Hyundai Santa Fe með 1.040 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 09:57 Hyundai "Santa Fast" ætti að komast fremur hratt úr sporunum með sín 1.040 hestöfl. Bisimoto sem þekkt er fyrir að breyta Hyundai bílum í orkubolta hefur nú kynnt Hyundai Santa Fe jeppa sem er með 1.040 hestafla vél. Bílinn kalla þeir reyndar “Santa Fast” og það hlýtur að vera réttnefni og þessi bíll ætti að komast nokkuð hratt úr sporunum. Í bílnum er 3,8 lítra V6 mótor frá Hyundai en Bisimoto hefur gerbreytt þessari vél og meðal annars bætt við tveimur stórum forþjöppum sem vinna á 39 psi þrýstingi. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu sem fengin er úr Hyundai Genesis Coupe R-Spec. Bremsurnar eru frá Buddy Club og dempararnir frá KW og þar er um að ræða coil-over fjöðrun. Bíllinn er með veltibúri og Momo keppnissætum, en flestöllu hefur verið breytt í þessum bíl. Ekki kemur fram hvernig nota á þennan öfluga bíl, en hann verður sýndur á SEMA bílasýningunni í Las Vegar sem hefst 1. nóvember. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Bisimoto sem þekkt er fyrir að breyta Hyundai bílum í orkubolta hefur nú kynnt Hyundai Santa Fe jeppa sem er með 1.040 hestafla vél. Bílinn kalla þeir reyndar “Santa Fast” og það hlýtur að vera réttnefni og þessi bíll ætti að komast nokkuð hratt úr sporunum. Í bílnum er 3,8 lítra V6 mótor frá Hyundai en Bisimoto hefur gerbreytt þessari vél og meðal annars bætt við tveimur stórum forþjöppum sem vinna á 39 psi þrýstingi. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu sem fengin er úr Hyundai Genesis Coupe R-Spec. Bremsurnar eru frá Buddy Club og dempararnir frá KW og þar er um að ræða coil-over fjöðrun. Bíllinn er með veltibúri og Momo keppnissætum, en flestöllu hefur verið breytt í þessum bíl. Ekki kemur fram hvernig nota á þennan öfluga bíl, en hann verður sýndur á SEMA bílasýningunni í Las Vegar sem hefst 1. nóvember.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent