Mismunandi fyrirkomulag á uppboðum með aflaheimildir Ásgeir Daníelsson skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Mikil umræða hefur verið um uppboð á aflaheimildum eftir að fréttist að Færeyingar hafa boðið upp aflaheimildir í nokkrum deilistofnum. Færeyingar líta á þessi uppboð sem tilraunastarfsemi og ætla að nota reynsluna af þeim til að þróa fram hentugt fyrirkomulag á uppboði aflaheimilda. Á fyrstu árum þessarar aldar voru umræður hér á landi um að taka upp uppboð á aflaheimildum. Sú hugmynd var nefnd að rétt væri að gera tilraunir með uppboð á aflaheimildum í nýjum tegundum eins og norsk-íslensku síldinni þar sem engin aflareynsla var fyrir hendi til að miða úthlutun aflaheimildanna við. Sömu aðstæður komu upp síðar þegar byrjað var að veiða kolmunna og makríl. Af þessu varð ekki og auðlindagjald var lagt á í formi skatts þrátt fyrir að flestum væri ljóst – einnig þeim sem útbjuggu það – að kerfið gæti leitt til mjög óskynsamlegrar niðurstöðu þegar aðstæður veiðanna breyttust mikið frá þeim tíma sem útreikningurinn miðaði við. (Þessi vandamál eru vissulega meiri en þau þyrftu að vera vegna undarlegrar þrákelkni við að miða við verð á lönduðum afla við útreikning á þorskígildum í stað leiguverðs á aflamarki.)Mismunandi uppboðskerfi Í grein í Fréttablaðinu 27. júlí segja tveir starfsmenn SFS að uppboð á aflaheimildum geri fyrirtækjum ókleift að skipuleggja sig til lengri tíma og lýst er áhyggjum af því að smábátar og skip minni útgerða fari halloka í útboðum á aflaheimildum. Sennilega hafa höfundarnir í huga uppboð þar sem allt aflamark (kvóti) tiltekins árs er boðið upp í einu lagi en það er auðvitað ekki eina mögulega fyrirkomulagið. Það er hægt að bjóða upp aflahlutdeildir til lengri tíma og einungis lítinn hluta af öllum aflaheimildum á hverju ári eins og fylgjendur fyrningarleiðarinnar hafa talað fyrir. Það væri líka hægt að skipta uppboðinu upp þannig að boðnar væru sérstaklega upp aflaheimildir fyrir smábáta og sérstaklega fyrir minni útgerðir ef það væri talið æskilegt að viðkomandi hópar héldu einhverri tiltekinni hlutdeild af aflaheimildum í heild. Það er hægt að setja hámörk á hvað hver útgerð megi bjóða í mikið af aflaheimildum (t.d. miðað við afkastagetu skipa sem hún á) og það er hægt að setja hámark á hversu mikið útgerð má eiga af aflaheimildum eins og er í núgildandi lögum. Ég hugsa að það sé hagkvæmt að hafa nokkur uppboð á aflaheimildum á ári og að það verði boðnar út aflahlutdeildir sem afskrifast á mislöngum tíma, sumar afskrifist á 20 árum, sumar á 5 árum og kannski sumar á einu ári, þ.e. aflamark ársins. Önnur atriði sem varða fyrirkomulag uppboða geta einnig skipt miklu. Allt þetta þarf að skoða mjög vandlega eins og starfsmenn SFS benda á í grein sinni, bæði með fræðilegum aðferðum (hagfræði, leikjafræði, tilraunum) og með því að skoða hvernig hlutirnir koma út þegar afmarkaður hluti aflaheimilda er boðinn út eins og Færeyingar eru að gera nú. Kannski ættum við að gera eins og Færeyingar og byrja á veiðum úr deilistofnum, sem eru uppsjávarfiskar og botnfiskur í Barentshafi eins og hjá Færeyingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um uppboð á aflaheimildum eftir að fréttist að Færeyingar hafa boðið upp aflaheimildir í nokkrum deilistofnum. Færeyingar líta á þessi uppboð sem tilraunastarfsemi og ætla að nota reynsluna af þeim til að þróa fram hentugt fyrirkomulag á uppboði aflaheimilda. Á fyrstu árum þessarar aldar voru umræður hér á landi um að taka upp uppboð á aflaheimildum. Sú hugmynd var nefnd að rétt væri að gera tilraunir með uppboð á aflaheimildum í nýjum tegundum eins og norsk-íslensku síldinni þar sem engin aflareynsla var fyrir hendi til að miða úthlutun aflaheimildanna við. Sömu aðstæður komu upp síðar þegar byrjað var að veiða kolmunna og makríl. Af þessu varð ekki og auðlindagjald var lagt á í formi skatts þrátt fyrir að flestum væri ljóst – einnig þeim sem útbjuggu það – að kerfið gæti leitt til mjög óskynsamlegrar niðurstöðu þegar aðstæður veiðanna breyttust mikið frá þeim tíma sem útreikningurinn miðaði við. (Þessi vandamál eru vissulega meiri en þau þyrftu að vera vegna undarlegrar þrákelkni við að miða við verð á lönduðum afla við útreikning á þorskígildum í stað leiguverðs á aflamarki.)Mismunandi uppboðskerfi Í grein í Fréttablaðinu 27. júlí segja tveir starfsmenn SFS að uppboð á aflaheimildum geri fyrirtækjum ókleift að skipuleggja sig til lengri tíma og lýst er áhyggjum af því að smábátar og skip minni útgerða fari halloka í útboðum á aflaheimildum. Sennilega hafa höfundarnir í huga uppboð þar sem allt aflamark (kvóti) tiltekins árs er boðið upp í einu lagi en það er auðvitað ekki eina mögulega fyrirkomulagið. Það er hægt að bjóða upp aflahlutdeildir til lengri tíma og einungis lítinn hluta af öllum aflaheimildum á hverju ári eins og fylgjendur fyrningarleiðarinnar hafa talað fyrir. Það væri líka hægt að skipta uppboðinu upp þannig að boðnar væru sérstaklega upp aflaheimildir fyrir smábáta og sérstaklega fyrir minni útgerðir ef það væri talið æskilegt að viðkomandi hópar héldu einhverri tiltekinni hlutdeild af aflaheimildum í heild. Það er hægt að setja hámörk á hvað hver útgerð megi bjóða í mikið af aflaheimildum (t.d. miðað við afkastagetu skipa sem hún á) og það er hægt að setja hámark á hversu mikið útgerð má eiga af aflaheimildum eins og er í núgildandi lögum. Ég hugsa að það sé hagkvæmt að hafa nokkur uppboð á aflaheimildum á ári og að það verði boðnar út aflahlutdeildir sem afskrifast á mislöngum tíma, sumar afskrifist á 20 árum, sumar á 5 árum og kannski sumar á einu ári, þ.e. aflamark ársins. Önnur atriði sem varða fyrirkomulag uppboða geta einnig skipt miklu. Allt þetta þarf að skoða mjög vandlega eins og starfsmenn SFS benda á í grein sinni, bæði með fræðilegum aðferðum (hagfræði, leikjafræði, tilraunum) og með því að skoða hvernig hlutirnir koma út þegar afmarkaður hluti aflaheimilda er boðinn út eins og Færeyingar eru að gera nú. Kannski ættum við að gera eins og Færeyingar og byrja á veiðum úr deilistofnum, sem eru uppsjávarfiskar og botnfiskur í Barentshafi eins og hjá Færeyingum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar