Um meintar rangfærslur Baldur Thorlacius og Páll Harðarson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birtist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og afstaða Kauphallarinnar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli. Telur Kauphöllin rétt að bregðast við athugasemdum hans. Í fyrsta lagi tekur Helgi fram að í fyrri grein okkar hafi verið fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Þetta er fjarri sannleikanum, enda er þar einungis fjallað um „aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf“ í þessu samhengi. Aðkoma banka að hlutabréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Þá fjallar Helgi einnig um þá niðurstöðu Hæstaréttar að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, hafi verið óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga. Tekur hann fram að megingagnrýni hans á Kauphöllina hafi verið sú að hún hafi aldrei bent á að umrædd viðskipti hafi verið ólögleg á þessum grundvelli.Málflutningi vísað á bug Í ofangreindri niðurstöðu Hæstaréttar felst ekki að bönkunum hafi verið óheimilt að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Niðurstaðan fjallar um heimild bankans til þess að stunda viðskiptavakt með eigin hlutabréf, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim og að slík viðskipti hafi bönkunum verið óheimil. Dómurinn vísar þannig á bug málflutningi verjenda um að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þeir sem hlutu dóma í ofangreindu máli voru aftur á móti ákærðir fyrir að brjóta ákvæði laga um markaðsmisnotkun. Kjarni málsins liggur í eðli viðskiptanna – og dómurinn talar sínu máli um þau þar sem Hæstiréttur segir m.a. eftirfarandi um viðskiptahætti umbjóðanda Helga: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu […], og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Tengdar fréttir Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00 Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00 Rangfærslur Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birtist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og afstaða Kauphallarinnar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli. Telur Kauphöllin rétt að bregðast við athugasemdum hans. Í fyrsta lagi tekur Helgi fram að í fyrri grein okkar hafi verið fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Þetta er fjarri sannleikanum, enda er þar einungis fjallað um „aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf“ í þessu samhengi. Aðkoma banka að hlutabréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Þá fjallar Helgi einnig um þá niðurstöðu Hæstaréttar að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, hafi verið óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga. Tekur hann fram að megingagnrýni hans á Kauphöllina hafi verið sú að hún hafi aldrei bent á að umrædd viðskipti hafi verið ólögleg á þessum grundvelli.Málflutningi vísað á bug Í ofangreindri niðurstöðu Hæstaréttar felst ekki að bönkunum hafi verið óheimilt að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Niðurstaðan fjallar um heimild bankans til þess að stunda viðskiptavakt með eigin hlutabréf, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim og að slík viðskipti hafi bönkunum verið óheimil. Dómurinn vísar þannig á bug málflutningi verjenda um að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þeir sem hlutu dóma í ofangreindu máli voru aftur á móti ákærðir fyrir að brjóta ákvæði laga um markaðsmisnotkun. Kjarni málsins liggur í eðli viðskiptanna – og dómurinn talar sínu máli um þau þar sem Hæstiréttur segir m.a. eftirfarandi um viðskiptahætti umbjóðanda Helga: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu […], og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00
Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00
Rangfærslur Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar 25. ágúst 2016 07:00
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar