Golf

Arnold Palmer látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfðingjarnir Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Gary Player saman á Masters í fyrra.
Höfðingjarnir Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Gary Player saman á Masters í fyrra. vísir/getty
Golfgoðsögnin Arnold Palmer er látinn 87 ára gamall. Golf Digest greinir frá þessu en Palmer var einn vinsælasti kylfingur sögunnar og í raun fyrsta stjarna íþróttarinnar eftir að sjónvarpið kom til sögunnar.

Palmer varð atvinnumaður í íþróttinni árið 1954 þá 25 ára gamall. Hann vann 62 sigra á PGA mótaröðinni auk þess að vinna fjórum sinnum sigur á Masters mótinu, tvisvar á Opna breska og einu sinni Opna bandaríska. 

Hann var tekinn inn í frægðarhöll kylfinga árið 1974 og annálaður fyrir hógværð og fagmennsku.

Palmer þénaði vel á drykk sem hann fann upp og nefndi í höfuðið á sjálfum sér. Nánar um það hér að neðan.


 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×