Rosberg vann í Belgíu | Hamilton þriðji Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. ágúst 2016 13:48 Nico Rosberg sigldi auðan sjó í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes sigldi auðan sjó fremstur í belgíska kappakstrinum. Daniel Ricciardo á RedBull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji með ótrúlegum akstri. Rosberg náði með fyrsta sætinu í dag að minnka forskot Hamilton í stigakeppni ökumanna niður í níu stig. Rosberg gerði sér væntanlega vonir um að minnka það enn frekar þar sem Hamilton ræsti 21. Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen á Ferrari lentu í samstuði í fyrstu beygju og Raikkonen þrýstist þá á Max Verstappen á Red Bull sem var innstur þeirra þriggja á leið inn í fyrstu beygju. Kevin Magnussen skall harkalega á varnarvegg á leið út úr Eau Rouge beygjunni. Öryggisbíllinn bar kallaður út á 7. hring. Renault bíllinn var gjörónýtur. Magnussen steig sjálfur upp úr bílnum og haltraði við en virtist annars nokkuð heill. Sjá einni: Myndband af árekstri Kevin Mangussen. Hamilton var orðinn fimmti þegar öryggisbíllinn kom út og ökumenn tóku þjónustuhlé. Fernando Alonso var orðinn fjórði á McLaren bílnum. Keppnin var svo stöðvuð á tíunda hring til að koma öryggisveggnum sem Magnussen lenti á, í samt horf.Kevin Mangussen var heppinn að sleppa án mikilla meiðsla í dag.Vísir/GettyKeppnin var endurræst og þá höfðu ökumenn skipt um dekk og lagað það sem hægt var að laga á bílum sínum. Raikkonen og Verstappen héldu áfram að berjast eftir að keppnin var endurræst. Verstappen var ansi grófur við að loka á Raikkonen. Hamilton kom sér í þriðja sæti með því að taka fram úr Nico Hulkenberg á 18. hring af 44. Hamilton var greinilega ákveðinn að takmarka skaðan af því að ræsa í 21. sæti. Hamilton komst svo í sóknarfæri við Ricciardo á 30. hring. Ricciardo lét annað sætið ekki auðveldlega af hendi. Hamilton þurfti að hafa fyrir hlutunum. Hamilton tók svo þjónustuhlé á 33. hring og tapaði einu sæti við það. Hulkenberg komst fram úr honum. Hamilton komst fram úr á 34. hring. Eftir það breyttist staða efstu manna ekkert. Formúla Tengdar fréttir Sjáðu svakalegan árekstur Kevin Magnussen | Myndband Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk. 28. ágúst 2016 13:30 Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. 26. ágúst 2016 18:30 Vettel: Við getum unnið þessa keppni á morgun Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á árinu í dag. Belgíski kappaksturinn fer fram á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. ágúst 2016 15:00 Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 27. ágúst 2016 13:05 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes sigldi auðan sjó fremstur í belgíska kappakstrinum. Daniel Ricciardo á RedBull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji með ótrúlegum akstri. Rosberg náði með fyrsta sætinu í dag að minnka forskot Hamilton í stigakeppni ökumanna niður í níu stig. Rosberg gerði sér væntanlega vonir um að minnka það enn frekar þar sem Hamilton ræsti 21. Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen á Ferrari lentu í samstuði í fyrstu beygju og Raikkonen þrýstist þá á Max Verstappen á Red Bull sem var innstur þeirra þriggja á leið inn í fyrstu beygju. Kevin Magnussen skall harkalega á varnarvegg á leið út úr Eau Rouge beygjunni. Öryggisbíllinn bar kallaður út á 7. hring. Renault bíllinn var gjörónýtur. Magnussen steig sjálfur upp úr bílnum og haltraði við en virtist annars nokkuð heill. Sjá einni: Myndband af árekstri Kevin Mangussen. Hamilton var orðinn fimmti þegar öryggisbíllinn kom út og ökumenn tóku þjónustuhlé. Fernando Alonso var orðinn fjórði á McLaren bílnum. Keppnin var svo stöðvuð á tíunda hring til að koma öryggisveggnum sem Magnussen lenti á, í samt horf.Kevin Mangussen var heppinn að sleppa án mikilla meiðsla í dag.Vísir/GettyKeppnin var endurræst og þá höfðu ökumenn skipt um dekk og lagað það sem hægt var að laga á bílum sínum. Raikkonen og Verstappen héldu áfram að berjast eftir að keppnin var endurræst. Verstappen var ansi grófur við að loka á Raikkonen. Hamilton kom sér í þriðja sæti með því að taka fram úr Nico Hulkenberg á 18. hring af 44. Hamilton var greinilega ákveðinn að takmarka skaðan af því að ræsa í 21. sæti. Hamilton komst svo í sóknarfæri við Ricciardo á 30. hring. Ricciardo lét annað sætið ekki auðveldlega af hendi. Hamilton þurfti að hafa fyrir hlutunum. Hamilton tók svo þjónustuhlé á 33. hring og tapaði einu sæti við það. Hulkenberg komst fram úr honum. Hamilton komst fram úr á 34. hring. Eftir það breyttist staða efstu manna ekkert.
Formúla Tengdar fréttir Sjáðu svakalegan árekstur Kevin Magnussen | Myndband Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk. 28. ágúst 2016 13:30 Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. 26. ágúst 2016 18:30 Vettel: Við getum unnið þessa keppni á morgun Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á árinu í dag. Belgíski kappaksturinn fer fram á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. ágúst 2016 15:00 Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 27. ágúst 2016 13:05 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Sjáðu svakalegan árekstur Kevin Magnussen | Myndband Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk. 28. ágúst 2016 13:30
Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. 26. ágúst 2016 18:30
Vettel: Við getum unnið þessa keppni á morgun Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á árinu í dag. Belgíski kappaksturinn fer fram á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. ágúst 2016 15:00
Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 27. ágúst 2016 13:05