Lítil trú á Íslandsmeisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2016 08:00 Grótta hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu tvö ár. vísir/andri marinó Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, kveðst ekki vera móðgaður yfir þessari spá. „Það mátti kannski búast við þessu miðað við þá sterku pósta sem við höfum misst,“ sagði Kári í samtali við Vísi. Margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili. Eva Björk Davíðsdóttir er farin til Noregs, Anett Köbli, Íris Björk Símonardóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir hættar og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í fríi frá handbolta og óvíst hvenær eða hvort hún snýr aftur. Með brotthvarfi Evu Margrétar og Önnu Úrsúlu er miðjublokkin í 6-0 vörn Gróttu farin. Til að bregðast við þessu eru Seltirningar farnir að spila nýja vörn. „Við erum farnar að spila aðra týpu af vörn, framliggjandi 3-2-1 vörn. Við spiluðum hana í Meistarakeppninni og það byrjaði ágætlega. Við erum með fína leikmenn í þá vörn. Það hressir upp á leikmenn og mig sem þjálfara að breyta aðeins til,“ sagði Kári. „Ég er svolítið spenntur fyrir þessu varnarafbrigði. Kalli Erlings, nýi aðstoðarþjálfarinn minn, er að setja það inn og hann á líka eftir að fínpússa ýmsa þætti í sóknarleiknum.“Kári segir erfitt að meta styrkleika Gróttuliðsins eins og staðan er núna.vísir/ernirÍris Björk skilur einnig eftir sig stórt skarð enda átti hún sennilega sitt allra besta tímabil í fyrra. Hin 18 ára Selma Þóra Jóhannsdóttir varði mark Gróttu í Meistarakeppninni en Kári segir að markvörður frá Litháen sé á leiðinni á Nesið. „Selma stóð sig vel í þessum títtnefnda leik en hefur kannski ekki nógu mikla reynslu. Ég held að hún þurfi annan markvörð með sér á sínu fyrsta ári í meistaraflokki,“ sagði Kári. Grótta er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en hvaða markmið hafa Seltirningar sett sér fyrir þetta tímabil? „Það er rosalega erfitt fyrir mig að segja. Ég hef séð svo lítið og liðið mitt er líka breytt. En ég er spenntur fyrir stærra hlutverki hjá yngri leikmönnum. Ef við tökum t.d. Lovísu [Thompson], sem spilaði kannski ekki alltaf mikið í fyrra, en verður núna í algjöru burðarhlutverki,“ sagði Kári. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í vetur. Liðum í Olís-deildinni var fækkað úr 14 í átta og aðeins fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Kári kveðst ánægður með þessa breytingu. „Ég hef alltaf talað mikið fyrir þessu og finnst þetta vera til framdráttar, bæði fyrir leikmenn sem spila í Olís-deildinni og ekki síst þeirri fyrstu. Þeir spila núna hörkuleiki á móti liðum sem eru svipuð að getu,“ sagði Kári. „Ég er spenntur fyrir þessu. Þetta verður öðruvísi, að fara í hvern einasta leik sem er upp á líf og dauða. Í fyrra vissi maður stundum hvernig leikurinn færi eftir 10 mínútur. Það er engum greiði gerður með slíkum leikjum.“Grótta mætir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik sínum í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, kveðst ekki vera móðgaður yfir þessari spá. „Það mátti kannski búast við þessu miðað við þá sterku pósta sem við höfum misst,“ sagði Kári í samtali við Vísi. Margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili. Eva Björk Davíðsdóttir er farin til Noregs, Anett Köbli, Íris Björk Símonardóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir hættar og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í fríi frá handbolta og óvíst hvenær eða hvort hún snýr aftur. Með brotthvarfi Evu Margrétar og Önnu Úrsúlu er miðjublokkin í 6-0 vörn Gróttu farin. Til að bregðast við þessu eru Seltirningar farnir að spila nýja vörn. „Við erum farnar að spila aðra týpu af vörn, framliggjandi 3-2-1 vörn. Við spiluðum hana í Meistarakeppninni og það byrjaði ágætlega. Við erum með fína leikmenn í þá vörn. Það hressir upp á leikmenn og mig sem þjálfara að breyta aðeins til,“ sagði Kári. „Ég er svolítið spenntur fyrir þessu varnarafbrigði. Kalli Erlings, nýi aðstoðarþjálfarinn minn, er að setja það inn og hann á líka eftir að fínpússa ýmsa þætti í sóknarleiknum.“Kári segir erfitt að meta styrkleika Gróttuliðsins eins og staðan er núna.vísir/ernirÍris Björk skilur einnig eftir sig stórt skarð enda átti hún sennilega sitt allra besta tímabil í fyrra. Hin 18 ára Selma Þóra Jóhannsdóttir varði mark Gróttu í Meistarakeppninni en Kári segir að markvörður frá Litháen sé á leiðinni á Nesið. „Selma stóð sig vel í þessum títtnefnda leik en hefur kannski ekki nógu mikla reynslu. Ég held að hún þurfi annan markvörð með sér á sínu fyrsta ári í meistaraflokki,“ sagði Kári. Grótta er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en hvaða markmið hafa Seltirningar sett sér fyrir þetta tímabil? „Það er rosalega erfitt fyrir mig að segja. Ég hef séð svo lítið og liðið mitt er líka breytt. En ég er spenntur fyrir stærra hlutverki hjá yngri leikmönnum. Ef við tökum t.d. Lovísu [Thompson], sem spilaði kannski ekki alltaf mikið í fyrra, en verður núna í algjöru burðarhlutverki,“ sagði Kári. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í vetur. Liðum í Olís-deildinni var fækkað úr 14 í átta og aðeins fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Kári kveðst ánægður með þessa breytingu. „Ég hef alltaf talað mikið fyrir þessu og finnst þetta vera til framdráttar, bæði fyrir leikmenn sem spila í Olís-deildinni og ekki síst þeirri fyrstu. Þeir spila núna hörkuleiki á móti liðum sem eru svipuð að getu,“ sagði Kári. „Ég er spenntur fyrir þessu. Þetta verður öðruvísi, að fara í hvern einasta leik sem er upp á líf og dauða. Í fyrra vissi maður stundum hvernig leikurinn færi eftir 10 mínútur. Það er engum greiði gerður með slíkum leikjum.“Grótta mætir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik sínum í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira