Pressa á Stjörnunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2016 10:00 Sólveig Lára og hinir fyrirliðarnir í Olís-deild kvenna. vísir/anton Ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Olís-deild kvenna rætist lyftir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, Íslandsbikarnum í lok tímabilsins. „Það er stefnan að enda þarna. Liðið á eftir að setjast niður og ræða þetta en við stefnum allar á þetta,“ sagði Sólveig. En er þetta ekki eðlilegt markmið hjá liði sem hefur farið í úrslit undanfarin fjögur ár? „Jú, við erum líka búnar að styrkja okkur og ég held að þetta sé nokkuð eðlilegt. Það hefði s.s. verið hægt að spá öðrum liðum toppsætinu en við bjuggumst alveg við að vera þarna eins og hvert annað lið. Vonandi stöndum við undir þessu,“ sagði Sólveig. Hún segir að Stjarnan sé með sterkari hóp en í fyrra en meðal leikmanna sem eru komnir í Garðabæinn má nefna Þorgerði Önnu Atladóttur, Elenu Elísabetu Birgisdóttur og Hafdísi Lilju Torfadóttur. „Við erum með þéttari hóp en í fyrra, komnar með fleiri góða leikmenn og erum eiginlega með tvo sterka leikmenn í hverri stöðu. Við getum vonandi dreift álaginu betur,“ sagði Sólveig. Stjörnunnar bíður hins vegar það erfiða verkefni að fylla skarð Florentinu Stanciu, markvarðarins frábæra, sem hefur lagt skóna á hilluna. Sólveig hefur trú á markvörðum Stjörnunnar í vetur en segir jafnframt að skarð Florentinu verði vandfyllt. „Heiða [Ingólfsdóttir] er flottur markvörður og svo fengum við Hafdísi úr Fram sem er mjög efnileg. Ég held að þær geti myndað mjög sterkt teymi. Það fyllir engin í skarð Floru en þær munu standa sig vel,“ sagði Sólveig sem er sátt með nýja fyrirkomulagið á Olís-deildinni sem samanstendur nú af átta liðum en ekki 14 eins og í fyrra. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt. Deildin er rosalega sterk og þetta verður mikil barátta. Liðin þurfa að vera tilbúin strax um helgina, það þýðir ekkert að spila sig í gang. Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Sólveig sem verður í eldlínunni þegar Stjarnan tekur á móti Haukum klukkan 13:30 í dag. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Olís-deild kvenna rætist lyftir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, Íslandsbikarnum í lok tímabilsins. „Það er stefnan að enda þarna. Liðið á eftir að setjast niður og ræða þetta en við stefnum allar á þetta,“ sagði Sólveig. En er þetta ekki eðlilegt markmið hjá liði sem hefur farið í úrslit undanfarin fjögur ár? „Jú, við erum líka búnar að styrkja okkur og ég held að þetta sé nokkuð eðlilegt. Það hefði s.s. verið hægt að spá öðrum liðum toppsætinu en við bjuggumst alveg við að vera þarna eins og hvert annað lið. Vonandi stöndum við undir þessu,“ sagði Sólveig. Hún segir að Stjarnan sé með sterkari hóp en í fyrra en meðal leikmanna sem eru komnir í Garðabæinn má nefna Þorgerði Önnu Atladóttur, Elenu Elísabetu Birgisdóttur og Hafdísi Lilju Torfadóttur. „Við erum með þéttari hóp en í fyrra, komnar með fleiri góða leikmenn og erum eiginlega með tvo sterka leikmenn í hverri stöðu. Við getum vonandi dreift álaginu betur,“ sagði Sólveig. Stjörnunnar bíður hins vegar það erfiða verkefni að fylla skarð Florentinu Stanciu, markvarðarins frábæra, sem hefur lagt skóna á hilluna. Sólveig hefur trú á markvörðum Stjörnunnar í vetur en segir jafnframt að skarð Florentinu verði vandfyllt. „Heiða [Ingólfsdóttir] er flottur markvörður og svo fengum við Hafdísi úr Fram sem er mjög efnileg. Ég held að þær geti myndað mjög sterkt teymi. Það fyllir engin í skarð Floru en þær munu standa sig vel,“ sagði Sólveig sem er sátt með nýja fyrirkomulagið á Olís-deildinni sem samanstendur nú af átta liðum en ekki 14 eins og í fyrra. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt. Deildin er rosalega sterk og þetta verður mikil barátta. Liðin þurfa að vera tilbúin strax um helgina, það þýðir ekkert að spila sig í gang. Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Sólveig sem verður í eldlínunni þegar Stjarnan tekur á móti Haukum klukkan 13:30 í dag.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00