TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2016 14:34 Guðmundur gefur skipanir í úrslitaleiknum. vísir/anton TV2 í Danmörku slær því upp á vef sínum að til greina hafi komið að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi þjálfara danska handboltalandsliðsins aðeins níu dögum áður en liðið vann til gullverðlauna á leikunum. Hins vegar hafi leikmenn slegið þá hugmynd af borðinu og þar með bjargað starfi Guðmundar. Guðmundur vildi sjálfur ekki tjá sig um innihald fréttarinnar þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis. Hann tjáði sig heldur ekki við TV2 um málið. Samkvæmt fréttinni munu forráðamenn danska handknattleikssambandsins hafa fundað með sex reyndustu leikmönnum liðsins - án Guðmundar. Var það daginn eftir leik Dana og Króata í riðlakeppninni, sem Danir töpuðu. Á þeim fundi hafi leikmenn verið spurðir að því hvort að þeir vildu Guðmund burt úr starfi landsliðsþjálfara en að því hafi leikmennirnir hafnað. Ulrik Wilbæk, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og núverandi íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, segir að þetta sé einfaldlega lygi. „Þetta er lygi. Mér líkar ekki við orðið lygi en það stóð aldrei til að reka neinn,“ sagði Wilbæk við TV2. Sjá einnig: Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Hann neitar því ekki að hafa fundað með hópi leikmanna. „Já, þegar einhver biður um fund þá held ég fund. Og við höldum marga fundi á svona mótum.“ Wilbæk sagði þó að það hefði aldrei komið til tals að reka þjálfarann. „Nei, það var aldrei rætt. Spurningar voru bornar upp, þeim var svarað og svo haldið áfram. Það var talað um að bæta sig á þessum fundum og eftir þá voru allir ánægðir.“ TV2 telur sig hafa heimildir fyrir því að starf Guðmundar hafi hangið á bláþræði en enginn af þeim leikmönnum sem rætt var við vildi tjá sig um málið. Handbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
TV2 í Danmörku slær því upp á vef sínum að til greina hafi komið að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi þjálfara danska handboltalandsliðsins aðeins níu dögum áður en liðið vann til gullverðlauna á leikunum. Hins vegar hafi leikmenn slegið þá hugmynd af borðinu og þar með bjargað starfi Guðmundar. Guðmundur vildi sjálfur ekki tjá sig um innihald fréttarinnar þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis. Hann tjáði sig heldur ekki við TV2 um málið. Samkvæmt fréttinni munu forráðamenn danska handknattleikssambandsins hafa fundað með sex reyndustu leikmönnum liðsins - án Guðmundar. Var það daginn eftir leik Dana og Króata í riðlakeppninni, sem Danir töpuðu. Á þeim fundi hafi leikmenn verið spurðir að því hvort að þeir vildu Guðmund burt úr starfi landsliðsþjálfara en að því hafi leikmennirnir hafnað. Ulrik Wilbæk, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og núverandi íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, segir að þetta sé einfaldlega lygi. „Þetta er lygi. Mér líkar ekki við orðið lygi en það stóð aldrei til að reka neinn,“ sagði Wilbæk við TV2. Sjá einnig: Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Hann neitar því ekki að hafa fundað með hópi leikmanna. „Já, þegar einhver biður um fund þá held ég fund. Og við höldum marga fundi á svona mótum.“ Wilbæk sagði þó að það hefði aldrei komið til tals að reka þjálfarann. „Nei, það var aldrei rætt. Spurningar voru bornar upp, þeim var svarað og svo haldið áfram. Það var talað um að bæta sig á þessum fundum og eftir þá voru allir ánægðir.“ TV2 telur sig hafa heimildir fyrir því að starf Guðmundar hafi hangið á bláþræði en enginn af þeim leikmönnum sem rætt var við vildi tjá sig um málið.
Handbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira