Jeep Grand Cherokee með 707 hestafla vél Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2016 09:27 Jeep Grand Cherokee Trackhawk. Sést hefur til prófana á Jeep Grand Cherokee “Trackhawk” með Hellcat vélina sem einnig má finna í Dodge Challenger og Charger bílunum, en hún er 707 hestöfl. Með þessari vél er um að ræða öflugasta fjöldaframleidda jeppa heims og slær hann ríflega við jeppum eins og Mercedes Benz GLE 63, BMW X5 M, Bentley Bentayga og Audi SQ7 hvað afl varðar. Hellcat vélin er 6,2 lítra V8, búin stórum keflablásara og togar 880 Nm. Með svo öfluga vél undir húddinu þarf ýmislegt annað að breytast í Jeep Grand Cherokee og er hann með öflugri bremsur, stærri loftinntök og púst, betra fjöðrunarkerfi og mörgu öðru hefur þurft að breyta. Öflugasta gerð Jeep Grand Cherokee fram að þessari “Trackhawk” gerð hans var SRT útgáfan sem er með 475 hestafla 6,4 lítra HEMI vél. Með Hellcat vélinni er því stokkið um 232 hestöfl uppávið og munar um minna. Frá herbúðum Jeep hefur heyrst að þessi öflugi jeppi verði kominn á markað eftir tæplega ár.Ýmsu hefur þurft að breyta í undirvagni bílsins með svo öfluga vél. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent
Sést hefur til prófana á Jeep Grand Cherokee “Trackhawk” með Hellcat vélina sem einnig má finna í Dodge Challenger og Charger bílunum, en hún er 707 hestöfl. Með þessari vél er um að ræða öflugasta fjöldaframleidda jeppa heims og slær hann ríflega við jeppum eins og Mercedes Benz GLE 63, BMW X5 M, Bentley Bentayga og Audi SQ7 hvað afl varðar. Hellcat vélin er 6,2 lítra V8, búin stórum keflablásara og togar 880 Nm. Með svo öfluga vél undir húddinu þarf ýmislegt annað að breytast í Jeep Grand Cherokee og er hann með öflugri bremsur, stærri loftinntök og púst, betra fjöðrunarkerfi og mörgu öðru hefur þurft að breyta. Öflugasta gerð Jeep Grand Cherokee fram að þessari “Trackhawk” gerð hans var SRT útgáfan sem er með 475 hestafla 6,4 lítra HEMI vél. Með Hellcat vélinni er því stokkið um 232 hestöfl uppávið og munar um minna. Frá herbúðum Jeep hefur heyrst að þessi öflugi jeppi verði kominn á markað eftir tæplega ár.Ýmsu hefur þurft að breyta í undirvagni bílsins með svo öfluga vél.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent