Þrjú stærstu réttlætismál heimsins og hvernig við leysum þau Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Við lifum því miður ekki í réttlátum heimi og þrátt fyrir slæmt orðspor pólitíkur, þá er það nú samt sem áður hlutverk stjórnmálanna að reyna þoka þjóðfélaginu í átt til réttlætis og hagsældar. Af nægum verkefnum er að taka:Kúgun og fordómar Hvort sem um ræðir etníska minnihlutahópa í Bandaríkjunum, kristna í Súdan, hinsegin fólk í Rússlandi eða Litháa á Íslandi, allstaðar í heiminum þarf fólk sem brýtur í bága við hið viðtekna norm að takast á við ýmiss konar erfiðleika, allt frá duldum fordómum yfir í kerfisbundna mismun og ofbeldi. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, saminn og samþykktur í kjölfar hörmunga seinni-heimstyrjaldarinnar, kveður á um jafnan rétt fólks til mannhelgi óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, tungu, trú, skoðunum, þjóðerni, uppruna, eignum, ætterni og öðrum aðstæðum. Raunveruleikinn er því miður fjarri þeirri yfirlýsingu.Feðraveldið Ísland hefur nú um nokkurra ára skeið birst efst á listum yfir þau lönd þar sem jafnrétti kynjanna er best statt. Þrátt fyrir það má kornabarn sem verður fyrir því „óláni“ að fæðast kvenkyns reikna með að þéna allt að 30% minna en bróðir þess, vera margfalt líklegra til að verða fyrir kynferðis- og heimilisofbeldi og mun ólíklegra til að gegna stjórnunarstöðum eða birtast á vettvangi fjölmiðlanna. Staðan annars staðar í heiminum er síðan verri. Sumstaðar skelfilega miklu mun verri. En feðraveldið er ekki bara slæmt fyrir konur, það þröngvar líka einhæfum og skaðlegum staðalmyndum upp á karlkynið, og útilokar fjölbreytileikann með þröngsýnni tvíhyggju um kynin.Misskipting auðs UNICEF hefur greint frá því að allt að helmingur barna í heiminum búi við fátækt. Einn af hverjum átta jarðarbúum býr við hungur. Á sama tíma berast fréttir um að nú eigi ríkasta eitt prósentið af íbúum jarðar meiri auð en hin 99% samanlagt. Enn er að aukast bilið á milli hinna ríku og fátæku í heiminum, hvort heldur sem er horft til innan hvers lands fyrir sig eða ríkja á milli. Þau lönd í heiminum þar sem mesta misskiptingin er glíma jafnframt við mestu fátæktina og versta hungrið.Lausnin á þrautinni Hér hafa verið tilgreind þrjú risavaxin réttlætismál sem hefta lífskjör mikils meginþorra jarðarbúa. Hvað er til ráða við jafn risavöxnum vanda? Góðu fréttirnar eru þær að við þessum þremur vandamálum eru þrjár einfaldar lausnir: Umburðarlyndi, femínismi og jafnaðarstefnan.Umburðarlyndið Þúsundir mannslífa hafa bókstaflega bjargast við aukið umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki á Vesturlöndum undanfarin ár og áratugi. Þeldökkir Bandaríkjamenn geta nú ekki aðeins setið hvar sem þeir vilja í strætó, heldur orðið forsetar. Stórar framfarir í samfélögum okkar verða ekki þegar minnihlutahópar eru tortryggðir og þeim útskúfað, heldur einmitt þegar þeir eru boðnir velkomnir sem eðlileg fjölbreytni mannlífsins og leyft að leita lífshamingjunnar og gefa af sér til samfélagsins eins og allir aðrir.Femínisminn Hin femíníska baráttátta hefur nú þegar frelsað meginþorra vestrænna kvenna undan formlegu oki feðra, frænda og eiginmanna sinna, en innan við ein mannsævi er síðan íslenskum eiginkonum var veitt fullt fjárhagslegt jafnræði innan hjónabands. Femínískar samfélagsbyltingar síðustu misseri hafa lyft grettistaki í að skila skömminni fyrir kynferðisofbeldi þangað sem hún á heima; til gerenda ofbeldisins. Aðrar samfélagsvakningar hafa opnað fyrir umræðu um ýmis mein sem er hægt að brjóta á bak aftur nú þegar þau eru komin upp á yfirborðið, svo sem glerþakið, þöggun vegna ofbeldis, neikvæð viðhorf til kvenna og klámvæðing kvenlíkamans.Jafnaðarstefnan Sem betur fer hefur hinn vaxandi ójöfnuður heimsins og síðasta efnahagskreppa opnað augu margra fyrir því að brauðmolakenning nýfrjálshyggjunnar virðist ekki vera að virka sem skyldi. Þess í stað er í auknum mæli horft til Norðurlandanna sem módel fyrir farsæla þjóðfélagsskipun, þar sem skattar eru ríkulega nýttir til tekjujöfnunar og öflug almannaþjónusta tryggir eftir fremsta megni raunverulega jöfn tækifæri allra, óháð efnahag. Á Norðurlöndunum hafa jafnaðarmannaflokkar verið álíka mikið og lengi við völd og Sjálfstæðisflokkurinn hér á Íslandi. Það má alveg gera heiminn að betri stað. Til þess þarf bara hugmyndafræði sem þokar okkur í rétta átt og hugrekkið til að framfylgja henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Við lifum því miður ekki í réttlátum heimi og þrátt fyrir slæmt orðspor pólitíkur, þá er það nú samt sem áður hlutverk stjórnmálanna að reyna þoka þjóðfélaginu í átt til réttlætis og hagsældar. Af nægum verkefnum er að taka:Kúgun og fordómar Hvort sem um ræðir etníska minnihlutahópa í Bandaríkjunum, kristna í Súdan, hinsegin fólk í Rússlandi eða Litháa á Íslandi, allstaðar í heiminum þarf fólk sem brýtur í bága við hið viðtekna norm að takast á við ýmiss konar erfiðleika, allt frá duldum fordómum yfir í kerfisbundna mismun og ofbeldi. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, saminn og samþykktur í kjölfar hörmunga seinni-heimstyrjaldarinnar, kveður á um jafnan rétt fólks til mannhelgi óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, tungu, trú, skoðunum, þjóðerni, uppruna, eignum, ætterni og öðrum aðstæðum. Raunveruleikinn er því miður fjarri þeirri yfirlýsingu.Feðraveldið Ísland hefur nú um nokkurra ára skeið birst efst á listum yfir þau lönd þar sem jafnrétti kynjanna er best statt. Þrátt fyrir það má kornabarn sem verður fyrir því „óláni“ að fæðast kvenkyns reikna með að þéna allt að 30% minna en bróðir þess, vera margfalt líklegra til að verða fyrir kynferðis- og heimilisofbeldi og mun ólíklegra til að gegna stjórnunarstöðum eða birtast á vettvangi fjölmiðlanna. Staðan annars staðar í heiminum er síðan verri. Sumstaðar skelfilega miklu mun verri. En feðraveldið er ekki bara slæmt fyrir konur, það þröngvar líka einhæfum og skaðlegum staðalmyndum upp á karlkynið, og útilokar fjölbreytileikann með þröngsýnni tvíhyggju um kynin.Misskipting auðs UNICEF hefur greint frá því að allt að helmingur barna í heiminum búi við fátækt. Einn af hverjum átta jarðarbúum býr við hungur. Á sama tíma berast fréttir um að nú eigi ríkasta eitt prósentið af íbúum jarðar meiri auð en hin 99% samanlagt. Enn er að aukast bilið á milli hinna ríku og fátæku í heiminum, hvort heldur sem er horft til innan hvers lands fyrir sig eða ríkja á milli. Þau lönd í heiminum þar sem mesta misskiptingin er glíma jafnframt við mestu fátæktina og versta hungrið.Lausnin á þrautinni Hér hafa verið tilgreind þrjú risavaxin réttlætismál sem hefta lífskjör mikils meginþorra jarðarbúa. Hvað er til ráða við jafn risavöxnum vanda? Góðu fréttirnar eru þær að við þessum þremur vandamálum eru þrjár einfaldar lausnir: Umburðarlyndi, femínismi og jafnaðarstefnan.Umburðarlyndið Þúsundir mannslífa hafa bókstaflega bjargast við aukið umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki á Vesturlöndum undanfarin ár og áratugi. Þeldökkir Bandaríkjamenn geta nú ekki aðeins setið hvar sem þeir vilja í strætó, heldur orðið forsetar. Stórar framfarir í samfélögum okkar verða ekki þegar minnihlutahópar eru tortryggðir og þeim útskúfað, heldur einmitt þegar þeir eru boðnir velkomnir sem eðlileg fjölbreytni mannlífsins og leyft að leita lífshamingjunnar og gefa af sér til samfélagsins eins og allir aðrir.Femínisminn Hin femíníska baráttátta hefur nú þegar frelsað meginþorra vestrænna kvenna undan formlegu oki feðra, frænda og eiginmanna sinna, en innan við ein mannsævi er síðan íslenskum eiginkonum var veitt fullt fjárhagslegt jafnræði innan hjónabands. Femínískar samfélagsbyltingar síðustu misseri hafa lyft grettistaki í að skila skömminni fyrir kynferðisofbeldi þangað sem hún á heima; til gerenda ofbeldisins. Aðrar samfélagsvakningar hafa opnað fyrir umræðu um ýmis mein sem er hægt að brjóta á bak aftur nú þegar þau eru komin upp á yfirborðið, svo sem glerþakið, þöggun vegna ofbeldis, neikvæð viðhorf til kvenna og klámvæðing kvenlíkamans.Jafnaðarstefnan Sem betur fer hefur hinn vaxandi ójöfnuður heimsins og síðasta efnahagskreppa opnað augu margra fyrir því að brauðmolakenning nýfrjálshyggjunnar virðist ekki vera að virka sem skyldi. Þess í stað er í auknum mæli horft til Norðurlandanna sem módel fyrir farsæla þjóðfélagsskipun, þar sem skattar eru ríkulega nýttir til tekjujöfnunar og öflug almannaþjónusta tryggir eftir fremsta megni raunverulega jöfn tækifæri allra, óháð efnahag. Á Norðurlöndunum hafa jafnaðarmannaflokkar verið álíka mikið og lengi við völd og Sjálfstæðisflokkurinn hér á Íslandi. Það má alveg gera heiminn að betri stað. Til þess þarf bara hugmyndafræði sem þokar okkur í rétta átt og hugrekkið til að framfylgja henni.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar