Þingið brást – þjóðin axli ábyrgð Ólafur Arnalds skrifar 19. september 2016 00:00 Búvörusamningurinn var nýverið samþykktur á Alþingi af 19 þingmönnum sem er innan við þriðjungur þingheims. Innan við helmingur þeirra greiddi atkvæði. Þingmenn skuldbundu þjóðina til um 150 milljarða greiðslna auk annars óbeins stuðnings; álögur upp á svona 250.000 kr. á hvert 4 manna heimili á ári. Til tíu ára! Málin gerast vart stærri. Undirritaður er ekkert á móti stuðningi við landbúnað í dreifbýlinu, en þessi samningur er beinlínis vondur. Hann er gamaldags sýn á byggðaþróun, hann er umhverfisfjandsamlegur og stuðlar að offramleiðslu og tekur ekki mið af breyttum aðstæðum í samfélaginu og mismunandi þörf fyrir slíkan stuðning út um landið. Nú eru yfir 30% sauðfjárframleiðslunnar flutt út og líkur á að það hlutfall hækki verulega. Auka á framleiðslu burtséð frá landkostum. Bændur geta meira að segja hafnað niðurstöðu á endurskoðun samningsins að þremur árum liðnum. Stjórnarandstöðuflokkarnir aðrir en Björt framtíð múruðu sig inn í „Gamla Ísland“ við þessa atkvæðagreiðslu. Græni flokkurinn guggnaði. Annar hafði ekki „mannskap til að kynna sér málið“, enda þótt það sé af stærðargráðu Icesave. Afstaða Samfylkingar er vægast sagt einkennileg, flokkur sem hefur barist gegn þessu kerfi í áratugi og koðnar svo niður þegar á hólminn er komið. Þær skýringar hafa birst að hér sé um að ræða hræðslu vegna atkvæða í dreifbýlinu sem vega tvöfalt á við atkvæði þéttbýlisbúanna. Ja hérna! Þessir flokkar geta vart brotist aftur úr viðjum „Gamla Íslands“ öðru vísi en með því að koma þessum samningi í þjóðaratkvæði, líkt og Icesave. Það opnar dyr fyrir aðra nálgun fyrir þessa samningagerð, sem ætti að fela í sér hlutlausa, víðtæka og opna skoðun á stöðu og þróun landbúnaðarins og dreifbýlis í heild. Alþingi axlaði ekki ábyrgð á búvörusamningnum, en almenningur, dreifbýlið og náttúra landsins sitja uppi með afleiðingarnar. Afgreiðsla Alþingis felur í sér ofbeldi gagnvart lýðræði í landinu. Vísum honum í þjóðaratkvæði!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Búvörusamningurinn var nýverið samþykktur á Alþingi af 19 þingmönnum sem er innan við þriðjungur þingheims. Innan við helmingur þeirra greiddi atkvæði. Þingmenn skuldbundu þjóðina til um 150 milljarða greiðslna auk annars óbeins stuðnings; álögur upp á svona 250.000 kr. á hvert 4 manna heimili á ári. Til tíu ára! Málin gerast vart stærri. Undirritaður er ekkert á móti stuðningi við landbúnað í dreifbýlinu, en þessi samningur er beinlínis vondur. Hann er gamaldags sýn á byggðaþróun, hann er umhverfisfjandsamlegur og stuðlar að offramleiðslu og tekur ekki mið af breyttum aðstæðum í samfélaginu og mismunandi þörf fyrir slíkan stuðning út um landið. Nú eru yfir 30% sauðfjárframleiðslunnar flutt út og líkur á að það hlutfall hækki verulega. Auka á framleiðslu burtséð frá landkostum. Bændur geta meira að segja hafnað niðurstöðu á endurskoðun samningsins að þremur árum liðnum. Stjórnarandstöðuflokkarnir aðrir en Björt framtíð múruðu sig inn í „Gamla Ísland“ við þessa atkvæðagreiðslu. Græni flokkurinn guggnaði. Annar hafði ekki „mannskap til að kynna sér málið“, enda þótt það sé af stærðargráðu Icesave. Afstaða Samfylkingar er vægast sagt einkennileg, flokkur sem hefur barist gegn þessu kerfi í áratugi og koðnar svo niður þegar á hólminn er komið. Þær skýringar hafa birst að hér sé um að ræða hræðslu vegna atkvæða í dreifbýlinu sem vega tvöfalt á við atkvæði þéttbýlisbúanna. Ja hérna! Þessir flokkar geta vart brotist aftur úr viðjum „Gamla Íslands“ öðru vísi en með því að koma þessum samningi í þjóðaratkvæði, líkt og Icesave. Það opnar dyr fyrir aðra nálgun fyrir þessa samningagerð, sem ætti að fela í sér hlutlausa, víðtæka og opna skoðun á stöðu og þróun landbúnaðarins og dreifbýlis í heild. Alþingi axlaði ekki ábyrgð á búvörusamningnum, en almenningur, dreifbýlið og náttúra landsins sitja uppi með afleiðingarnar. Afgreiðsla Alþingis felur í sér ofbeldi gagnvart lýðræði í landinu. Vísum honum í þjóðaratkvæði!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar