
Uppboðsleiðin er framfaraskref
Af þessu sökum logar stöðugt eldur undir kvótakerfinu og hann mun alltaf blossa upp þegar kosið er um þjóðfélagsmálin. Upphafsúthlutunin 1990 er vandinn Vandinn liggur í úthlutuninni. Úthlutunarkerfið sjálft er ranglátt í grunninn. Það gat gengið að miða úthlutun hvers árs við fortíðina, veiði fyrri ára, þegar einungis var úthlutað veiðirétti til skamms tíma. En þegar framsalið var leyft og samtímis úthlutað ótímabundið varð grundvallabreyting. Eftir það var verð veiðiheimilda miðað við framtíðartekjumöguleika en ekki við veiðar í fortíðinni. Með framsalinu hvarf söguleg viðmiðun úthlutunarinnar. Þá átti að loka gömlu úthlutuninni og byrja upp á nýtt. Það er óumflýjanleg staðreynd. Það verður á endanum að gera.
Fræðimenn eru mjög á þessari skoðun og þjóðin er sama sinnis. Innköllun og endurúthlutun veiðiheimilda nýtur yfirburðastuðnings hjá almenningi samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið. Það eru stjórnmálaflokkarnir sem hafa brugðist í þessu máli, hver á fætur öðrum bæði til hægri og vinstri. En almenningur hefur skýra sýn og veit hvað gera þarf. Það vantar stjórnmálamenn sem þora þegar á reynir að fylgja leiðsögninni.
Uppboðsskilmálarnir eru lausnin
Eðlilega er spurn: hvaða leið á að fara við endurúthlutun. Svarið er skýrt og afdráttarlaust og stutt fræðilegum rökum: uppboðsleið. Það á að bjóða kvótann upp eftir skýrum almennum reglum þar sem jafnræðis er gætt milli bjóðenda. Það tryggir sanngirni og réttlæti. Uppboðsleiðin er þekkt og gagnreynd. Hún hefur verið notið við ráðstöfun á verðmætum réttindum eins og fjarskiptarásum og flugrekstrarleyfum. Eins hefur hún gefist vel við val á verktökum við framkvæmdir eða þjónustu. Kosturinn er jafnræðið og hagstætt verð fyrir ríkið.
Hvað varðar kvótann þá munu bjóðendurnir, þ.e. útgerðarmennirnir ákvarða verðið með eigin tilboðum. Það er mikill kostur. Eðlilega er spurt hvort hinir stóru í útgerðinni muni ekki hirða allan kvótann? Svarið við því er að það ræðst einfaldlega af útboðsskilmálum. Það er hægt að láta hrakspárnar um ofsasamþjöppun rætast. En það er hægt að láta útboð takast vel ef vilji stendur til þess. Bent hefur verið á að mikilvægt sé að koma í veg fyrir ólöglegt samráð bjóðenda og að tryggja nægilega þátttöku. Ef þessi atriði eru ekki í lagi er hætt við að útboð takist illa.
Eðlilegir útboðsskilmálar á Íslandi væru að dreifa veiðiheimildum eftir fiskimiðum og fiskitegundum. Það yrði líklega skynsamlegt að skipta veiðiheimildunum eftir skipaflokkum. Það væri hægt að ná fram félagslegum og byggðalegum markmiðum í gegnum útboðsskilmálana. Leyfi til veiða á tilteknum miðum gæti verið bundin ákveðnu landsvæði. Með því að takmarka leigutímann og hafa hann frá einu ári upp í nokkur ár myndi verðið á veiðiheimildunum lækka frá því sem nú er og þannig yrði bundin fjárfesting vegna kvótans lægri og fjármagnskostnaður einnig. Fleiri myndu geta boðið í.
Andvirði uppboðsins, gjaldið sem greitt yrði fyrir veiðiréttindin gæti verið greitt að einhverju leyti eða að miklu leyti eftir á við sölu á fiskinum. Og auðvitað á að skipta tekjunum af uppboðunum milli ríkis og landsvæða. Uppboðsleiðin leysir þau vandamál sem núverandi kvótakerfi er stöðugt að búa til þjóðinni til skelfingar og armæðu. Uppboðsleiðin tryggir eignarhald ríkisins, samkeppni, jafnræði milli bjóðenda og milli aðila í sjávarútvegi. Hún tryggir einnig markaðsverð fyrir veiðiheimildirnar og sanngjarna dreifingu auðlindaarðsins og ekki hvað síst þá tryggja skynsamlegir uppboðsskilmálar að íslenskt þjóðfélag muni þróast sem samfélag þar sem verður jafn réttur til tækifæra og hver maður getur um frjálst höfuð strokið og þarf ekki að lúta kúgun og ofurvaldi fámenns hóps sem að óbreyttu mun sölsa undir sig auð og völd í þjóðfélaginu út yfir öll eðlileg mörk.
Skoðun

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar