Volkswagen kynnir rafmagnsbíl með 600 km drægni í París Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 11:14 Ef til vill verður Volkswagen BUDD-e Concept einn þeirra rafmagnsbíla sem standa mun á pöllunum í París. Volkswagen mun kynna rafmagnsbíl á bílasýningunni í París sem kemst 600 km á hverri hleðslu. Volkswagen telur að um mikinn tímamótabíl sé að ræða og jafnar honum við tilkomu Bjöllunnar og Golf á sínum tíma. Vænta má margra rafmagnsbíla frá Volkswagen á næstu árum en eftir dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust var stefnu fyrirtækisins breytt og mikil áhersla mun verða lögð á framleiðslu rafmagnsbíla. Volkswagen ætlar reyndar að kynna nokkra rafmagnsbíla í París og engan þeirra með minni drægni en 400 km. Það er meiri drægni en nýji Bolt rafmagnsbíllinn frá Chevrolet og talsvert meira en tilvonandi Tesla Model 3 bíll. Volkswagen hefur smíðað nýja gerð undirvagna fyrir rafmagnsbíla sína og munu þeir allir verða byggðir á sama undirvagni. Hætt er við því að rafmagnsbílar steli senunni á bílasýningunni í París, en þegar eru komnar margar fréttir af kynningu hinna ýmsu bílaframleiðenda á nýjum rafmagnsbílum. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Volkswagen mun kynna rafmagnsbíl á bílasýningunni í París sem kemst 600 km á hverri hleðslu. Volkswagen telur að um mikinn tímamótabíl sé að ræða og jafnar honum við tilkomu Bjöllunnar og Golf á sínum tíma. Vænta má margra rafmagnsbíla frá Volkswagen á næstu árum en eftir dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust var stefnu fyrirtækisins breytt og mikil áhersla mun verða lögð á framleiðslu rafmagnsbíla. Volkswagen ætlar reyndar að kynna nokkra rafmagnsbíla í París og engan þeirra með minni drægni en 400 km. Það er meiri drægni en nýji Bolt rafmagnsbíllinn frá Chevrolet og talsvert meira en tilvonandi Tesla Model 3 bíll. Volkswagen hefur smíðað nýja gerð undirvagna fyrir rafmagnsbíla sína og munu þeir allir verða byggðir á sama undirvagni. Hætt er við því að rafmagnsbílar steli senunni á bílasýningunni í París, en þegar eru komnar margar fréttir af kynningu hinna ýmsu bílaframleiðenda á nýjum rafmagnsbílum.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent