Framfarir hjá Kauphöllinni Helgi Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Stjórnendur Kauphallarinnar eru öllu fljótari að svara grein minni frá 25. ágúst sl. um rangfærslur sem Kauphallarmenn birtu deginum áður og var síðbúið svar við grein sem ég skrifaði í byrjun júlí. Í upphaflegri grein minni fór ég yfir þá staðreynd að Kauphöllin hefði talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir þróun íslensks hlutabréfamarkaðar. Þessu andmæltu Kauphallarmenn og sögðu engan starfsmann Kauphallar hafa haldið þessu fram. Í svarbréfi sínu nú viðurkennir Kauphöllin raunar að aðkoma bankanna að hlutabréfamarkaðnum sé mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegni um viðskipti þeirra með eigin bréf. Látum nú vera þó að ég hafi í upphaflegri grein vísað til þróunar hlutabréfamarkaðarins almennt, og gera megi þær kröfur til Kauphallarinnar að áður en staðhæfingum er mótmælt sem röngum, að farið sé rétt með innihald þeirra. Þetta á ekki síst við þegar Kauphöllin tekur sér margar vikur til að svara stuttri grein. Það er þó framför að Kauphöllin skuli vera sammála mér um þetta mikilvæga atriði.Viðskipti með eigin bréf Kauphöllin heldur því hins vegar fram að þetta eigi ekki við um eigin bréf. Það er nokkuð athyglisvert vegna þess að í bréfi Kauphallarinnar til FME sem var skrifað þremur árum eftir að þessu viðskiptum bankanna með eigin bréf lauk segir m.a.: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf“ „Ljóst er að væntur ábati af slíkum kaupum gat verið umtalsverður“ „Því var ekki óeðlilegt að sjá kauptækifæri í stöðunni og hljóta eigin viðskipti Landsbankans þar að koma sterklega til greina, enda hafa starfsmenn oftar en ekki meiri trú á eigin fyrirtæki en aðrir“ Ekki verður séð af þessum sjónarmiðum Kauphallarinnar að allt öðru máli gegni um viðskipti bankanna með eigin bréf, „enda hafa starfsmenn oftar en ekki meiri trú á eigin fyrirtæki en aðrir“ svo vitnað sé til orða Kauphallarinnar sjálfrar.Viðskiptavakt Dómur Hæstaréttar vegna viðskipta Landsbankans með eigin bréf, byggir á því að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti 2005 verði með gagnályktun að líta svo á að það „sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti […] nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga“. Í dóminum var jafnframt vísað til þess að með gagnályktun væri fjármálafyrirtæki óheimilt að takast á hendur viðskiptavakt með eigin bréf. Kauphöllinni var fullkunnugt um að viðskipti bankanna með eigin bréf byggðust hvorki á viðskiptavakt né endurkaupaáætlun. Gagnrýni mín byggir á því að áður en Kauphöllin gerir kröfur til þess að aðrir líti í eigin barm, væri henni hollt að velta því fyrir sér hvort hún sem lögbundinn eftirlitsaðili á fjármálamarkaði hefði átt að vekja athygli markaðarins á því (og eftir atvikum stöðva viðskipti), að eftir lagabreytinguna 2005 yrðu viðskiptin að byggjast á þessum forsendum. Það gerði hún ekki. Ég er áfram þeirrar skoðunar að frammistaða Kauphallarinnar að þessu leyti sé talsvert lakari en umbjóðanda míns.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnendur Kauphallarinnar eru öllu fljótari að svara grein minni frá 25. ágúst sl. um rangfærslur sem Kauphallarmenn birtu deginum áður og var síðbúið svar við grein sem ég skrifaði í byrjun júlí. Í upphaflegri grein minni fór ég yfir þá staðreynd að Kauphöllin hefði talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir þróun íslensks hlutabréfamarkaðar. Þessu andmæltu Kauphallarmenn og sögðu engan starfsmann Kauphallar hafa haldið þessu fram. Í svarbréfi sínu nú viðurkennir Kauphöllin raunar að aðkoma bankanna að hlutabréfamarkaðnum sé mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegni um viðskipti þeirra með eigin bréf. Látum nú vera þó að ég hafi í upphaflegri grein vísað til þróunar hlutabréfamarkaðarins almennt, og gera megi þær kröfur til Kauphallarinnar að áður en staðhæfingum er mótmælt sem röngum, að farið sé rétt með innihald þeirra. Þetta á ekki síst við þegar Kauphöllin tekur sér margar vikur til að svara stuttri grein. Það er þó framför að Kauphöllin skuli vera sammála mér um þetta mikilvæga atriði.Viðskipti með eigin bréf Kauphöllin heldur því hins vegar fram að þetta eigi ekki við um eigin bréf. Það er nokkuð athyglisvert vegna þess að í bréfi Kauphallarinnar til FME sem var skrifað þremur árum eftir að þessu viðskiptum bankanna með eigin bréf lauk segir m.a.: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf“ „Ljóst er að væntur ábati af slíkum kaupum gat verið umtalsverður“ „Því var ekki óeðlilegt að sjá kauptækifæri í stöðunni og hljóta eigin viðskipti Landsbankans þar að koma sterklega til greina, enda hafa starfsmenn oftar en ekki meiri trú á eigin fyrirtæki en aðrir“ Ekki verður séð af þessum sjónarmiðum Kauphallarinnar að allt öðru máli gegni um viðskipti bankanna með eigin bréf, „enda hafa starfsmenn oftar en ekki meiri trú á eigin fyrirtæki en aðrir“ svo vitnað sé til orða Kauphallarinnar sjálfrar.Viðskiptavakt Dómur Hæstaréttar vegna viðskipta Landsbankans með eigin bréf, byggir á því að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti 2005 verði með gagnályktun að líta svo á að það „sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti […] nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga“. Í dóminum var jafnframt vísað til þess að með gagnályktun væri fjármálafyrirtæki óheimilt að takast á hendur viðskiptavakt með eigin bréf. Kauphöllinni var fullkunnugt um að viðskipti bankanna með eigin bréf byggðust hvorki á viðskiptavakt né endurkaupaáætlun. Gagnrýni mín byggir á því að áður en Kauphöllin gerir kröfur til þess að aðrir líti í eigin barm, væri henni hollt að velta því fyrir sér hvort hún sem lögbundinn eftirlitsaðili á fjármálamarkaði hefði átt að vekja athygli markaðarins á því (og eftir atvikum stöðva viðskipti), að eftir lagabreytinguna 2005 yrðu viðskiptin að byggjast á þessum forsendum. Það gerði hún ekki. Ég er áfram þeirrar skoðunar að frammistaða Kauphallarinnar að þessu leyti sé talsvert lakari en umbjóðanda míns.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar