Hvers vegna Píratar? Heimir Örn Hólmarsson skrifar 9. september 2016 09:46 Ég var búinn að gefa upp drauminn minn á því að taka þátt í stjórnmálaflokkum fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, mismikið þó, en ég hef fengið að upplifa stemninguna innan þeirra. Upplifun mín af þessum flokkum var alltaf svipuð en hún einkenndist af valdabaráttu, óheilindum og græðgi. Birtingarmynd þessara þátta var reyndar ekki sú sama innan flokkanna en ég upplifði samt sem áður að þessi gildi voru viðhöfð innan allra þessara flokka. Einnig hefur maður orðið var við svipað mynstur af stjórnmálum í gegnum fjölmiðla. Þess vegna hafði ég ekki áhuga á að fara aftur inn í stjórnmálaflokk og taka þátt í flokksstarfi. Þrátt fyrir það lét ég undan þegar mágur minn fékk mig til að mæta á fund Pírata í vor. Þarna var fólk sem kom alls staðar að úr þjóðfélaginu og var að tala um málefni sem ég hef haft mikinn áhuga á í gegnum tíðina og mér leið virkilega vel. Eftir fundinn langaði mig í meira og ég fór að sækja fleiri fundi. Ég skildi ekki af hverju mér leið svona miklu betur innan Pírata en annarra flokka. Þegar ég var búinn að sækja all marga fundi fór ég að gera mér grein fyrir af hverju mér leið svona vel. Það voru ekki endilega málefnin sem var megin ástæðan fyrir vellíðan minni, heldur var það vegna þess að það var í raun velkomið að halda uppi rökræðum um ýmis málefni, það var enginn að sækjast eftir persónulegum frama, það vildu allir hjálpast að við að gera samfélag okkar betra fyrir alla, samhugurinn var mikill og síðast en ekki síst fann ég ekki fyrir óþægindunum sem ég hafði upplifað áður. Valdabaráttan, óheilindin og græðgin voru ekki til staðar. Píratar eru fólk, venjulegt og öflugt fólk, sem vill betra samfélag fyrir alla. Þau samfélagsmál sem mig langar að tala fyrir get ég gert innan Pírata. Allir geta tekið þátt í að marka stefnu Pírata svo framarlega sem þau mál samrýmast grunngildum Pírata. Píratar eru að vinna sína vinnu að heilindum og af hugsjón. Helgi Hrafn er skýrasta dæmið um þetta. Hann ætlar að stíga til hliðar til að leyfa öðrum að komast að á þingi og hann ætlar að koma inn í grasrótina til að styrkja hana, því þar gerast hlutirnir innan Pírata. Fólkið fær að ráða og þar stjórna engir sérhagsmunahópar flokknum. Píratar hafa alla burði til að breyta stjórnmálum á Íslandi enda mikil þörf á. Leyfum almennum þjóðfélagsþegnum sem hafa ekki verið aldir upp af stjórnmálaflokkum að komast á þing og starfa fyrir fólkið í landinu. Alþingismenn eru starfsmenn alþýðunnar og Píratar gera sér fyllilega grein fyrir því. Kjósum því talsmenn bætts lýðræðis og betra samfélags fyrir alla. Kjósum Pírata í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var búinn að gefa upp drauminn minn á því að taka þátt í stjórnmálaflokkum fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, mismikið þó, en ég hef fengið að upplifa stemninguna innan þeirra. Upplifun mín af þessum flokkum var alltaf svipuð en hún einkenndist af valdabaráttu, óheilindum og græðgi. Birtingarmynd þessara þátta var reyndar ekki sú sama innan flokkanna en ég upplifði samt sem áður að þessi gildi voru viðhöfð innan allra þessara flokka. Einnig hefur maður orðið var við svipað mynstur af stjórnmálum í gegnum fjölmiðla. Þess vegna hafði ég ekki áhuga á að fara aftur inn í stjórnmálaflokk og taka þátt í flokksstarfi. Þrátt fyrir það lét ég undan þegar mágur minn fékk mig til að mæta á fund Pírata í vor. Þarna var fólk sem kom alls staðar að úr þjóðfélaginu og var að tala um málefni sem ég hef haft mikinn áhuga á í gegnum tíðina og mér leið virkilega vel. Eftir fundinn langaði mig í meira og ég fór að sækja fleiri fundi. Ég skildi ekki af hverju mér leið svona miklu betur innan Pírata en annarra flokka. Þegar ég var búinn að sækja all marga fundi fór ég að gera mér grein fyrir af hverju mér leið svona vel. Það voru ekki endilega málefnin sem var megin ástæðan fyrir vellíðan minni, heldur var það vegna þess að það var í raun velkomið að halda uppi rökræðum um ýmis málefni, það var enginn að sækjast eftir persónulegum frama, það vildu allir hjálpast að við að gera samfélag okkar betra fyrir alla, samhugurinn var mikill og síðast en ekki síst fann ég ekki fyrir óþægindunum sem ég hafði upplifað áður. Valdabaráttan, óheilindin og græðgin voru ekki til staðar. Píratar eru fólk, venjulegt og öflugt fólk, sem vill betra samfélag fyrir alla. Þau samfélagsmál sem mig langar að tala fyrir get ég gert innan Pírata. Allir geta tekið þátt í að marka stefnu Pírata svo framarlega sem þau mál samrýmast grunngildum Pírata. Píratar eru að vinna sína vinnu að heilindum og af hugsjón. Helgi Hrafn er skýrasta dæmið um þetta. Hann ætlar að stíga til hliðar til að leyfa öðrum að komast að á þingi og hann ætlar að koma inn í grasrótina til að styrkja hana, því þar gerast hlutirnir innan Pírata. Fólkið fær að ráða og þar stjórna engir sérhagsmunahópar flokknum. Píratar hafa alla burði til að breyta stjórnmálum á Íslandi enda mikil þörf á. Leyfum almennum þjóðfélagsþegnum sem hafa ekki verið aldir upp af stjórnmálaflokkum að komast á þing og starfa fyrir fólkið í landinu. Alþingismenn eru starfsmenn alþýðunnar og Píratar gera sér fyllilega grein fyrir því. Kjósum því talsmenn bætts lýðræðis og betra samfélags fyrir alla. Kjósum Pírata í komandi kosningum.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar