Hið smáa Logi Einarsson skrifar 29. september 2016 07:00 Hugsum okkur grafískan hönnuð á Kópaskeri, forritara á Húsavík og þýðanda á Breiðdalsvík. Fólk sem hefur fjárfest í góðri menntun, fylgt hjartanu við starfsval, er líklegt til að vinna í litlu fyrirtæki og getur, ef vel er haldið á spöðunum, starfað að hugðarefnum sínum hvar sem er á landinu. Örvun smáfyrirtækja hefur ótvíræða kosti; uppbyggingin er ódýr, áhættulítil, þarfnast lítillar yfirbyggingar og gerist hægt eða hratt, eftir smekk, vilja eða nauðsyn. Fólk getur starfað við það sem hugurinn girnist, fyllt líf sitt af meiri hamingju sem er gott fyrir fjölskyldulífið og smitar út í samfélagið. Með því að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu sem krefst ekki sérstakrar staðsetningar, með almennum aðgerðum sem gagnast alls staðar, ekki síst smáum fyrirtækjum, erum við líkleg til að styrkja byggðir landsins; reisa þeim öflugar stoðir og glæða lífi. Það er því skynsamlegt að búa slíkum fyrirtækjum hagstæðan rekstrargrundvöll. Til þess þarf að tryggja næga raforku um allt land og háhraða nettengingu. Þá þurfa hefðbundnar samgöngur að vera greiðar og öruggar. Loks er mikilvægt að lækka tryggingagjald, enda er það skattur sem er reiknaður út frá launakostnaði og bitnar því harðast á starfsemi sem byggist einkum á hugviti. Það er brýnt að hlúa vel að hinu fíngerða í gangverki atvinnulífsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Logi Einarsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hugsum okkur grafískan hönnuð á Kópaskeri, forritara á Húsavík og þýðanda á Breiðdalsvík. Fólk sem hefur fjárfest í góðri menntun, fylgt hjartanu við starfsval, er líklegt til að vinna í litlu fyrirtæki og getur, ef vel er haldið á spöðunum, starfað að hugðarefnum sínum hvar sem er á landinu. Örvun smáfyrirtækja hefur ótvíræða kosti; uppbyggingin er ódýr, áhættulítil, þarfnast lítillar yfirbyggingar og gerist hægt eða hratt, eftir smekk, vilja eða nauðsyn. Fólk getur starfað við það sem hugurinn girnist, fyllt líf sitt af meiri hamingju sem er gott fyrir fjölskyldulífið og smitar út í samfélagið. Með því að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu sem krefst ekki sérstakrar staðsetningar, með almennum aðgerðum sem gagnast alls staðar, ekki síst smáum fyrirtækjum, erum við líkleg til að styrkja byggðir landsins; reisa þeim öflugar stoðir og glæða lífi. Það er því skynsamlegt að búa slíkum fyrirtækjum hagstæðan rekstrargrundvöll. Til þess þarf að tryggja næga raforku um allt land og háhraða nettengingu. Þá þurfa hefðbundnar samgöngur að vera greiðar og öruggar. Loks er mikilvægt að lækka tryggingagjald, enda er það skattur sem er reiknaður út frá launakostnaði og bitnar því harðast á starfsemi sem byggist einkum á hugviti. Það er brýnt að hlúa vel að hinu fíngerða í gangverki atvinnulífsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar