
„Dauðanefnd“ um endur- skoðun almannatrygginga hefur fellt sinn dóm!
Með öðrum orðum er þeim nákvæmlega sama um fyrrverandi starfsfélaga.
Engin fyrrnefndra heildarlaunasamtaka hafa skriflegt umboð frá öryrkjum og öldruðum þessa lands. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBI), Landssamtökin Þroskahjálp, Félag eldri borgara (FEB) og Landssamtök eldri borgara (LEB) hafa heldur ekki skriflegt umboð frá öryrkjum og öldruðum til samningsgerðar við ríki og sveitarfélög.
Við þurfum Landssamtök öryrkja og aldraðra sem annast stéttarfélagsmál.
Allt og sumt sem nefnd um endurskoðun almannatrygginga býður hinum smánuðu er 212.000 kr. á mánuði. Á sama tíma eru umboðslausir fulltrúar heildarlaunasamtaka atvinnulífsins og forsvarsmenn hagsmunasamtaka á launum sem eru að lágmarki 900.000 kr. í mánaðarlaun og þar fyrir ofan. Aumir loddarar mega þeir heita sem gefa lítt fyrir bágborna stöðu öryrkja og aldraðra.
Skömm og óþarfa þjáningar
Skerðing á kjörum öryrkja og aldraðra sem enn hefur ekki verið leiðrétt og neikvæð viðhorf til þeirra valda þeim skömm og óþarfa sálarþjáningum sem leiða til sjálfsvíga.
Fyrir 3 árum gekk ég á fund aðildarfélaga heildarlaunasamtakanna og spurði sérhvert aðildarfélag hvað það gerði fyrir félagsmenn sína. Eftir margra mánaða bið kom sannleikurinn í ljós. Engin aðildarfélög heildarlaunasamtaka atvinnulífsins gera eitt né neitt fyrir sína fyrrverandi félagsmenn, nema einstaka aðildarfélag sem lánar þeim sumarbústaði, sem velflestir öryrkjar geta ekki þegið vegna fjárskorts. Sem þeir geta ekki nýtt sér þar sem velflestir hafa ekki efni á eiga bíl, né reka. Margur nýtur ekki aðstoðar ættingja sinna sér til hjálpar og er því margur öryrkinn félagslega einangraður.
Lágmarkslaun 18 ára unglings eru hins vegar 260.000 kr. á mánuði, sem að öllu jafnan hækka eftir 3, 6, 9 og 12 mánuði. Fari viðkomandi unglingur á námskeið t.d í líkamsbeitingu við þrif, fær viðkomandi þrepahækkun, sem jafnvel svarar til 3 ára sérfræðináms á háskólasviði. Mér er spurn, hver eru þá laun hins 19 ára unglings á meðan öryrkjum og öldruðum á BARNATAXTA er ætlað að lifa á 212. 000 kr.? Þess ber að geta að lágmarkslaun innan raða Bandalags háskólamanna (BHM) eru 350.000.
Nú er engin stjórnvaldsákvörðun gild nema ákvörðun um dagsetningu sé fastákveðin. Ég óska eftir svari frá stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn, fyrir 1. september 2016.
Því beini ég þeirri spurningu til ykkar hvort afturvirk leiðrétting á kjörum öryrkja og aldraðra verði fullgilt fyrir 1. september samkvæmt lögjöfnun?
Þá vil ég hreinskilið svar frá stjórnarandstöðuflokkunum Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Pírötum og Vinstri hreyfingunni grænu framboði.
Öll svör verða birt á fésbókarsíðum öryrkja og aldraðra!
Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun

Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza
Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar

Glæpur og refsing kvenna í samtímanum
Kristín I. Pálsdóttir,Helena Bragadóttir skrifar

Eru ungir bændur í SÉR-flokki?
Karl Guðlaugsson skrifar

Eru þeir sem eiga bókina sinn versta óvin, að taka one way ticket to …?
Davíð Bergmann skrifar

Sjúkraþyrla, tíminn skiptir máli
Gunnar Svanur Einarsson skrifar

Það sem Birgir og Biden sáu - en sáu ekki
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Pennastrik frá 2018 elta óundirbúinn fyrrverandi ferðamálaráðherra
Jökull Sólberg skrifar

Ríki og sveitarfélög næra verðbólguna
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Krónan - mælitæki eða orsök hagsveiflna?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Að draga lærdóm af PISA
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Á PISAköldu landi
Alexander Briem skrifar

Fækkun heilsugæslustöðva og hvar eru heimilislæknarnir?
Oddur Steinarsson skrifar

Jólagjöf ársins 2023
Birgitta Steingrímsdóttir,Hildur Mist Friðjónsdóttir,Þorbjörg Sandra Bakke skrifar

Skiptum út dönsku fyrir læsi
Hólmfríður Árnadóttir,Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Pælt í PISA
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Mannréttindi fatlaðra kvenna
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Sjálfboðavinna Afstöðu fyrir stjórnvöld
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Gamli Bjarni og nýi Bjarni
Sigmar Guðmundsson skrifar

Fórnarkostnaður
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Skakkaföllin í PISA
Björn Brynjúlfur Björnsson,Sindri M. Stephensen skrifar

Er sumarbústaðurinn öruggur fyrir veturinn?
Ágúst Mogensen skrifar

Kjarapakki Samfylkingar: Mildum höggið og vinnum gegn verðbólgu
Kristrún Frostadóttir skrifar

Samstaða og sniðganga - Suður-Afríka og Palestína
Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar

Fátækari með hverju árinu!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Sótsvartur veruleiki fatlaðs fólks á Íslandi
Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar

Hvert er hneykslið?
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans
Óskar Jósúason skrifar

Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum?
Ólafur Stephensen skrifar

Hvar stendur Framsókn?
Yousef Ingi Tamimi skrifar