183 þúsund krónur Guðjón S. Brjánsson skrifar 28. september 2016 07:00 Undanfarnar tvær vikur hef ég farið um og hitt margt fólk á öllum aldri, dugmikið fólk, ýmist í starfi, á eftirlaunum eða einstaklinga með skerta starfsorku. Ég er stjórnandi á allstórri heilbrigðisstofnun og fylgist með lífi og viðgangi minna starfsmanna eftir föngum og ekki síst launakjörum. Mér hefur lengi verið ljóst að kjör almenns starfsfólks samkvæmt samningum eru ósanngjörn. Svigrúm sem stofnunum er búið til að bæta hér úr er nákvæmlega ekkert. Margar þeirra eru starfræktar með verulegu rekstrartapi um þessar mundir og eiga fullt í fangi með að tryggja nauðsynleg aðföng. Ég hef í nokkrum tilvikum hitt einstaklinga sem reiða sig á almannatryggingar sér til framfærslu, bæði eldri og yngri. Það hefur verið sérstök raun að hlýða á ungt fólk greina frá kjörum sínum, að hafa til ráðstöfunar ríflega 180 þúsund krónur á mánuði, búa við leigukjör sem nema e.t.v. um 100 þúsund krónum, jafnvel með börn á heimili, lyfjakostnað, matarinnkaup og aðra lágmarksframfærslu. Ég get ekki annað en fyllst aðdáun en um leið orðið sorgmæddur yfir þeim úrræðum sem þessir einstaklingar þurfa að nota til að ná endum saman. Í mörgum tilvikum verður þrautalendingin aðstoð frá hjálparstofnunum sem hlaupa undir bagga. Með fullri virðingu fyrir góðu starfi mannúðarsamtaka, þá er það svartur blettur í velferðarsamfélagi, að hundruðum einstaklinga sé búið þetta hlutskipti. Það stríðir gegn stjórnmálastefnu jafnaðarmanna, og meðal þessa fólks taka jafnaðarmenn sér stöðu: Með þeim sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Með þeim sem lægst hafa launin á almennum vinnumarkaði og eiga í miklum erfiðleikum með að sjá sér farborða. Með þeim sem lokið hafa starfsdegi og búa við óréttlátar skerðingar og tekjutengingar á eftirlaunum. Með þeim sem búa við takmarkaða starfsorku og njóta ekki sanngirni til sómasamlegs lífs. Sýn jafnaðarmanna þarf að verða ofan á svo að raunverulegar úrbætur fáist.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðvestur Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hef ég farið um og hitt margt fólk á öllum aldri, dugmikið fólk, ýmist í starfi, á eftirlaunum eða einstaklinga með skerta starfsorku. Ég er stjórnandi á allstórri heilbrigðisstofnun og fylgist með lífi og viðgangi minna starfsmanna eftir föngum og ekki síst launakjörum. Mér hefur lengi verið ljóst að kjör almenns starfsfólks samkvæmt samningum eru ósanngjörn. Svigrúm sem stofnunum er búið til að bæta hér úr er nákvæmlega ekkert. Margar þeirra eru starfræktar með verulegu rekstrartapi um þessar mundir og eiga fullt í fangi með að tryggja nauðsynleg aðföng. Ég hef í nokkrum tilvikum hitt einstaklinga sem reiða sig á almannatryggingar sér til framfærslu, bæði eldri og yngri. Það hefur verið sérstök raun að hlýða á ungt fólk greina frá kjörum sínum, að hafa til ráðstöfunar ríflega 180 þúsund krónur á mánuði, búa við leigukjör sem nema e.t.v. um 100 þúsund krónum, jafnvel með börn á heimili, lyfjakostnað, matarinnkaup og aðra lágmarksframfærslu. Ég get ekki annað en fyllst aðdáun en um leið orðið sorgmæddur yfir þeim úrræðum sem þessir einstaklingar þurfa að nota til að ná endum saman. Í mörgum tilvikum verður þrautalendingin aðstoð frá hjálparstofnunum sem hlaupa undir bagga. Með fullri virðingu fyrir góðu starfi mannúðarsamtaka, þá er það svartur blettur í velferðarsamfélagi, að hundruðum einstaklinga sé búið þetta hlutskipti. Það stríðir gegn stjórnmálastefnu jafnaðarmanna, og meðal þessa fólks taka jafnaðarmenn sér stöðu: Með þeim sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Með þeim sem lægst hafa launin á almennum vinnumarkaði og eiga í miklum erfiðleikum með að sjá sér farborða. Með þeim sem lokið hafa starfsdegi og búa við óréttlátar skerðingar og tekjutengingar á eftirlaunum. Með þeim sem búa við takmarkaða starfsorku og njóta ekki sanngirni til sómasamlegs lífs. Sýn jafnaðarmanna þarf að verða ofan á svo að raunverulegar úrbætur fáist.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar