„Dauðanefnd“ um endur- skoðun almannatrygginga hefur fellt sinn dóm! Helga Björk Grétudóttir skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Samtök Atvinnulífsins (SA), Alþýðusamband Íslands (SA) sem eru með 50 aðildarfélög, og Landssamband eldri borgara (LEB) hafa lagt fram tillögu þess efnis að laun öryrkja séu 212.000 kr. á mánuði. Önnur heildarlaunasamtök svo sem svo sem Bandalag háskólamanna (BHM) með 26 aðildarfélög innan sinna vébanda og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSR) líka skipuð 26 aðildarfélögum – Kennarasamband Íslands (KÍ) með 7 aðildarfélög styðja þessi lágkúrulegu laun 212.000 kr. á mánuði fyrir öryrkja og aldraða. Með öðrum orðum er þeim nákvæmlega sama um fyrrverandi starfsfélaga. Engin fyrrnefndra heildarlaunasamtaka hafa skriflegt umboð frá öryrkjum og öldruðum þessa lands. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBI), Landssamtökin Þroskahjálp, Félag eldri borgara (FEB) og Landssamtök eldri borgara (LEB) hafa heldur ekki skriflegt umboð frá öryrkjum og öldruðum til samningsgerðar við ríki og sveitarfélög. Við þurfum Landssamtök öryrkja og aldraðra sem annast stéttarfélagsmál. Allt og sumt sem nefnd um endurskoðun almannatrygginga býður hinum smánuðu er 212.000 kr. á mánuði. Á sama tíma eru umboðslausir fulltrúar heildarlaunasamtaka atvinnulífsins og forsvarsmenn hagsmunasamtaka á launum sem eru að lágmarki 900.000 kr. í mánaðarlaun og þar fyrir ofan. Aumir loddarar mega þeir heita sem gefa lítt fyrir bágborna stöðu öryrkja og aldraðra.Skömm og óþarfa þjáningar Skerðing á kjörum öryrkja og aldraðra sem enn hefur ekki verið leiðrétt og neikvæð viðhorf til þeirra valda þeim skömm og óþarfa sálarþjáningum sem leiða til sjálfsvíga. Fyrir 3 árum gekk ég á fund aðildarfélaga heildarlaunasamtakanna og spurði sérhvert aðildarfélag hvað það gerði fyrir félagsmenn sína. Eftir margra mánaða bið kom sannleikurinn í ljós. Engin aðildarfélög heildarlaunasamtaka atvinnulífsins gera eitt né neitt fyrir sína fyrrverandi félagsmenn, nema einstaka aðildarfélag sem lánar þeim sumarbústaði, sem velflestir öryrkjar geta ekki þegið vegna fjárskorts. Sem þeir geta ekki nýtt sér þar sem velflestir hafa ekki efni á eiga bíl, né reka. Margur nýtur ekki aðstoðar ættingja sinna sér til hjálpar og er því margur öryrkinn félagslega einangraður. Lágmarkslaun 18 ára unglings eru hins vegar 260.000 kr. á mánuði, sem að öllu jafnan hækka eftir 3, 6, 9 og 12 mánuði. Fari viðkomandi unglingur á námskeið t.d í líkamsbeitingu við þrif, fær viðkomandi þrepahækkun, sem jafnvel svarar til 3 ára sérfræðináms á háskólasviði. Mér er spurn, hver eru þá laun hins 19 ára unglings á meðan öryrkjum og öldruðum á BARNATAXTA er ætlað að lifa á 212. 000 kr.? Þess ber að geta að lágmarkslaun innan raða Bandalags háskólamanna (BHM) eru 350.000. Nú er engin stjórnvaldsákvörðun gild nema ákvörðun um dagsetningu sé fastákveðin. Ég óska eftir svari frá stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn, fyrir 1. september 2016. Því beini ég þeirri spurningu til ykkar hvort afturvirk leiðrétting á kjörum öryrkja og aldraðra verði fullgilt fyrir 1. september samkvæmt lögjöfnun? Þá vil ég hreinskilið svar frá stjórnarandstöðuflokkunum Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Pírötum og Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Öll svör verða birt á fésbókarsíðum öryrkja og aldraðra!Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samtök Atvinnulífsins (SA), Alþýðusamband Íslands (SA) sem eru með 50 aðildarfélög, og Landssamband eldri borgara (LEB) hafa lagt fram tillögu þess efnis að laun öryrkja séu 212.000 kr. á mánuði. Önnur heildarlaunasamtök svo sem svo sem Bandalag háskólamanna (BHM) með 26 aðildarfélög innan sinna vébanda og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSR) líka skipuð 26 aðildarfélögum – Kennarasamband Íslands (KÍ) með 7 aðildarfélög styðja þessi lágkúrulegu laun 212.000 kr. á mánuði fyrir öryrkja og aldraða. Með öðrum orðum er þeim nákvæmlega sama um fyrrverandi starfsfélaga. Engin fyrrnefndra heildarlaunasamtaka hafa skriflegt umboð frá öryrkjum og öldruðum þessa lands. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBI), Landssamtökin Þroskahjálp, Félag eldri borgara (FEB) og Landssamtök eldri borgara (LEB) hafa heldur ekki skriflegt umboð frá öryrkjum og öldruðum til samningsgerðar við ríki og sveitarfélög. Við þurfum Landssamtök öryrkja og aldraðra sem annast stéttarfélagsmál. Allt og sumt sem nefnd um endurskoðun almannatrygginga býður hinum smánuðu er 212.000 kr. á mánuði. Á sama tíma eru umboðslausir fulltrúar heildarlaunasamtaka atvinnulífsins og forsvarsmenn hagsmunasamtaka á launum sem eru að lágmarki 900.000 kr. í mánaðarlaun og þar fyrir ofan. Aumir loddarar mega þeir heita sem gefa lítt fyrir bágborna stöðu öryrkja og aldraðra.Skömm og óþarfa þjáningar Skerðing á kjörum öryrkja og aldraðra sem enn hefur ekki verið leiðrétt og neikvæð viðhorf til þeirra valda þeim skömm og óþarfa sálarþjáningum sem leiða til sjálfsvíga. Fyrir 3 árum gekk ég á fund aðildarfélaga heildarlaunasamtakanna og spurði sérhvert aðildarfélag hvað það gerði fyrir félagsmenn sína. Eftir margra mánaða bið kom sannleikurinn í ljós. Engin aðildarfélög heildarlaunasamtaka atvinnulífsins gera eitt né neitt fyrir sína fyrrverandi félagsmenn, nema einstaka aðildarfélag sem lánar þeim sumarbústaði, sem velflestir öryrkjar geta ekki þegið vegna fjárskorts. Sem þeir geta ekki nýtt sér þar sem velflestir hafa ekki efni á eiga bíl, né reka. Margur nýtur ekki aðstoðar ættingja sinna sér til hjálpar og er því margur öryrkinn félagslega einangraður. Lágmarkslaun 18 ára unglings eru hins vegar 260.000 kr. á mánuði, sem að öllu jafnan hækka eftir 3, 6, 9 og 12 mánuði. Fari viðkomandi unglingur á námskeið t.d í líkamsbeitingu við þrif, fær viðkomandi þrepahækkun, sem jafnvel svarar til 3 ára sérfræðináms á háskólasviði. Mér er spurn, hver eru þá laun hins 19 ára unglings á meðan öryrkjum og öldruðum á BARNATAXTA er ætlað að lifa á 212. 000 kr.? Þess ber að geta að lágmarkslaun innan raða Bandalags háskólamanna (BHM) eru 350.000. Nú er engin stjórnvaldsákvörðun gild nema ákvörðun um dagsetningu sé fastákveðin. Ég óska eftir svari frá stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn, fyrir 1. september 2016. Því beini ég þeirri spurningu til ykkar hvort afturvirk leiðrétting á kjörum öryrkja og aldraðra verði fullgilt fyrir 1. september samkvæmt lögjöfnun? Þá vil ég hreinskilið svar frá stjórnarandstöðuflokkunum Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Pírötum og Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Öll svör verða birt á fésbókarsíðum öryrkja og aldraðra!Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar