BMW hættir framleiðslu Z4 Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 10:16 BMW Z4 bílarnir verða ekki mikið fleiri. Nú við enda ágústmánaðar verður framleiðslu tveggja sæta sportbílsins Z4 hætt í verksmiðjum BMW. Þetta tilkynnti BMW í vikunni og það rétt áður en framleiðslan hættir. Þessi ákvörðun BMW er skiljanleg í ljósi þess að stutt er í tilkomu arftaka hans, BMW Z5, sem BMW hefur þróað í samstarfi við Toyota. BMW Z4 hefur þótt fremur dýr bíll og kostar t.d. 50.000 dollara í Bandaríkjunum með fjögurra strokka vél og 60.000 dollara með sex strokka vél. Það er nánast á pari við Porsche 718 Boxster og Cayman bílana, sem þykja af flestum betri akstursbílar. Þá má einnig fá Chevrolet Corvette og Jaguar F-Type fyrir ámóta upphæð. Það að BMW og Toyota hafi sameinast um þróun nýs teggja sæti sportbíls bendir til þess að hann verði boðinn á samkeppnishæfu verði og gæti því orðið ódýrari en ofannefndir bílar. Líklega verður Toyota gerðin af þeim bíl kallaður Toyota Supra. Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent
Nú við enda ágústmánaðar verður framleiðslu tveggja sæta sportbílsins Z4 hætt í verksmiðjum BMW. Þetta tilkynnti BMW í vikunni og það rétt áður en framleiðslan hættir. Þessi ákvörðun BMW er skiljanleg í ljósi þess að stutt er í tilkomu arftaka hans, BMW Z5, sem BMW hefur þróað í samstarfi við Toyota. BMW Z4 hefur þótt fremur dýr bíll og kostar t.d. 50.000 dollara í Bandaríkjunum með fjögurra strokka vél og 60.000 dollara með sex strokka vél. Það er nánast á pari við Porsche 718 Boxster og Cayman bílana, sem þykja af flestum betri akstursbílar. Þá má einnig fá Chevrolet Corvette og Jaguar F-Type fyrir ámóta upphæð. Það að BMW og Toyota hafi sameinast um þróun nýs teggja sæti sportbíls bendir til þess að hann verði boðinn á samkeppnishæfu verði og gæti því orðið ódýrari en ofannefndir bílar. Líklega verður Toyota gerðin af þeim bíl kallaður Toyota Supra.
Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent