Lítil trú á Íslandsmeisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2016 08:00 Grótta hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu tvö ár. vísir/andri marinó Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, kveðst ekki vera móðgaður yfir þessari spá. „Það mátti kannski búast við þessu miðað við þá sterku pósta sem við höfum misst,“ sagði Kári í samtali við Vísi. Margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili. Eva Björk Davíðsdóttir er farin til Noregs, Anett Köbli, Íris Björk Símonardóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir hættar og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í fríi frá handbolta og óvíst hvenær eða hvort hún snýr aftur. Með brotthvarfi Evu Margrétar og Önnu Úrsúlu er miðjublokkin í 6-0 vörn Gróttu farin. Til að bregðast við þessu eru Seltirningar farnir að spila nýja vörn. „Við erum farnar að spila aðra týpu af vörn, framliggjandi 3-2-1 vörn. Við spiluðum hana í Meistarakeppninni og það byrjaði ágætlega. Við erum með fína leikmenn í þá vörn. Það hressir upp á leikmenn og mig sem þjálfara að breyta aðeins til,“ sagði Kári. „Ég er svolítið spenntur fyrir þessu varnarafbrigði. Kalli Erlings, nýi aðstoðarþjálfarinn minn, er að setja það inn og hann á líka eftir að fínpússa ýmsa þætti í sóknarleiknum.“Kári segir erfitt að meta styrkleika Gróttuliðsins eins og staðan er núna.vísir/ernirÍris Björk skilur einnig eftir sig stórt skarð enda átti hún sennilega sitt allra besta tímabil í fyrra. Hin 18 ára Selma Þóra Jóhannsdóttir varði mark Gróttu í Meistarakeppninni en Kári segir að markvörður frá Litháen sé á leiðinni á Nesið. „Selma stóð sig vel í þessum títtnefnda leik en hefur kannski ekki nógu mikla reynslu. Ég held að hún þurfi annan markvörð með sér á sínu fyrsta ári í meistaraflokki,“ sagði Kári. Grótta er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en hvaða markmið hafa Seltirningar sett sér fyrir þetta tímabil? „Það er rosalega erfitt fyrir mig að segja. Ég hef séð svo lítið og liðið mitt er líka breytt. En ég er spenntur fyrir stærra hlutverki hjá yngri leikmönnum. Ef við tökum t.d. Lovísu [Thompson], sem spilaði kannski ekki alltaf mikið í fyrra, en verður núna í algjöru burðarhlutverki,“ sagði Kári. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í vetur. Liðum í Olís-deildinni var fækkað úr 14 í átta og aðeins fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Kári kveðst ánægður með þessa breytingu. „Ég hef alltaf talað mikið fyrir þessu og finnst þetta vera til framdráttar, bæði fyrir leikmenn sem spila í Olís-deildinni og ekki síst þeirri fyrstu. Þeir spila núna hörkuleiki á móti liðum sem eru svipuð að getu,“ sagði Kári. „Ég er spenntur fyrir þessu. Þetta verður öðruvísi, að fara í hvern einasta leik sem er upp á líf og dauða. Í fyrra vissi maður stundum hvernig leikurinn færi eftir 10 mínútur. Það er engum greiði gerður með slíkum leikjum.“Grótta mætir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik sínum í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild kvenna Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, kveðst ekki vera móðgaður yfir þessari spá. „Það mátti kannski búast við þessu miðað við þá sterku pósta sem við höfum misst,“ sagði Kári í samtali við Vísi. Margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili. Eva Björk Davíðsdóttir er farin til Noregs, Anett Köbli, Íris Björk Símonardóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir hættar og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í fríi frá handbolta og óvíst hvenær eða hvort hún snýr aftur. Með brotthvarfi Evu Margrétar og Önnu Úrsúlu er miðjublokkin í 6-0 vörn Gróttu farin. Til að bregðast við þessu eru Seltirningar farnir að spila nýja vörn. „Við erum farnar að spila aðra týpu af vörn, framliggjandi 3-2-1 vörn. Við spiluðum hana í Meistarakeppninni og það byrjaði ágætlega. Við erum með fína leikmenn í þá vörn. Það hressir upp á leikmenn og mig sem þjálfara að breyta aðeins til,“ sagði Kári. „Ég er svolítið spenntur fyrir þessu varnarafbrigði. Kalli Erlings, nýi aðstoðarþjálfarinn minn, er að setja það inn og hann á líka eftir að fínpússa ýmsa þætti í sóknarleiknum.“Kári segir erfitt að meta styrkleika Gróttuliðsins eins og staðan er núna.vísir/ernirÍris Björk skilur einnig eftir sig stórt skarð enda átti hún sennilega sitt allra besta tímabil í fyrra. Hin 18 ára Selma Þóra Jóhannsdóttir varði mark Gróttu í Meistarakeppninni en Kári segir að markvörður frá Litháen sé á leiðinni á Nesið. „Selma stóð sig vel í þessum títtnefnda leik en hefur kannski ekki nógu mikla reynslu. Ég held að hún þurfi annan markvörð með sér á sínu fyrsta ári í meistaraflokki,“ sagði Kári. Grótta er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en hvaða markmið hafa Seltirningar sett sér fyrir þetta tímabil? „Það er rosalega erfitt fyrir mig að segja. Ég hef séð svo lítið og liðið mitt er líka breytt. En ég er spenntur fyrir stærra hlutverki hjá yngri leikmönnum. Ef við tökum t.d. Lovísu [Thompson], sem spilaði kannski ekki alltaf mikið í fyrra, en verður núna í algjöru burðarhlutverki,“ sagði Kári. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í vetur. Liðum í Olís-deildinni var fækkað úr 14 í átta og aðeins fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Kári kveðst ánægður með þessa breytingu. „Ég hef alltaf talað mikið fyrir þessu og finnst þetta vera til framdráttar, bæði fyrir leikmenn sem spila í Olís-deildinni og ekki síst þeirri fyrstu. Þeir spila núna hörkuleiki á móti liðum sem eru svipuð að getu,“ sagði Kári. „Ég er spenntur fyrir þessu. Þetta verður öðruvísi, að fara í hvern einasta leik sem er upp á líf og dauða. Í fyrra vissi maður stundum hvernig leikurinn færi eftir 10 mínútur. Það er engum greiði gerður með slíkum leikjum.“Grótta mætir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik sínum í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira