Kennslukonan og athugasemdirnar Hulda María Magnúsdóttir skrifar 26. september 2016 10:01 Ég er kennslukona í grunnskóla í Reykjavík. Á þessum tæpu 10 árum sem ég kennt hef ég tekið eftir því að það eru þrjár athugasemdir sem ég fæ langmest af þegar ég segi frá því hvað ég vinn við. „Þú ert nú alltaf í fríi!“ Það er rétt. Miðað við þetta mánaðarlanga páskafrí, þriggja mánaða jólafrí og sex mánaða sumarfrí er mesta furða hverju við kennarar komum í verk þegar við loksins mætum í vinnuna. Þetta er orðið staðlaða svarið mitt, að ýkja hlutina bara nógu mikið því ég nenni ekki lengur að rökræða við fólk. Já, ég fæ aðeins lengra jólafrí og páskafrí en ég vinn það líka af mér á veturna (stöðluð vinnuvika kennara er 42,86 tímar en greitt fyrir 40). Hvað sumarfríið varðar þá eyða kennarar ákveðið mörgum tímum í endurmenntun á sumrin auk þess sem kennarar eru lengur í skólanum en nemendur, bæði að vori og hausti. En þetta nennir kona ekkert að þylja upp í fjölskylduboðum eða á förnum vegi, þá er ýkta svarið bara einfaldara. „Þið eruð alltaf í verkfalli!“ Einmitt. Ég var nú í haust að hefja mitt 10. ár í kennslu og ég hef aldrei farið í verkfall. Einn vinnustöðvunardagur er allt og sumt (og hann skipulagði ég reyndar sjálf). Ég velti fyrir mér hvaðan þessi tilfinning fólks komi, að kennarar séu alltaf í verkfalli. Það eru komin 12 ár frá síðasta verkfalli grunnskólakennara en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því hvað tíminn líður hratt. Ég velti fyrir mér hvort þeir sem lýsa fyrir mér hvað þeir muna vel eftir öllu „veseninu“ sem þeir lentu í með börnin sín í síðasta verkfalli muni jafn glögglega hvað kennari barnsins á þeim tíma hét. Hvaða verkefni barnið kom með heim. Hvað barnið lærði þennan vetur eftir að verkfallið leystist. Það er nefnilega óttaleg lenska að muna eftir því sem var vesen en ekki endilega því sem var gott. „Vá, ég gæti aldrei gert það sem þú ert að gera, er þetta ekki erfitt?!“ Já og nei. Auðvitað er þetta enginn dans á rósum, ég veit ekki um neitt starf þar sem fólk er fullkomlega hundrað prósent sátt við nákvæmlega allt. Það er stanslaust álag og áreiti og uppákomur. En það er líka gleði og árangur og framfarir. Kennslan felst ekki bara í málfræði og algebru, líffræði og staðreyndum (þó slíkt eigi sannarlega sinn stað af ástæðu). Ég hef átt frábærar umræður um alls konar mál, frá Íslendingasögum til innflytjendamála, frá átröskunum til rasisma, um tilgang íslenskrar málfræði, skólaskyldu, listinn er endalaus. Ég hef séð gleði í augum nemenda þegar þeim tekst að ná markmiðum sínum og tilfinningin að vita að maður hjálpaði til er engu lík. Ég á alls konar gjafir sem nemendur hafa lagt metnað í að velja. (Ég fékk meira að segja bikar síðasta vor!). Ég tala alltaf um „börnin mín“ þegar ég tala um umsjónarbekkina mína því mér finnst ég í alvörunni eiga eitthvað í þessum börnum. „Þið eruð að ala upp börnin okkar og eigið að fá almennilega borgað fyrir það!“ Þetta sagði stelpa við mig í klósettröðinni á ónefndnum skemmtistað í borginni. „Það er bara glatað að það sé ekki verið að borga kennurum almennileg laun, ég meina, þetta er svo mikilvægt!“ Ég tók reyndar ekki undir að ég væri að ala upp börnin, það er meira í höndum foreldra, en vissulega hjálpa kennarar til. Hitt gat ég hins vegar tekið vel undir, ég á að fá almennilega borgað fyrir vinnuna mína. Nýliðun í stéttinni er áhyggjuefni og kennaranemar hafa nú stofnað hóp á facebook þar sem þeir segjast ekki ætla að snúa sér að kennslu að útskrift lokinni fyrir þessi laun. Kennarar hafa í tvígang fellt kjarasamninga þó sveitarfélögin segist hafa teygt sig eins langt og þau geta. Og hvað þá? Ég viðurkenni það að ég er ekki í þessu starfi fyrir launin, þá hefði ég löngu verið búin að snúa mér að einhverju öðru. En það lifir enginn á kölluninni einni saman. Að mínu mati þurfa sveitarfélögin (og stjórnvöld í heildina) einfaldlega að girða sig í brók og ákveða hvernig skólakerfi þau vilja hafa á Íslandi. Við eigum flott kerfi með frábæru fagfólki akkúrat þessa stundina. En ekkert kerfi stendur uppi án viðhalds og okkar kerfi riðar til falls ef heldur sem horfir. Þegar álagið er stöðugt meira en ávinningurinn þá lætur eitthvað undan að lokum. Borgarstjórinn í Reykjavík sagði í viðtali um daginn að hjarta þeirra sem standa að þessum málum í borginni slái fyrir menntamálin. Eitthvað er púlsinn orðinn veikur og kerfið þarf að fá gott stuð svo það fari að pumpa aftur af fullum krafti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég er kennslukona í grunnskóla í Reykjavík. Á þessum tæpu 10 árum sem ég kennt hef ég tekið eftir því að það eru þrjár athugasemdir sem ég fæ langmest af þegar ég segi frá því hvað ég vinn við. „Þú ert nú alltaf í fríi!“ Það er rétt. Miðað við þetta mánaðarlanga páskafrí, þriggja mánaða jólafrí og sex mánaða sumarfrí er mesta furða hverju við kennarar komum í verk þegar við loksins mætum í vinnuna. Þetta er orðið staðlaða svarið mitt, að ýkja hlutina bara nógu mikið því ég nenni ekki lengur að rökræða við fólk. Já, ég fæ aðeins lengra jólafrí og páskafrí en ég vinn það líka af mér á veturna (stöðluð vinnuvika kennara er 42,86 tímar en greitt fyrir 40). Hvað sumarfríið varðar þá eyða kennarar ákveðið mörgum tímum í endurmenntun á sumrin auk þess sem kennarar eru lengur í skólanum en nemendur, bæði að vori og hausti. En þetta nennir kona ekkert að þylja upp í fjölskylduboðum eða á förnum vegi, þá er ýkta svarið bara einfaldara. „Þið eruð alltaf í verkfalli!“ Einmitt. Ég var nú í haust að hefja mitt 10. ár í kennslu og ég hef aldrei farið í verkfall. Einn vinnustöðvunardagur er allt og sumt (og hann skipulagði ég reyndar sjálf). Ég velti fyrir mér hvaðan þessi tilfinning fólks komi, að kennarar séu alltaf í verkfalli. Það eru komin 12 ár frá síðasta verkfalli grunnskólakennara en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því hvað tíminn líður hratt. Ég velti fyrir mér hvort þeir sem lýsa fyrir mér hvað þeir muna vel eftir öllu „veseninu“ sem þeir lentu í með börnin sín í síðasta verkfalli muni jafn glögglega hvað kennari barnsins á þeim tíma hét. Hvaða verkefni barnið kom með heim. Hvað barnið lærði þennan vetur eftir að verkfallið leystist. Það er nefnilega óttaleg lenska að muna eftir því sem var vesen en ekki endilega því sem var gott. „Vá, ég gæti aldrei gert það sem þú ert að gera, er þetta ekki erfitt?!“ Já og nei. Auðvitað er þetta enginn dans á rósum, ég veit ekki um neitt starf þar sem fólk er fullkomlega hundrað prósent sátt við nákvæmlega allt. Það er stanslaust álag og áreiti og uppákomur. En það er líka gleði og árangur og framfarir. Kennslan felst ekki bara í málfræði og algebru, líffræði og staðreyndum (þó slíkt eigi sannarlega sinn stað af ástæðu). Ég hef átt frábærar umræður um alls konar mál, frá Íslendingasögum til innflytjendamála, frá átröskunum til rasisma, um tilgang íslenskrar málfræði, skólaskyldu, listinn er endalaus. Ég hef séð gleði í augum nemenda þegar þeim tekst að ná markmiðum sínum og tilfinningin að vita að maður hjálpaði til er engu lík. Ég á alls konar gjafir sem nemendur hafa lagt metnað í að velja. (Ég fékk meira að segja bikar síðasta vor!). Ég tala alltaf um „börnin mín“ þegar ég tala um umsjónarbekkina mína því mér finnst ég í alvörunni eiga eitthvað í þessum börnum. „Þið eruð að ala upp börnin okkar og eigið að fá almennilega borgað fyrir það!“ Þetta sagði stelpa við mig í klósettröðinni á ónefndnum skemmtistað í borginni. „Það er bara glatað að það sé ekki verið að borga kennurum almennileg laun, ég meina, þetta er svo mikilvægt!“ Ég tók reyndar ekki undir að ég væri að ala upp börnin, það er meira í höndum foreldra, en vissulega hjálpa kennarar til. Hitt gat ég hins vegar tekið vel undir, ég á að fá almennilega borgað fyrir vinnuna mína. Nýliðun í stéttinni er áhyggjuefni og kennaranemar hafa nú stofnað hóp á facebook þar sem þeir segjast ekki ætla að snúa sér að kennslu að útskrift lokinni fyrir þessi laun. Kennarar hafa í tvígang fellt kjarasamninga þó sveitarfélögin segist hafa teygt sig eins langt og þau geta. Og hvað þá? Ég viðurkenni það að ég er ekki í þessu starfi fyrir launin, þá hefði ég löngu verið búin að snúa mér að einhverju öðru. En það lifir enginn á kölluninni einni saman. Að mínu mati þurfa sveitarfélögin (og stjórnvöld í heildina) einfaldlega að girða sig í brók og ákveða hvernig skólakerfi þau vilja hafa á Íslandi. Við eigum flott kerfi með frábæru fagfólki akkúrat þessa stundina. En ekkert kerfi stendur uppi án viðhalds og okkar kerfi riðar til falls ef heldur sem horfir. Þegar álagið er stöðugt meira en ávinningurinn þá lætur eitthvað undan að lokum. Borgarstjórinn í Reykjavík sagði í viðtali um daginn að hjarta þeirra sem standa að þessum málum í borginni slái fyrir menntamálin. Eitthvað er púlsinn orðinn veikur og kerfið þarf að fá gott stuð svo það fari að pumpa aftur af fullum krafti.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun