Apple mun áfrýja: „Greiðum alla þá skatta sem okkur ber hvar sem er“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2016 11:45 Apple mun áfrýja úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB. Vísir/Getty Bandaríski tæknirisinn Apple mun áfrýja úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB um að fyrirtækinu beri að greiða írskum yfirvöldum 13 milljarða evra, 1.700 milljarða króna, vegna ógreiddra skatta þar í landi. Í yfirlýsingu frá Apple segir að úrskurður Framkvæmdastjórnarinnar sé tilraun til þess að kollvarpa hinu alþjóðlega skattkerfi og snúist ekki um hversu mikið Apple greiði í skatta heldur mun frekar hvar skattarnir séu greiddir. Segir Apple að úrskurðurinn muni hafa neikvæð áhrif á efnahagslíf í Evrópu og koma í veg fyrir sköpun starfa og fjárfestingu á vinnumarkaði. Heldur fyrirtækið því fram að Apple greiði alla þá skatta sem því beri að greiða, hvar sem fyrirtækið starfi.Sjá einnig:Apple skipað að greiða þúsundir milljarða vegna ógreiddra skatta í ÍrlandiApple var í dag skipað að greiða írskum yfirvöldum 13 milljarða evra vegna vangreiddra skatta þar í landi. Að mati ESB nýtti Apple sér úrskurði írskra yfirvalda til þess að lágmarka skattgreiðslur sínar þar í landi. Telur ESB það vera ígildi ólöglegrar ríkisaðstoðar. Fyrirtækið nýtir sér þetta fyrirkomulag með því að beina stórum hluta tekna af alþjóðlegri sölu á vörum sínum í gegnum Írland. Framkvæmdastjórn ESB segir að fyrirkomulagið hafi gert það að verkum að eitt árið hafi Apple til að mynda að eins greitt 50 evrur í skatt fyrir hverja milljón evrur sem fyrirtækið halaði inn í Evrópu. Tækni Tengdar fréttir Apple skipað að greiða þúsundir milljarða vegna ógreiddra skatta í Írlandi Bandaríksi tæknirisinn þarf að greiða því sem jafngildir 1.700 milljörðum króna vegna vangoldinna skatta á Írlandi samkvæmt úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB. 30. ágúst 2016 10:15 Írsk yfirvöld „innilega ósammála“ ESB um ógreidda skatta Apple Fjármálaráðherra Írlands segir að ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurði ESB. 30. ágúst 2016 10:47 ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple mun áfrýja úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB um að fyrirtækinu beri að greiða írskum yfirvöldum 13 milljarða evra, 1.700 milljarða króna, vegna ógreiddra skatta þar í landi. Í yfirlýsingu frá Apple segir að úrskurður Framkvæmdastjórnarinnar sé tilraun til þess að kollvarpa hinu alþjóðlega skattkerfi og snúist ekki um hversu mikið Apple greiði í skatta heldur mun frekar hvar skattarnir séu greiddir. Segir Apple að úrskurðurinn muni hafa neikvæð áhrif á efnahagslíf í Evrópu og koma í veg fyrir sköpun starfa og fjárfestingu á vinnumarkaði. Heldur fyrirtækið því fram að Apple greiði alla þá skatta sem því beri að greiða, hvar sem fyrirtækið starfi.Sjá einnig:Apple skipað að greiða þúsundir milljarða vegna ógreiddra skatta í ÍrlandiApple var í dag skipað að greiða írskum yfirvöldum 13 milljarða evra vegna vangreiddra skatta þar í landi. Að mati ESB nýtti Apple sér úrskurði írskra yfirvalda til þess að lágmarka skattgreiðslur sínar þar í landi. Telur ESB það vera ígildi ólöglegrar ríkisaðstoðar. Fyrirtækið nýtir sér þetta fyrirkomulag með því að beina stórum hluta tekna af alþjóðlegri sölu á vörum sínum í gegnum Írland. Framkvæmdastjórn ESB segir að fyrirkomulagið hafi gert það að verkum að eitt árið hafi Apple til að mynda að eins greitt 50 evrur í skatt fyrir hverja milljón evrur sem fyrirtækið halaði inn í Evrópu.
Tækni Tengdar fréttir Apple skipað að greiða þúsundir milljarða vegna ógreiddra skatta í Írlandi Bandaríksi tæknirisinn þarf að greiða því sem jafngildir 1.700 milljörðum króna vegna vangoldinna skatta á Írlandi samkvæmt úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB. 30. ágúst 2016 10:15 Írsk yfirvöld „innilega ósammála“ ESB um ógreidda skatta Apple Fjármálaráðherra Írlands segir að ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurði ESB. 30. ágúst 2016 10:47 ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Apple skipað að greiða þúsundir milljarða vegna ógreiddra skatta í Írlandi Bandaríksi tæknirisinn þarf að greiða því sem jafngildir 1.700 milljörðum króna vegna vangoldinna skatta á Írlandi samkvæmt úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB. 30. ágúst 2016 10:15
Írsk yfirvöld „innilega ósammála“ ESB um ógreidda skatta Apple Fjármálaráðherra Írlands segir að ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurði ESB. 30. ágúst 2016 10:47
ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45