Jafnrétti með táknmálsrannsóknum Rannveig Sverrisdóttir skrifar 23. september 2016 07:00 Nú stendur yfir alþjóðleg baráttuvika döff (þeirra sem eiga táknmál að móðurmáli) og er yfirskrift vikunnar „táknmál gerir mig að jafningja“. Svipuð yfirskrift eða öllu heldur markmið hafði evrópskt samstarfsverkefni (styrkt af COST) sem miðaði að því að skrifa mállýsingar fyrir táknmál í Evrópu. Verkefnið leiddi saman rannsakendur frá 15 löndum sem fengust við enn fleiri táknmál og unnu þeir saman á fjögurra ára tímabili að því að skrifa leiðarvísa sem nota mætti til að vinna mállýsingar fyrir ólík táknmál. En markmiðin voru víðtækari, með því að varpa ljósi á málfræði evrópskra táknmála og gera mállýsingar raunhæfar er um leið verið að opna leiðir að fullri þátttöku heyrnarlausra (döff) í samfélaginu. Með mállýsingum verður málfræði táknmála aðgengileg táknmálssamfélögum, málfræðingum, kennurum og þjóðfélaginu almennt sem styrkt getur stöðu táknmáls í hverju landi. Jafnframt stuðla mállýsingar að varðveislu á tungumálum döff og málarfleifð og gefa börnum á máltökualdri möguleika á tileinkun málsins. Eins og yfirskrift vikunnar segir þá eru það einmitt táknmálin, þekking á þeim og kunnátta í þeim, sem gera döff jafna heyrandi. Mállýsingar eru fróðlegar fyrir málvísindamenn sem hafa áhuga á samanburði tungumála, bæði raddmála og táknmála, en þær hafa víðtækara gildi. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að móta málstefnu táknmála en þekking á tungumáli er grundvöllur málstefnu. Með mállýsingum má einnig byggja kennslu og semja og þróa námsefni, bæði fyrir móðurmálskennslu þeirra sem hafa táknmál að móðurmáli en einnig kennslu og námsefni fyrir þá sem læra táknmál sem annað mál, hvort sem um er að ræða fjölskyldur heyrnarlausra, táknmálstúlkanema eða bara áhugamenn um tungumál. Mállýsingar eru einnig mikilvæg heimild um mál og menningu hópanna sem málið tala en lítið er til af heimildum um mál og menningu flestra táknmálssamfélaga, merkilegur menningararfur sem alls ekki má týnast. Fyrrnefndir leiðarvísar eru því gott dæmi um það hvernig rannsóknir á sviði hugvísinda hafa hagnýtt gildi á fjölbreyttan hátt.Stuðla að samvinnu og skilningi Opinber skrá yfir táknmál heimsins telur þau 138 en þau eru líklega töluvert fleiri þar sem aðeins lítill hluti þeirra hefur verið rannsakaður og mörg eru líklega enn óþekkt utan samfélaganna sem þau tala. Þessi 138 táknmál fyrirfinnast vítt og breitt um allan heiminn, frá Íslandi til Ástralíu og frá Malasíu til Venesúela svo eitthvað sé nefnt. Það er í raun undarleg staðreynd hversu lík að uppbyggingu þau táknmál sem rannsökuð hafa verið eru, dreifing þeirra og ólík menningarsamfélög fá mann til að gera ráð fyrir því gagnstæða. En einmitt þessi staðreynd, að bygging þeirra er lík, auðveldar samvinnu fólks úr ólíkum málsamfélögum. Að lokum má minnast á þann gróða sem það að læra táknmálið getur fært hverjum og einum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það að læra táknmál er stórkostleg þjálfun fyrir heilann og getur auðveldað ýmsa skynjun auk þess að hafa jákvæð áhrif á minni fólks. Táknmál gera því meira en að stuðla að jafnrétti, þau virkja líka heilann og stuðla að samvinnu og skilningi þvert á landamæri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir alþjóðleg baráttuvika döff (þeirra sem eiga táknmál að móðurmáli) og er yfirskrift vikunnar „táknmál gerir mig að jafningja“. Svipuð yfirskrift eða öllu heldur markmið hafði evrópskt samstarfsverkefni (styrkt af COST) sem miðaði að því að skrifa mállýsingar fyrir táknmál í Evrópu. Verkefnið leiddi saman rannsakendur frá 15 löndum sem fengust við enn fleiri táknmál og unnu þeir saman á fjögurra ára tímabili að því að skrifa leiðarvísa sem nota mætti til að vinna mállýsingar fyrir ólík táknmál. En markmiðin voru víðtækari, með því að varpa ljósi á málfræði evrópskra táknmála og gera mállýsingar raunhæfar er um leið verið að opna leiðir að fullri þátttöku heyrnarlausra (döff) í samfélaginu. Með mállýsingum verður málfræði táknmála aðgengileg táknmálssamfélögum, málfræðingum, kennurum og þjóðfélaginu almennt sem styrkt getur stöðu táknmáls í hverju landi. Jafnframt stuðla mállýsingar að varðveislu á tungumálum döff og málarfleifð og gefa börnum á máltökualdri möguleika á tileinkun málsins. Eins og yfirskrift vikunnar segir þá eru það einmitt táknmálin, þekking á þeim og kunnátta í þeim, sem gera döff jafna heyrandi. Mállýsingar eru fróðlegar fyrir málvísindamenn sem hafa áhuga á samanburði tungumála, bæði raddmála og táknmála, en þær hafa víðtækara gildi. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að móta málstefnu táknmála en þekking á tungumáli er grundvöllur málstefnu. Með mállýsingum má einnig byggja kennslu og semja og þróa námsefni, bæði fyrir móðurmálskennslu þeirra sem hafa táknmál að móðurmáli en einnig kennslu og námsefni fyrir þá sem læra táknmál sem annað mál, hvort sem um er að ræða fjölskyldur heyrnarlausra, táknmálstúlkanema eða bara áhugamenn um tungumál. Mállýsingar eru einnig mikilvæg heimild um mál og menningu hópanna sem málið tala en lítið er til af heimildum um mál og menningu flestra táknmálssamfélaga, merkilegur menningararfur sem alls ekki má týnast. Fyrrnefndir leiðarvísar eru því gott dæmi um það hvernig rannsóknir á sviði hugvísinda hafa hagnýtt gildi á fjölbreyttan hátt.Stuðla að samvinnu og skilningi Opinber skrá yfir táknmál heimsins telur þau 138 en þau eru líklega töluvert fleiri þar sem aðeins lítill hluti þeirra hefur verið rannsakaður og mörg eru líklega enn óþekkt utan samfélaganna sem þau tala. Þessi 138 táknmál fyrirfinnast vítt og breitt um allan heiminn, frá Íslandi til Ástralíu og frá Malasíu til Venesúela svo eitthvað sé nefnt. Það er í raun undarleg staðreynd hversu lík að uppbyggingu þau táknmál sem rannsökuð hafa verið eru, dreifing þeirra og ólík menningarsamfélög fá mann til að gera ráð fyrir því gagnstæða. En einmitt þessi staðreynd, að bygging þeirra er lík, auðveldar samvinnu fólks úr ólíkum málsamfélögum. Að lokum má minnast á þann gróða sem það að læra táknmálið getur fært hverjum og einum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það að læra táknmál er stórkostleg þjálfun fyrir heilann og getur auðveldað ýmsa skynjun auk þess að hafa jákvæð áhrif á minni fólks. Táknmál gera því meira en að stuðla að jafnrétti, þau virkja líka heilann og stuðla að samvinnu og skilningi þvert á landamæri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun