Apple skipað að greiða þúsundir milljarða vegna ógreiddra skatta í Írlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2016 10:15 Sektin er ein sú stærsta í sögunni. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur úrskurðað að bandaríski tæknirisinn Apple þurfi að greiða írskum yfirvöldum allt 13 milljarða evra, um 1700 milljarða króna, vegna vangreiddra skatta þar í landi. Samkeppnisyfirvöld í ESB hafa undanfarin ár rannsakað skattgreiðslur Apple í Írlandi. Hefur fyrirtækið nýtt sér úrskurði írskra yfirvalda sem gerir Apple kleift að lágmarka skattgreiðslur sínar á Írlandi. Fyrirtækið nýtir sér þetta fyrirkomulag með því að beina stórum hluta tekna af alþjóðlegri sölu á vörum sínum í gegnum Írland. Framkvæmdastjórn ESB segir að fyrirkomulagið hafi gert það að verkum að Apple hafi greitt rúmlega eitt prósent af tekjum sínum í Evrópu í skatt árið 2003 og að árið 2014 hafi hlutfallið verið 0,005 prósent. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú úrskurðað að þetta jafngildi ríkisaðstoð af hálfu írska ríkisins sem hafi gert Apple, umfram önnur fyrirtæki, kleift að greiða umtalsvert lægri skatta á Írlandi en önnur fyrirtæki um árabil. Þetta sé ólöglegt samkvæmt lögum ESB sem heimila ekki að völdum fyrirtækjum séu veittar slíkar ívilnanir. Apple er verðmætasta fyrirtæki heimsins í dag en samkvæmt lista Forbes er fyrirtækið metið á um 525 milljarða dollara, um 61 þúsund milljarð króna. Apple ætti að hafa efni á skattgreiðslunum sem þeim hefur nú verið skipað að greiða til baka en talið er að fyrirtækið sitji á varasjóði sem nemur 200 milljörðum dollara, um 20 þúsund milljörðum króna. Búist er við að bæði Apple og írska ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB. Tækni Tengdar fréttir Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37 ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur úrskurðað að bandaríski tæknirisinn Apple þurfi að greiða írskum yfirvöldum allt 13 milljarða evra, um 1700 milljarða króna, vegna vangreiddra skatta þar í landi. Samkeppnisyfirvöld í ESB hafa undanfarin ár rannsakað skattgreiðslur Apple í Írlandi. Hefur fyrirtækið nýtt sér úrskurði írskra yfirvalda sem gerir Apple kleift að lágmarka skattgreiðslur sínar á Írlandi. Fyrirtækið nýtir sér þetta fyrirkomulag með því að beina stórum hluta tekna af alþjóðlegri sölu á vörum sínum í gegnum Írland. Framkvæmdastjórn ESB segir að fyrirkomulagið hafi gert það að verkum að Apple hafi greitt rúmlega eitt prósent af tekjum sínum í Evrópu í skatt árið 2003 og að árið 2014 hafi hlutfallið verið 0,005 prósent. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú úrskurðað að þetta jafngildi ríkisaðstoð af hálfu írska ríkisins sem hafi gert Apple, umfram önnur fyrirtæki, kleift að greiða umtalsvert lægri skatta á Írlandi en önnur fyrirtæki um árabil. Þetta sé ólöglegt samkvæmt lögum ESB sem heimila ekki að völdum fyrirtækjum séu veittar slíkar ívilnanir. Apple er verðmætasta fyrirtæki heimsins í dag en samkvæmt lista Forbes er fyrirtækið metið á um 525 milljarða dollara, um 61 þúsund milljarð króna. Apple ætti að hafa efni á skattgreiðslunum sem þeim hefur nú verið skipað að greiða til baka en talið er að fyrirtækið sitji á varasjóði sem nemur 200 milljörðum dollara, um 20 þúsund milljörðum króna. Búist er við að bæði Apple og írska ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB.
Tækni Tengdar fréttir Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37 ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37
ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45