Fjölgum hjúkrunarfræðingum! Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Alþjóðlegar og innlendar rannsóknir hafa margsýnt fram á að góð mönnun vel menntaðra hjúkrunarfræðinga eykur öryggi skjólstæðinga og þeim farnast betur. Heilbrigðisþjónustan verður hagkvæmari og ennfremur verða skjólstæðingar og aðstandendur ánægðari með þjónustuna. Undirmönnun eða skortur á vel menntuðum hjúkrunarfræðingum rýrir gæði heilbrigðisþjónustunnar.Mannekla í hjúkrun Undanfarin ár hefur mönnun sem samræmist viðurkenndum öryggissjónarmiðum á heilbrigðisstofnunum ekki verið náð og hefur vandi Landspítalans oftast verið nefndur í þeim efnum. Vandinn er margþættur. Í fyrsta lagi munu stórir árgangar starfandi hjúkrunarfræðinga sextíu ára og eldri hefja töku á lífeyri á næstu þremur árum. Kallar það á fjölgun hjúkrunarfræðinga til að fylla í skörðin. Í öðru lagi þarf að bæta vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga og gera þannig störfin eftirsóknarverðari. Í mannekluskýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 2007 var áætlað að útskrifa þyrfti a.m.k. 145 hjúkrunarfræðinga á ári. Það hefur tekist að útskrifa að meðaltali 80% af þessum fjölda á undanförnum sex árum. Í þriðja lagi mun þörfin fyrir menntaða hjúkrunarfræðinga aukast og þá sérstaklega m.t.t. þess að þjóðin mun eldast á næstu áratugum skv. mannfjöldaspá Hagstofu Íslands.Hjúkrunarfræði í 30 ár við HA Hjúkrunarfræðideild HA verður 30 ára á næsta ári. Þegar Háskólinn á Akureyri var stofnaður 1987 var hjúkrunarfræðideildin sett á laggirnar. Efasemdaraddir um að hjúkrunarfræðideild á Norðurlandi mundi hvorki vaxa né dafna hafa hljóðnað og námið fengið mikið lof í gæðaúttektum sem gerðar hafa verið. Undanfarin ár hafa 50 hjúkrunarnemar hafið nám á vormisseri fyrsta árs eftir að hafa þreytt og staðist samkeppnispróf að loknu haustmisseri. Brottfall við hjúkrunarfræðideild HA er hverfandi, en undanfarin sex ár hafa 94% þeirra hjúkrunarnema sem hefja nám á vormisseri fyrsta árs útskrifast sem hjúkrunarfræðingar. Það er í raun stórmerkilegur árangur í háskólastarfi.Sveigjanlegt nám Kannanir sem gerðar hafa verið á viðhorfum þeirra sem brautskráðst hafa frá hjúkrunarfræðideild HA ásamt viðtölum við þá staðfesta að rekja megi árangur um lítið brottfall til jákvæðs viðmóts og góðs aðgengis að kennurum. Einnig virðist það skipta sköpum að boðið er upp á sveigjanlegt nám sem byggir á þremur stoðum; fjarnámi, skýrt skilgreindu lotubundnu staðarnámi og klínísku námi. Þetta blandaða námsfyrirkomulag við deildina hefur mælst vel fyrir og veitt fjölmörgum tækifæri til náms sem annars hefðu ekki átt kost á námi, jafnt á landsbyggð sem höfuðborgarsvæði.Fjölgun hjúkrunarfræðinga Háskólaráð HA hefur samþykkt að fjölga þeim sem fara í gegnum samkeppnispróf í hjúkrunarfræði úr 50 í 55 á næsta skólaári. Það sem takmarkar enn frekari fjölgun brautskráðra hjúkrunarfræðinga við HA er námspláss og tækifæri til þjálfunar í klínísku námi og auðvitað fjármagn. Heilbrigðisvísindasvið HA hefur verið að leita nýrra leiða við tilhögun í klínísku námi og verklegri kennslu hjúkrunarnema við skólann. Það dugar þó ekki til. Viðbótarfjármagn þarf að koma til þannig að hægt verði að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga og koma í veg fyrir að skortur á hjúkrunarfræðingum stefni öryggi og gæðum heilbrigðisþjónustunnar í enn frekari hættu á komandi árum og áratugum. Það er áskorun sem stjórnvöld verða að takast á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar og innlendar rannsóknir hafa margsýnt fram á að góð mönnun vel menntaðra hjúkrunarfræðinga eykur öryggi skjólstæðinga og þeim farnast betur. Heilbrigðisþjónustan verður hagkvæmari og ennfremur verða skjólstæðingar og aðstandendur ánægðari með þjónustuna. Undirmönnun eða skortur á vel menntuðum hjúkrunarfræðingum rýrir gæði heilbrigðisþjónustunnar.Mannekla í hjúkrun Undanfarin ár hefur mönnun sem samræmist viðurkenndum öryggissjónarmiðum á heilbrigðisstofnunum ekki verið náð og hefur vandi Landspítalans oftast verið nefndur í þeim efnum. Vandinn er margþættur. Í fyrsta lagi munu stórir árgangar starfandi hjúkrunarfræðinga sextíu ára og eldri hefja töku á lífeyri á næstu þremur árum. Kallar það á fjölgun hjúkrunarfræðinga til að fylla í skörðin. Í öðru lagi þarf að bæta vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga og gera þannig störfin eftirsóknarverðari. Í mannekluskýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 2007 var áætlað að útskrifa þyrfti a.m.k. 145 hjúkrunarfræðinga á ári. Það hefur tekist að útskrifa að meðaltali 80% af þessum fjölda á undanförnum sex árum. Í þriðja lagi mun þörfin fyrir menntaða hjúkrunarfræðinga aukast og þá sérstaklega m.t.t. þess að þjóðin mun eldast á næstu áratugum skv. mannfjöldaspá Hagstofu Íslands.Hjúkrunarfræði í 30 ár við HA Hjúkrunarfræðideild HA verður 30 ára á næsta ári. Þegar Háskólinn á Akureyri var stofnaður 1987 var hjúkrunarfræðideildin sett á laggirnar. Efasemdaraddir um að hjúkrunarfræðideild á Norðurlandi mundi hvorki vaxa né dafna hafa hljóðnað og námið fengið mikið lof í gæðaúttektum sem gerðar hafa verið. Undanfarin ár hafa 50 hjúkrunarnemar hafið nám á vormisseri fyrsta árs eftir að hafa þreytt og staðist samkeppnispróf að loknu haustmisseri. Brottfall við hjúkrunarfræðideild HA er hverfandi, en undanfarin sex ár hafa 94% þeirra hjúkrunarnema sem hefja nám á vormisseri fyrsta árs útskrifast sem hjúkrunarfræðingar. Það er í raun stórmerkilegur árangur í háskólastarfi.Sveigjanlegt nám Kannanir sem gerðar hafa verið á viðhorfum þeirra sem brautskráðst hafa frá hjúkrunarfræðideild HA ásamt viðtölum við þá staðfesta að rekja megi árangur um lítið brottfall til jákvæðs viðmóts og góðs aðgengis að kennurum. Einnig virðist það skipta sköpum að boðið er upp á sveigjanlegt nám sem byggir á þremur stoðum; fjarnámi, skýrt skilgreindu lotubundnu staðarnámi og klínísku námi. Þetta blandaða námsfyrirkomulag við deildina hefur mælst vel fyrir og veitt fjölmörgum tækifæri til náms sem annars hefðu ekki átt kost á námi, jafnt á landsbyggð sem höfuðborgarsvæði.Fjölgun hjúkrunarfræðinga Háskólaráð HA hefur samþykkt að fjölga þeim sem fara í gegnum samkeppnispróf í hjúkrunarfræði úr 50 í 55 á næsta skólaári. Það sem takmarkar enn frekari fjölgun brautskráðra hjúkrunarfræðinga við HA er námspláss og tækifæri til þjálfunar í klínísku námi og auðvitað fjármagn. Heilbrigðisvísindasvið HA hefur verið að leita nýrra leiða við tilhögun í klínísku námi og verklegri kennslu hjúkrunarnema við skólann. Það dugar þó ekki til. Viðbótarfjármagn þarf að koma til þannig að hægt verði að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga og koma í veg fyrir að skortur á hjúkrunarfræðingum stefni öryggi og gæðum heilbrigðisþjónustunnar í enn frekari hættu á komandi árum og áratugum. Það er áskorun sem stjórnvöld verða að takast á við.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar