Uppboð aflaheimilda á Íslandi – Byrjum á byrjuninni Sigurjón Þórðarson skrifar 8. september 2016 07:00 Á Íslandi ríkir gríðarleg mismunun á milli útgerða sem reka eigin fiskvinnslu og þeirra sem eru sjálfstæðar og landa fiski á markað. Sjálfstæðar útgerðir fá alla jafna helmingi hærra verð fyrir fisk á markaði, en þær sem landa afla inn í eigin vinnslu, á málamyndaverði sem ákveðið er af Verðlagsstofu skiptaverðs. Afleiðing þess er að útgerðir sem landa inn í eigin vinnslu greiða lægri laun til sjómanna og lægri hafnargjöld en hinar. Þessi munur hefur í för með sér gríðarlegan aðstöðumun hjá fiskvinnslum sem þurfa að kaupa sinn fisk á markaði á hærra verði en þær vinnslur sem eru í tengslum við útgerð. Tvöfalda verðlagningin opnar sömuleiðis greiða leið til þess að losa hagnað af vinnslunni í gegnum eigin sölufyrirtæki á erlendri grund; svokallaða „hækkun í hafi“ með skattaskjól sem ekki ólíklegan endapunkt. Það er með engu móti hægt að réttlæta núverandi skipan út frá samkeppnissjónarmiðum eða hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta. Mismununin hefur verið réttlætt með því að með fyrirkomulaginu sé hægt að gera langtímasamninga og tryggja afhendingaröryggi. Þessar fullyrðingar standast enga skoðun enda ekki gerðir fimm ára samningar um verð og afhendingu á frosnum karfaflökum, ekki frekar en á nautakjöti eða appelsínum. Með því að allur fiskur sé verðlagður á opnum frjálsum fiskmarkaði er verið að tryggja útgerðinni hæsta verð hverju sinni og ekki verið að taka eitt eða neitt frá neinum. Aðstöðumunur stærri fyrirtækja með eigin vinnslu hefur verið einn mesti hvatinn að hraðri og óæskilegri samþjöppun í sjávarútvegi á síðustu árum. Sanngjarnari verðlagning Áður en farið verður í uppboð á aflaheimildum, í ætt við það sem Færeyingar eru að gera tilraunir með, þá verður að vera búið að girða fyrir þennan mikla aðstöðumun og það verður aðeins gert með því að allur fiskur sé verðlagður á markaði. Ef ekki, þá er einsýnt að heimildirnar lenda aðeins hjá stærri útgerðunum sem reka fiskvinnslu samhliða. Eins þarf að tryggja miklu betur en nú er gert að sjómenn verði ekki látnir taka þátt í kostnaði útgerða við uppboð en lenskan hefur verið sú að ýmsum kostnaði hefur verið velt í meira mæli yfir á þá. Sanngjarnari verðlagning á fiski mun án efa leiða til bættrar stöðu hafna og launa sjómanna og þar af leiðandi auka skatttekjur ríkisins. Við breytinguna myndu tekjur hins opinbera aukast mun meira en sem næmi tvöföldun núverandi veiðigjalds og mun meira af arðinum dreifðist með heilbrigðari hætti um æðakerfi efnahagslífsins. Mjög auðvelt er að tryggja að almenningur fái stærri skerf af sjávarauðlindinni og að hún renni ekki einungis til örfárra eða jafnvel úr landi. Ef það á að gerast þá þarf að byrja á réttum enda sem er að allur fiskur sé verðlagður á markaði og það áður en farið er í flóknar útfærslur á uppboðum á veiðiheimildum. Dögun leggur því gríðarlega áherslu á að allur fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði en það tryggir hag sjómanna, einnig að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar en ekki er nokkur lifandi leið að stunda eitthvað sem kallast ofveiði með handfærum. Frelsið mun aðeins gera lífið skemmtilegra hringinn í kringum landið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir gríðarleg mismunun á milli útgerða sem reka eigin fiskvinnslu og þeirra sem eru sjálfstæðar og landa fiski á markað. Sjálfstæðar útgerðir fá alla jafna helmingi hærra verð fyrir fisk á markaði, en þær sem landa afla inn í eigin vinnslu, á málamyndaverði sem ákveðið er af Verðlagsstofu skiptaverðs. Afleiðing þess er að útgerðir sem landa inn í eigin vinnslu greiða lægri laun til sjómanna og lægri hafnargjöld en hinar. Þessi munur hefur í för með sér gríðarlegan aðstöðumun hjá fiskvinnslum sem þurfa að kaupa sinn fisk á markaði á hærra verði en þær vinnslur sem eru í tengslum við útgerð. Tvöfalda verðlagningin opnar sömuleiðis greiða leið til þess að losa hagnað af vinnslunni í gegnum eigin sölufyrirtæki á erlendri grund; svokallaða „hækkun í hafi“ með skattaskjól sem ekki ólíklegan endapunkt. Það er með engu móti hægt að réttlæta núverandi skipan út frá samkeppnissjónarmiðum eða hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta. Mismununin hefur verið réttlætt með því að með fyrirkomulaginu sé hægt að gera langtímasamninga og tryggja afhendingaröryggi. Þessar fullyrðingar standast enga skoðun enda ekki gerðir fimm ára samningar um verð og afhendingu á frosnum karfaflökum, ekki frekar en á nautakjöti eða appelsínum. Með því að allur fiskur sé verðlagður á opnum frjálsum fiskmarkaði er verið að tryggja útgerðinni hæsta verð hverju sinni og ekki verið að taka eitt eða neitt frá neinum. Aðstöðumunur stærri fyrirtækja með eigin vinnslu hefur verið einn mesti hvatinn að hraðri og óæskilegri samþjöppun í sjávarútvegi á síðustu árum. Sanngjarnari verðlagning Áður en farið verður í uppboð á aflaheimildum, í ætt við það sem Færeyingar eru að gera tilraunir með, þá verður að vera búið að girða fyrir þennan mikla aðstöðumun og það verður aðeins gert með því að allur fiskur sé verðlagður á markaði. Ef ekki, þá er einsýnt að heimildirnar lenda aðeins hjá stærri útgerðunum sem reka fiskvinnslu samhliða. Eins þarf að tryggja miklu betur en nú er gert að sjómenn verði ekki látnir taka þátt í kostnaði útgerða við uppboð en lenskan hefur verið sú að ýmsum kostnaði hefur verið velt í meira mæli yfir á þá. Sanngjarnari verðlagning á fiski mun án efa leiða til bættrar stöðu hafna og launa sjómanna og þar af leiðandi auka skatttekjur ríkisins. Við breytinguna myndu tekjur hins opinbera aukast mun meira en sem næmi tvöföldun núverandi veiðigjalds og mun meira af arðinum dreifðist með heilbrigðari hætti um æðakerfi efnahagslífsins. Mjög auðvelt er að tryggja að almenningur fái stærri skerf af sjávarauðlindinni og að hún renni ekki einungis til örfárra eða jafnvel úr landi. Ef það á að gerast þá þarf að byrja á réttum enda sem er að allur fiskur sé verðlagður á markaði og það áður en farið er í flóknar útfærslur á uppboðum á veiðiheimildum. Dögun leggur því gríðarlega áherslu á að allur fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði en það tryggir hag sjómanna, einnig að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar en ekki er nokkur lifandi leið að stunda eitthvað sem kallast ofveiði með handfærum. Frelsið mun aðeins gera lífið skemmtilegra hringinn í kringum landið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun