Um skilningsleysi í málefnum myndlistar Hlynur Helgason skrifar 26. september 2016 09:59 Um miðjan september átti sér stað sérstæð og fáheyrð umræða um Listasafn Íslands og fjárhag þess. Umræðan hófst með viðtali í Fréttablaðinu við Birtu Guðjónsdóttur forstöðumann sýningardeildar Listasafnsins í tilefni sýningar sem verið var að opna þar. Í viðtalinu lýsti Birta vonbrigðum sínum með metnaðarleysi stjórnvalda við að styðja við safnið og byggja það upp. Þar notaði hún stór orð um stjórnvöld og sakaði þau um ‘plebbaskap’ og ‘meðvitað skeytingarleysi’. Þetta var tilefni þess að aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Sirrý Hallgrímsdóttir, sá sig tilneydda til að svara meintum ávirðingum Birtu. Hún skrifaði grein í Fréttablaðið um að núverandi stjórnvöld hefðu síður en svo staðið sig illa í að fjármagna menningarmál. Þar spyr hún: „En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum?“ Í kjölfarið vísar hún í fjárlög um aukinn stuðning við menningarmál almennt til að sýna fram á að þau hafi ekki borið skarðan hlut frá borði. Þar nefnir hún að framlög til Listasafns Íslands hafi aukist um 45% frá 2010 og ýjar að því að Myndlistarsjóður sem stofnaður var 2013 veiti auknu fé til málefna myndlistar. Myndlistarsjóður var stofnaður með lögum árið 2012. Í upphafi var fjármagn sem sjóðnum var ætlað 45 milljónir á ári, sem samsvarar rúmri 51 milljón í dag. Þetta var að mestu fé sem áður hafði verið veitt til málefna myndlistar á annan hátt og því að litlu leyti um nýjar fjárveitingar að ræða. Eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum var sjóðurinn skorinn niður um tæpan helming, niður í 25 milljónir. Í ár er fjárveiting til sjóðsins einugis 35 milljónir, eða 10 milljónum minna en í upphafi. Til að sjóðurinn stæði jafnfætis því sem hann var 2013 vantar 16 milljónir upp á. Niðurskurðurinn á Myndlistarsjóði frá 2013 til 2016 er því um 32%. Fram til ársins 2008 voru fjárveitingar Listasafns Íslands almennt auknar á hverju ári. Það ár var tæpum 155 milljónum varið til safnsins, um 235 milljónir króna á núvirði. Þessar fjárveitingar voru skertar umtalsvert til ársins 2011. Heildarskerðingin nam rúmum 20% sem er afar mikið fyrir litla stofnun með háan fastakostnað. Frá 2012 hafa fjárveitingar verið auknar lítillega á hverju ári. Árið 2016 er fjárveiting til safnsins um 236 milljónir, um það bil sú sama og árið 2008. Á þessum tíma hefur starfsemi safnsins aukist til muna, m.a. með yfirtöku á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og með stofnun Vasulka-stofu um stórmerka arkívu Steinu og Woody Vasulka. Varlega áætlað má því telja að fjármagn til kjarnastarfsemi Listasafnsins sé nú um 10% minna en það var árið 2008. Það er þetta ástand og skilningsleysi á málefnum myndlistar sem Birta harmar í viðtalinu í Fréttablaðinu. Til samanburðar hefur hún sambærilegar stofnanir á Norðurlöndum þar sem metnaður og fjárveitingar eru mun meiri en hér á landi. ARoS, listasafnið í Árósum í Danmörku, er gott dæmi um það. Það á sér um margt hliðstæða sögu og Listasafn Íslands en möguleikar þess til þróunar hafa verið allt aðrir á þessari öld. Ný bygging, 10 hæða með 7000 fermetra sýningarrými, var tekin í notkun árið 2004 og hefur safnið dregið að sér mikla athygli og mikinn fjölda ferðamanna síðan þá. Listaverk Ólafs Elíassonar, Regnboginn , á þaki safnsins kostaði tæpa 3 milljarða, rúmlega tvöfalt meira en stofnkostnaður við núverandi byggingu Listasafns Íslands. Fjárveitingar til safnsins eru nálægt því þrefaldar á við fjárveitingar til Listasafns Íslands. Íbúar í Árósum og nágrenni eru um 330 þúsund sem samsvarar íbúafjölda Íslands. Það er eðlilegt að Birtu þyki samanburðurinn Íslendingum í óhag þegar safn á landsbyggðinni í Danmörku er svo mikið betur sett en höfuðsafn Íslendinga. Rifjum upp spurningar Sirrýjar, aðstoðarmanns mennta- og menningarmálaráðherra: „En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum?“ Þegar málið er skoðað er ljóst að svara verður báðum spurningum hennar játandi. Í viðtalinu við Birtu var áherslan á myndlist en ekki menningarmál almennt. Þegar myndlistin er skoðuð sérstaklega kemur í ljós að sá hluti menningarmála hefur borið skarðan hlut frá borði. Fjármagn til Listasafnsins hefur síður en svo aukist frá því fyrir kreppu, þrátt fyrir auknar skyldur sem lagðar hafa verið á það. Ef safnið ætti að standast erlendan samanburð þyrfti að efla ‘landrisið’ til mikilla muna. Hér skal ótalið látið hvort skilningsleysi stjórnvalda í málefnum myndlistar séu til vitnis um ‘plebbaskap og meðvitað skeytingarleysi’, eins og Birta orðar það í viðtalinu. Hins vegar er ljóst að við fjárveitingar til Listasafns Íslands og annarra verkefna á sviði myndlistar er metnaður stjórnvalda ‘rislítill’ og skilningur takmarkaður. Sinnuleysi í þessum málum sem Birta bendir réttilega á gæti leitt til þess að við Íslendingar missum af ómældum tækifærum á fjölbreyttu sviði menningar, tækifærum sem framsýn yfirvöld eins og þau í Árósum hafa fyrir löngu gripið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Um plebbaskap og fleira Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. 21. september 2016 07:00 Við eigum í stríði um menninguna Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri við Listasafn Íslands, segir hagræn áhrif menningar útrætt mál og að nú standi aðeins eftir það sem ekki er hægt að kalla annað en meðvitað skeytingarleysi. 17. september 2016 10:00 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Um miðjan september átti sér stað sérstæð og fáheyrð umræða um Listasafn Íslands og fjárhag þess. Umræðan hófst með viðtali í Fréttablaðinu við Birtu Guðjónsdóttur forstöðumann sýningardeildar Listasafnsins í tilefni sýningar sem verið var að opna þar. Í viðtalinu lýsti Birta vonbrigðum sínum með metnaðarleysi stjórnvalda við að styðja við safnið og byggja það upp. Þar notaði hún stór orð um stjórnvöld og sakaði þau um ‘plebbaskap’ og ‘meðvitað skeytingarleysi’. Þetta var tilefni þess að aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Sirrý Hallgrímsdóttir, sá sig tilneydda til að svara meintum ávirðingum Birtu. Hún skrifaði grein í Fréttablaðið um að núverandi stjórnvöld hefðu síður en svo staðið sig illa í að fjármagna menningarmál. Þar spyr hún: „En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum?“ Í kjölfarið vísar hún í fjárlög um aukinn stuðning við menningarmál almennt til að sýna fram á að þau hafi ekki borið skarðan hlut frá borði. Þar nefnir hún að framlög til Listasafns Íslands hafi aukist um 45% frá 2010 og ýjar að því að Myndlistarsjóður sem stofnaður var 2013 veiti auknu fé til málefna myndlistar. Myndlistarsjóður var stofnaður með lögum árið 2012. Í upphafi var fjármagn sem sjóðnum var ætlað 45 milljónir á ári, sem samsvarar rúmri 51 milljón í dag. Þetta var að mestu fé sem áður hafði verið veitt til málefna myndlistar á annan hátt og því að litlu leyti um nýjar fjárveitingar að ræða. Eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum var sjóðurinn skorinn niður um tæpan helming, niður í 25 milljónir. Í ár er fjárveiting til sjóðsins einugis 35 milljónir, eða 10 milljónum minna en í upphafi. Til að sjóðurinn stæði jafnfætis því sem hann var 2013 vantar 16 milljónir upp á. Niðurskurðurinn á Myndlistarsjóði frá 2013 til 2016 er því um 32%. Fram til ársins 2008 voru fjárveitingar Listasafns Íslands almennt auknar á hverju ári. Það ár var tæpum 155 milljónum varið til safnsins, um 235 milljónir króna á núvirði. Þessar fjárveitingar voru skertar umtalsvert til ársins 2011. Heildarskerðingin nam rúmum 20% sem er afar mikið fyrir litla stofnun með háan fastakostnað. Frá 2012 hafa fjárveitingar verið auknar lítillega á hverju ári. Árið 2016 er fjárveiting til safnsins um 236 milljónir, um það bil sú sama og árið 2008. Á þessum tíma hefur starfsemi safnsins aukist til muna, m.a. með yfirtöku á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og með stofnun Vasulka-stofu um stórmerka arkívu Steinu og Woody Vasulka. Varlega áætlað má því telja að fjármagn til kjarnastarfsemi Listasafnsins sé nú um 10% minna en það var árið 2008. Það er þetta ástand og skilningsleysi á málefnum myndlistar sem Birta harmar í viðtalinu í Fréttablaðinu. Til samanburðar hefur hún sambærilegar stofnanir á Norðurlöndum þar sem metnaður og fjárveitingar eru mun meiri en hér á landi. ARoS, listasafnið í Árósum í Danmörku, er gott dæmi um það. Það á sér um margt hliðstæða sögu og Listasafn Íslands en möguleikar þess til þróunar hafa verið allt aðrir á þessari öld. Ný bygging, 10 hæða með 7000 fermetra sýningarrými, var tekin í notkun árið 2004 og hefur safnið dregið að sér mikla athygli og mikinn fjölda ferðamanna síðan þá. Listaverk Ólafs Elíassonar, Regnboginn , á þaki safnsins kostaði tæpa 3 milljarða, rúmlega tvöfalt meira en stofnkostnaður við núverandi byggingu Listasafns Íslands. Fjárveitingar til safnsins eru nálægt því þrefaldar á við fjárveitingar til Listasafns Íslands. Íbúar í Árósum og nágrenni eru um 330 þúsund sem samsvarar íbúafjölda Íslands. Það er eðlilegt að Birtu þyki samanburðurinn Íslendingum í óhag þegar safn á landsbyggðinni í Danmörku er svo mikið betur sett en höfuðsafn Íslendinga. Rifjum upp spurningar Sirrýjar, aðstoðarmanns mennta- og menningarmálaráðherra: „En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum?“ Þegar málið er skoðað er ljóst að svara verður báðum spurningum hennar játandi. Í viðtalinu við Birtu var áherslan á myndlist en ekki menningarmál almennt. Þegar myndlistin er skoðuð sérstaklega kemur í ljós að sá hluti menningarmála hefur borið skarðan hlut frá borði. Fjármagn til Listasafnsins hefur síður en svo aukist frá því fyrir kreppu, þrátt fyrir auknar skyldur sem lagðar hafa verið á það. Ef safnið ætti að standast erlendan samanburð þyrfti að efla ‘landrisið’ til mikilla muna. Hér skal ótalið látið hvort skilningsleysi stjórnvalda í málefnum myndlistar séu til vitnis um ‘plebbaskap og meðvitað skeytingarleysi’, eins og Birta orðar það í viðtalinu. Hins vegar er ljóst að við fjárveitingar til Listasafns Íslands og annarra verkefna á sviði myndlistar er metnaður stjórnvalda ‘rislítill’ og skilningur takmarkaður. Sinnuleysi í þessum málum sem Birta bendir réttilega á gæti leitt til þess að við Íslendingar missum af ómældum tækifærum á fjölbreyttu sviði menningar, tækifærum sem framsýn yfirvöld eins og þau í Árósum hafa fyrir löngu gripið.
Um plebbaskap og fleira Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. 21. september 2016 07:00
Við eigum í stríði um menninguna Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri við Listasafn Íslands, segir hagræn áhrif menningar útrætt mál og að nú standi aðeins eftir það sem ekki er hægt að kalla annað en meðvitað skeytingarleysi. 17. september 2016 10:00
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun