Guðmundur: Nú er það gull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur Guðmundsson og Danir fagna hér sigri í undanúrslitaleiknum. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. „Það er eitthvað með þessa Frakka. Sagan endurtekur sig en nú skulum við vona að við komum inn í þennan leik og viljum endilega verða Ólympíumeistarar," sagði Guðmundur. Danska landsliðið hefur aldrei komist í úrslit á Ólympíuleikum og besti árangur liðsins fyrir þessa leika var fjórða sætið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Danir hafa tapað þremur úrslitaleikjum á HM (2011, 2013) eða EM (2014) á undanförnum árum en þetta er sá fyrsti í þjálfaratíð Guðmundar. „Nú þurfum við að þjappa okkur saman og læra af þessum úrslitaleikjum og koma grimmir inn í þennan leik. Það er það sem gildir núna," sagði Guðmundur. Frakkar hafa unnið Ólympíugullið á síðustu tveimur leikjum, fyrst í Peking 2008 og svo í London 2012. Þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar. „Þetta franska lið er alls ekki ósigrandi. Þeir eru búnir að sýna það. Þeir voru næstum því búnir að tapa þessu niður á móti Þjóðverjum og í nokkrum leikjum öðrum. Töpuðu síðan á móti Króötum," sagði Guðmundur. Frakkar unnu Katar og Evrópumeistara Frakka á leið sinni í úrslit en Danir enduðu Ólympíudrauminn hjá Slóvenum og Pólverjum. Liðin mættust í riðlakeppninni þar sem Frakkar unnu 33-30 en þetta var leikur í síðustu umferðinni. „Við vorum fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik á móti þeim en spiluðum illa út úr okkar. Það er allt mögulegt," sagði Guðmundur. Hann er á því að það komi danska liðinu vel að hafa spilað við Frakka áður á þessum Ólympíuleikum. „Mér finnst það hjálpa okkur. Ég held að við höfum grætt á því," sagði Guðmundur. Guðmundur er nú kominn með lið í úrslitaleik á Ólympíuleikum í annað skiptið en hann fór með íslenska landsliðið í gullleikinn í Peking 2008. Þá tapaði Ísland einmitt á móti Frökkum og varð að sætta sig við silfrið. „Nú er það gull," sagði Guðmundur staðráðinn í því að vinna úrslitaleikinn á móti Frökkum. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56 Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. „Það er eitthvað með þessa Frakka. Sagan endurtekur sig en nú skulum við vona að við komum inn í þennan leik og viljum endilega verða Ólympíumeistarar," sagði Guðmundur. Danska landsliðið hefur aldrei komist í úrslit á Ólympíuleikum og besti árangur liðsins fyrir þessa leika var fjórða sætið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Danir hafa tapað þremur úrslitaleikjum á HM (2011, 2013) eða EM (2014) á undanförnum árum en þetta er sá fyrsti í þjálfaratíð Guðmundar. „Nú þurfum við að þjappa okkur saman og læra af þessum úrslitaleikjum og koma grimmir inn í þennan leik. Það er það sem gildir núna," sagði Guðmundur. Frakkar hafa unnið Ólympíugullið á síðustu tveimur leikjum, fyrst í Peking 2008 og svo í London 2012. Þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar. „Þetta franska lið er alls ekki ósigrandi. Þeir eru búnir að sýna það. Þeir voru næstum því búnir að tapa þessu niður á móti Þjóðverjum og í nokkrum leikjum öðrum. Töpuðu síðan á móti Króötum," sagði Guðmundur. Frakkar unnu Katar og Evrópumeistara Frakka á leið sinni í úrslit en Danir enduðu Ólympíudrauminn hjá Slóvenum og Pólverjum. Liðin mættust í riðlakeppninni þar sem Frakkar unnu 33-30 en þetta var leikur í síðustu umferðinni. „Við vorum fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik á móti þeim en spiluðum illa út úr okkar. Það er allt mögulegt," sagði Guðmundur. Hann er á því að það komi danska liðinu vel að hafa spilað við Frakka áður á þessum Ólympíuleikum. „Mér finnst það hjálpa okkur. Ég held að við höfum grætt á því," sagði Guðmundur. Guðmundur er nú kominn með lið í úrslitaleik á Ólympíuleikum í annað skiptið en hann fór með íslenska landsliðið í gullleikinn í Peking 2008. Þá tapaði Ísland einmitt á móti Frökkum og varð að sætta sig við silfrið. „Nú er það gull," sagði Guðmundur staðráðinn í því að vinna úrslitaleikinn á móti Frökkum.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56 Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56
Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00
Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09
Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23
Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06