Mismunandi fyrirkomulag á uppboðum með aflaheimildir Ásgeir Daníelsson skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Mikil umræða hefur verið um uppboð á aflaheimildum eftir að fréttist að Færeyingar hafa boðið upp aflaheimildir í nokkrum deilistofnum. Færeyingar líta á þessi uppboð sem tilraunastarfsemi og ætla að nota reynsluna af þeim til að þróa fram hentugt fyrirkomulag á uppboði aflaheimilda. Á fyrstu árum þessarar aldar voru umræður hér á landi um að taka upp uppboð á aflaheimildum. Sú hugmynd var nefnd að rétt væri að gera tilraunir með uppboð á aflaheimildum í nýjum tegundum eins og norsk-íslensku síldinni þar sem engin aflareynsla var fyrir hendi til að miða úthlutun aflaheimildanna við. Sömu aðstæður komu upp síðar þegar byrjað var að veiða kolmunna og makríl. Af þessu varð ekki og auðlindagjald var lagt á í formi skatts þrátt fyrir að flestum væri ljóst – einnig þeim sem útbjuggu það – að kerfið gæti leitt til mjög óskynsamlegrar niðurstöðu þegar aðstæður veiðanna breyttust mikið frá þeim tíma sem útreikningurinn miðaði við. (Þessi vandamál eru vissulega meiri en þau þyrftu að vera vegna undarlegrar þrákelkni við að miða við verð á lönduðum afla við útreikning á þorskígildum í stað leiguverðs á aflamarki.)Mismunandi uppboðskerfi Í grein í Fréttablaðinu 27. júlí segja tveir starfsmenn SFS að uppboð á aflaheimildum geri fyrirtækjum ókleift að skipuleggja sig til lengri tíma og lýst er áhyggjum af því að smábátar og skip minni útgerða fari halloka í útboðum á aflaheimildum. Sennilega hafa höfundarnir í huga uppboð þar sem allt aflamark (kvóti) tiltekins árs er boðið upp í einu lagi en það er auðvitað ekki eina mögulega fyrirkomulagið. Það er hægt að bjóða upp aflahlutdeildir til lengri tíma og einungis lítinn hluta af öllum aflaheimildum á hverju ári eins og fylgjendur fyrningarleiðarinnar hafa talað fyrir. Það væri líka hægt að skipta uppboðinu upp þannig að boðnar væru sérstaklega upp aflaheimildir fyrir smábáta og sérstaklega fyrir minni útgerðir ef það væri talið æskilegt að viðkomandi hópar héldu einhverri tiltekinni hlutdeild af aflaheimildum í heild. Það er hægt að setja hámörk á hvað hver útgerð megi bjóða í mikið af aflaheimildum (t.d. miðað við afkastagetu skipa sem hún á) og það er hægt að setja hámark á hversu mikið útgerð má eiga af aflaheimildum eins og er í núgildandi lögum. Ég hugsa að það sé hagkvæmt að hafa nokkur uppboð á aflaheimildum á ári og að það verði boðnar út aflahlutdeildir sem afskrifast á mislöngum tíma, sumar afskrifist á 20 árum, sumar á 5 árum og kannski sumar á einu ári, þ.e. aflamark ársins. Önnur atriði sem varða fyrirkomulag uppboða geta einnig skipt miklu. Allt þetta þarf að skoða mjög vandlega eins og starfsmenn SFS benda á í grein sinni, bæði með fræðilegum aðferðum (hagfræði, leikjafræði, tilraunum) og með því að skoða hvernig hlutirnir koma út þegar afmarkaður hluti aflaheimilda er boðinn út eins og Færeyingar eru að gera nú. Kannski ættum við að gera eins og Færeyingar og byrja á veiðum úr deilistofnum, sem eru uppsjávarfiskar og botnfiskur í Barentshafi eins og hjá Færeyingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um uppboð á aflaheimildum eftir að fréttist að Færeyingar hafa boðið upp aflaheimildir í nokkrum deilistofnum. Færeyingar líta á þessi uppboð sem tilraunastarfsemi og ætla að nota reynsluna af þeim til að þróa fram hentugt fyrirkomulag á uppboði aflaheimilda. Á fyrstu árum þessarar aldar voru umræður hér á landi um að taka upp uppboð á aflaheimildum. Sú hugmynd var nefnd að rétt væri að gera tilraunir með uppboð á aflaheimildum í nýjum tegundum eins og norsk-íslensku síldinni þar sem engin aflareynsla var fyrir hendi til að miða úthlutun aflaheimildanna við. Sömu aðstæður komu upp síðar þegar byrjað var að veiða kolmunna og makríl. Af þessu varð ekki og auðlindagjald var lagt á í formi skatts þrátt fyrir að flestum væri ljóst – einnig þeim sem útbjuggu það – að kerfið gæti leitt til mjög óskynsamlegrar niðurstöðu þegar aðstæður veiðanna breyttust mikið frá þeim tíma sem útreikningurinn miðaði við. (Þessi vandamál eru vissulega meiri en þau þyrftu að vera vegna undarlegrar þrákelkni við að miða við verð á lönduðum afla við útreikning á þorskígildum í stað leiguverðs á aflamarki.)Mismunandi uppboðskerfi Í grein í Fréttablaðinu 27. júlí segja tveir starfsmenn SFS að uppboð á aflaheimildum geri fyrirtækjum ókleift að skipuleggja sig til lengri tíma og lýst er áhyggjum af því að smábátar og skip minni útgerða fari halloka í útboðum á aflaheimildum. Sennilega hafa höfundarnir í huga uppboð þar sem allt aflamark (kvóti) tiltekins árs er boðið upp í einu lagi en það er auðvitað ekki eina mögulega fyrirkomulagið. Það er hægt að bjóða upp aflahlutdeildir til lengri tíma og einungis lítinn hluta af öllum aflaheimildum á hverju ári eins og fylgjendur fyrningarleiðarinnar hafa talað fyrir. Það væri líka hægt að skipta uppboðinu upp þannig að boðnar væru sérstaklega upp aflaheimildir fyrir smábáta og sérstaklega fyrir minni útgerðir ef það væri talið æskilegt að viðkomandi hópar héldu einhverri tiltekinni hlutdeild af aflaheimildum í heild. Það er hægt að setja hámörk á hvað hver útgerð megi bjóða í mikið af aflaheimildum (t.d. miðað við afkastagetu skipa sem hún á) og það er hægt að setja hámark á hversu mikið útgerð má eiga af aflaheimildum eins og er í núgildandi lögum. Ég hugsa að það sé hagkvæmt að hafa nokkur uppboð á aflaheimildum á ári og að það verði boðnar út aflahlutdeildir sem afskrifast á mislöngum tíma, sumar afskrifist á 20 árum, sumar á 5 árum og kannski sumar á einu ári, þ.e. aflamark ársins. Önnur atriði sem varða fyrirkomulag uppboða geta einnig skipt miklu. Allt þetta þarf að skoða mjög vandlega eins og starfsmenn SFS benda á í grein sinni, bæði með fræðilegum aðferðum (hagfræði, leikjafræði, tilraunum) og með því að skoða hvernig hlutirnir koma út þegar afmarkaður hluti aflaheimilda er boðinn út eins og Færeyingar eru að gera nú. Kannski ættum við að gera eins og Færeyingar og byrja á veiðum úr deilistofnum, sem eru uppsjávarfiskar og botnfiskur í Barentshafi eins og hjá Færeyingum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar