Kári Stefánsson, gættu þín Birgir Guðjónsson skrifar 22. september 2016 07:00 Sæll Kári Syndaaflausnarsamtal þitt í STUNDINNI, þ. 25 ágúst var fróðlegt. Þú lýsir þar og viðurkennir ýmsa skapgerðarþætti sem mörgum eru löngu ljósir en hefðu ekki þorað að nefna af ótta við málsókn. Þú hefur fengist við margt og eitthvað tekist, skrifað og skammast og komist upp með ýmislegt. Nú held ég að þú hafir farið langt yfir öll mörk siðleysis. Jafnvel þótt þú lýsir þér sem skíthæl og óhræsi leyfist þér ekki að að níða konu vegna líkamsvaxtar og andlitslags eða karlmann vegna meintrar samkynhneigðar, eins og þú gerir í Fréttablaðinu 9. september. Hannah Grey má hafa verið meiri um sig en við tveir til samans og ófríðari en við tveir til samans en á sama tíma miklu gáfaðri en við tveir til samans og verk hennar og orðstír mun varðveitast lengur en okkar beggja til samans. Hannah Grey fæddist í Þýskalandi 1930. Faðir hennar flúði með fjölskylduna undan ofsóknum nasista og var prófessor í sögu við Yale háskóla í 35 ár. Hannah Grey var í Bryn Mawr College, síðan Fulbright Scholar við Oxford háskóla. Hún útskrifaðist með Ph.D í sagnfræði frá Harvard og var þar assistant professor í nokkur ár. Hún flutti með manni sínum til Chicago, varð þar assistant professor og síðar associate professor við University of Chicago til 1972. Komu þá fram afburða stjórnunarhæfileikar hennar. Hún var skipuð stjórnandi (Dean) College of Arts and Sciences at Northwestern University 1972. Hún varð prófessor í sagnfræði við Yale 1974 og provost sem er næst æðsta staða í háskóla og leysti af sem rektor (president) 1977-78. Henni var veitt prófessors- og rektorsstaða (president) við University of Chicago 1978 og var það til 1993 og þótti afburða stjórnandi. University of Chicago telst meðal bestu háskóla í heiminum. Hannah Grey var gerð að heiðursdoktor við um 60 háskóla, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur einnig Oxford og sat í stjórn helstu vísinda- og menntastofnana. Hún er löngu viðurkennd sem einhver áhrifamesti háskólaleiðtogi þessa tímabils. Hún hefur hlotið Presidential Medal of Freedom, æðstu orðu Bandaríkjanna og Medal of Liberty sem hefur aðeins verið veitt 12 ríkisborgurum fæddum utan Bandaríkjanna. Þessari einstæðu konu lýsir þú Kári eins og „tveir vörubílstjórar soðnir saman“. Verður kvenfyrirlitning öllu meiri? Hannah Grey mun örugglega hafa stjórnað af festu og ekki þolað neinn dólgshátt. Varst þú nokkuð ódæll í Chicago? Edward Heath var ekki einn af farsælustu forsætisráðherrum Bretlands og vissulega alltaf piparsveinn og margoft orðaður við samkynhneigð en það hefur aldrei sannast á hann neitt ósiðlegt. Afstaða þín og aðgerðir við slíku er vel þekkt en það gæti verið óráðlegt að níða hann of mikið til að verða ekki gerður brottrækur úr breskum farartækjum. Mér sýnist vera þörf á ítarlegri syndaaflausn.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðiu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Sæll Kári Syndaaflausnarsamtal þitt í STUNDINNI, þ. 25 ágúst var fróðlegt. Þú lýsir þar og viðurkennir ýmsa skapgerðarþætti sem mörgum eru löngu ljósir en hefðu ekki þorað að nefna af ótta við málsókn. Þú hefur fengist við margt og eitthvað tekist, skrifað og skammast og komist upp með ýmislegt. Nú held ég að þú hafir farið langt yfir öll mörk siðleysis. Jafnvel þótt þú lýsir þér sem skíthæl og óhræsi leyfist þér ekki að að níða konu vegna líkamsvaxtar og andlitslags eða karlmann vegna meintrar samkynhneigðar, eins og þú gerir í Fréttablaðinu 9. september. Hannah Grey má hafa verið meiri um sig en við tveir til samans og ófríðari en við tveir til samans en á sama tíma miklu gáfaðri en við tveir til samans og verk hennar og orðstír mun varðveitast lengur en okkar beggja til samans. Hannah Grey fæddist í Þýskalandi 1930. Faðir hennar flúði með fjölskylduna undan ofsóknum nasista og var prófessor í sögu við Yale háskóla í 35 ár. Hannah Grey var í Bryn Mawr College, síðan Fulbright Scholar við Oxford háskóla. Hún útskrifaðist með Ph.D í sagnfræði frá Harvard og var þar assistant professor í nokkur ár. Hún flutti með manni sínum til Chicago, varð þar assistant professor og síðar associate professor við University of Chicago til 1972. Komu þá fram afburða stjórnunarhæfileikar hennar. Hún var skipuð stjórnandi (Dean) College of Arts and Sciences at Northwestern University 1972. Hún varð prófessor í sagnfræði við Yale 1974 og provost sem er næst æðsta staða í háskóla og leysti af sem rektor (president) 1977-78. Henni var veitt prófessors- og rektorsstaða (president) við University of Chicago 1978 og var það til 1993 og þótti afburða stjórnandi. University of Chicago telst meðal bestu háskóla í heiminum. Hannah Grey var gerð að heiðursdoktor við um 60 háskóla, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur einnig Oxford og sat í stjórn helstu vísinda- og menntastofnana. Hún er löngu viðurkennd sem einhver áhrifamesti háskólaleiðtogi þessa tímabils. Hún hefur hlotið Presidential Medal of Freedom, æðstu orðu Bandaríkjanna og Medal of Liberty sem hefur aðeins verið veitt 12 ríkisborgurum fæddum utan Bandaríkjanna. Þessari einstæðu konu lýsir þú Kári eins og „tveir vörubílstjórar soðnir saman“. Verður kvenfyrirlitning öllu meiri? Hannah Grey mun örugglega hafa stjórnað af festu og ekki þolað neinn dólgshátt. Varst þú nokkuð ódæll í Chicago? Edward Heath var ekki einn af farsælustu forsætisráðherrum Bretlands og vissulega alltaf piparsveinn og margoft orðaður við samkynhneigð en það hefur aldrei sannast á hann neitt ósiðlegt. Afstaða þín og aðgerðir við slíku er vel þekkt en það gæti verið óráðlegt að níða hann of mikið til að verða ekki gerður brottrækur úr breskum farartækjum. Mér sýnist vera þörf á ítarlegri syndaaflausn.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðiu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar