Tim Cook segir niðurstöðuna anga af pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2016 11:17 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple. Vísir/EPA Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir niðurstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um skattamál fyrirtækisins í Írlandi anga af pólitík og að hún sé ósanngjörn. Framkvæmdastjórninn úrskurðaði að Apple hefði fengið þrettán milljarða evra afslátt af skatti í Írlandi. Það samsvarar um 1.700 milljörðum króna. Tim Cook sagði það ekki rétt og í samtali við vefinn RTÉ.ie í Írlandi segist hann vongóður um að úrskurðinum verði snúið við í áfrýjunarferlinu. Framkvæmdastjórnin heldur því fram að vegna samkomulags Apple og stjórnvalda Írlands hafi Apple einungis greitt 0,005 prósent í skatta af hagnaði sínum í Evrópu árið 2014. Cook segir það kolrangt. Hann segir meðalskatt fyrirtækisins á heimsvísu vera 26,1 prósent. Þá benti hann á að árið 2014 hafi Apple greitt einn af hverjum 15 dollurum sem greiddir voru í skatt af fyrirtækjum í Írlandi. Fyrirtækið hafi verið stærsti skattgreiðandi Írlands árið 2014. Hann segir greiðslur þeirra hafa verið um 400 milljónir dala og skatturinn hafi verið 12, 5 prósent. Þá bendir hann á að þegar Apple gerði samkomulagið við Írland hafi fyrirtækið verið næstum því gjaldþrota og tilgangurinn hafi alls ekki verið að komast undan skatti. „Við höfum ekki gert neitt rangt og ekki heldur stjórnvöld Írlands.“Deilt um skattstofnaAFP fréttaveitan segir úrskurð framkvæmdastjórnarinnar varpa ljósi á þær 2,4 billjónir dala sem bandarísk fyrirtæki hafi komið undan skatti í skattaskjólum. Þeir peningar eru vænlegt skotmark ríkisstjórna um heim allan og þrátt fyrir að Bandaríkin geri tilkall til skattheimtu þeirra eru peningarnir að mestu komnir til frá tekjum bandarískra fyrirtækja í öðrum löndum. Fyrirtæki eins og Apple, Microsoft, General Electric og Pfizer eru hins vegar að bíða eftir því að yfirvöld í Bandaríkjunum lækki skatta á fyrirtæki. Yfirvöld í Bandarkjunum líta á úrskurð framkvæmdastjórnarinnar sem tilraun til að skattleggja tekjur sem Bandaríkin eigi rétt á. Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Sjá meira
Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir niðurstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um skattamál fyrirtækisins í Írlandi anga af pólitík og að hún sé ósanngjörn. Framkvæmdastjórninn úrskurðaði að Apple hefði fengið þrettán milljarða evra afslátt af skatti í Írlandi. Það samsvarar um 1.700 milljörðum króna. Tim Cook sagði það ekki rétt og í samtali við vefinn RTÉ.ie í Írlandi segist hann vongóður um að úrskurðinum verði snúið við í áfrýjunarferlinu. Framkvæmdastjórnin heldur því fram að vegna samkomulags Apple og stjórnvalda Írlands hafi Apple einungis greitt 0,005 prósent í skatta af hagnaði sínum í Evrópu árið 2014. Cook segir það kolrangt. Hann segir meðalskatt fyrirtækisins á heimsvísu vera 26,1 prósent. Þá benti hann á að árið 2014 hafi Apple greitt einn af hverjum 15 dollurum sem greiddir voru í skatt af fyrirtækjum í Írlandi. Fyrirtækið hafi verið stærsti skattgreiðandi Írlands árið 2014. Hann segir greiðslur þeirra hafa verið um 400 milljónir dala og skatturinn hafi verið 12, 5 prósent. Þá bendir hann á að þegar Apple gerði samkomulagið við Írland hafi fyrirtækið verið næstum því gjaldþrota og tilgangurinn hafi alls ekki verið að komast undan skatti. „Við höfum ekki gert neitt rangt og ekki heldur stjórnvöld Írlands.“Deilt um skattstofnaAFP fréttaveitan segir úrskurð framkvæmdastjórnarinnar varpa ljósi á þær 2,4 billjónir dala sem bandarísk fyrirtæki hafi komið undan skatti í skattaskjólum. Þeir peningar eru vænlegt skotmark ríkisstjórna um heim allan og þrátt fyrir að Bandaríkin geri tilkall til skattheimtu þeirra eru peningarnir að mestu komnir til frá tekjum bandarískra fyrirtækja í öðrum löndum. Fyrirtæki eins og Apple, Microsoft, General Electric og Pfizer eru hins vegar að bíða eftir því að yfirvöld í Bandaríkjunum lækki skatta á fyrirtæki. Yfirvöld í Bandarkjunum líta á úrskurð framkvæmdastjórnarinnar sem tilraun til að skattleggja tekjur sem Bandaríkin eigi rétt á.
Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent