2, skýrslu með tillögum að uppbyggingu á þjónustu og eflingu íslensks táknmáls. Tillögurnar snúa að menntun, kennsluráðgjöf, ráðgjöf við foreldra, stuðningi við máltöku barna með skerta heyrn, rannsóknum á máli og menningu, þjónustu við aldraða, þjónustu á sviði geðheilbrigðis– og félagsmála o.s.frv.Enn ekki á dagskrá Ekki hefur verið tekin afstaða til þessara tillagna af stjórnvöldum og ekki hefur á neinn hátt verið brugðist við tillögum nefndarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra baðst afsökunar á mistökum Heyrnleysingjaskólans í kjölfar skýrslu vistheimilanefndar og ítrekaði að þetta væri svartur blettur á samfélaginu. Sagan sem í skýrslunni er rakin er að einhverju leyti að endurtaka sig í dag því ekki hefur verið brugðist við. Alveg er ljóst að önnur svört skýrsla mun birtast innan fárra ára. Það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Döff fólk var ekki með í „góðærinu“ fyrir hrun. Árið 2009 og árin þar á eftir þurftu stofnanir og starfsfólk sem veitir döff fólki þjónustu samt að skera niður og taka á sig hrunskuldir. Núna árið 2016 erum við ekki enn komin á dagskrá. Nýjar tillögur um önnur viðfangsefni (sem e.t.v. verða aldrei að veruleika) eru á dagskrá nefndanna sem starfa í dag án þess að brugðist hafi verið við eldri tillögum. Starfsfólk Samskiptamiðstöðvar er stolt af stofnuninni og því sem þar er unnið en á sama tíma skömmumst við okkar fyrir allt það sem við gerum ekki og vitum að þarf að gera. Við ítrekum og tökum undir skilaboð baráttuvikunnar með döff fólki: Með táknmáli er ég jafningi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar