Fjölgum hjúkrunarfræðingum! Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Alþjóðlegar og innlendar rannsóknir hafa margsýnt fram á að góð mönnun vel menntaðra hjúkrunarfræðinga eykur öryggi skjólstæðinga og þeim farnast betur. Heilbrigðisþjónustan verður hagkvæmari og ennfremur verða skjólstæðingar og aðstandendur ánægðari með þjónustuna. Undirmönnun eða skortur á vel menntuðum hjúkrunarfræðingum rýrir gæði heilbrigðisþjónustunnar.Mannekla í hjúkrun Undanfarin ár hefur mönnun sem samræmist viðurkenndum öryggissjónarmiðum á heilbrigðisstofnunum ekki verið náð og hefur vandi Landspítalans oftast verið nefndur í þeim efnum. Vandinn er margþættur. Í fyrsta lagi munu stórir árgangar starfandi hjúkrunarfræðinga sextíu ára og eldri hefja töku á lífeyri á næstu þremur árum. Kallar það á fjölgun hjúkrunarfræðinga til að fylla í skörðin. Í öðru lagi þarf að bæta vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga og gera þannig störfin eftirsóknarverðari. Í mannekluskýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 2007 var áætlað að útskrifa þyrfti a.m.k. 145 hjúkrunarfræðinga á ári. Það hefur tekist að útskrifa að meðaltali 80% af þessum fjölda á undanförnum sex árum. Í þriðja lagi mun þörfin fyrir menntaða hjúkrunarfræðinga aukast og þá sérstaklega m.t.t. þess að þjóðin mun eldast á næstu áratugum skv. mannfjöldaspá Hagstofu Íslands.Hjúkrunarfræði í 30 ár við HA Hjúkrunarfræðideild HA verður 30 ára á næsta ári. Þegar Háskólinn á Akureyri var stofnaður 1987 var hjúkrunarfræðideildin sett á laggirnar. Efasemdaraddir um að hjúkrunarfræðideild á Norðurlandi mundi hvorki vaxa né dafna hafa hljóðnað og námið fengið mikið lof í gæðaúttektum sem gerðar hafa verið. Undanfarin ár hafa 50 hjúkrunarnemar hafið nám á vormisseri fyrsta árs eftir að hafa þreytt og staðist samkeppnispróf að loknu haustmisseri. Brottfall við hjúkrunarfræðideild HA er hverfandi, en undanfarin sex ár hafa 94% þeirra hjúkrunarnema sem hefja nám á vormisseri fyrsta árs útskrifast sem hjúkrunarfræðingar. Það er í raun stórmerkilegur árangur í háskólastarfi.Sveigjanlegt nám Kannanir sem gerðar hafa verið á viðhorfum þeirra sem brautskráðst hafa frá hjúkrunarfræðideild HA ásamt viðtölum við þá staðfesta að rekja megi árangur um lítið brottfall til jákvæðs viðmóts og góðs aðgengis að kennurum. Einnig virðist það skipta sköpum að boðið er upp á sveigjanlegt nám sem byggir á þremur stoðum; fjarnámi, skýrt skilgreindu lotubundnu staðarnámi og klínísku námi. Þetta blandaða námsfyrirkomulag við deildina hefur mælst vel fyrir og veitt fjölmörgum tækifæri til náms sem annars hefðu ekki átt kost á námi, jafnt á landsbyggð sem höfuðborgarsvæði.Fjölgun hjúkrunarfræðinga Háskólaráð HA hefur samþykkt að fjölga þeim sem fara í gegnum samkeppnispróf í hjúkrunarfræði úr 50 í 55 á næsta skólaári. Það sem takmarkar enn frekari fjölgun brautskráðra hjúkrunarfræðinga við HA er námspláss og tækifæri til þjálfunar í klínísku námi og auðvitað fjármagn. Heilbrigðisvísindasvið HA hefur verið að leita nýrra leiða við tilhögun í klínísku námi og verklegri kennslu hjúkrunarnema við skólann. Það dugar þó ekki til. Viðbótarfjármagn þarf að koma til þannig að hægt verði að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga og koma í veg fyrir að skortur á hjúkrunarfræðingum stefni öryggi og gæðum heilbrigðisþjónustunnar í enn frekari hættu á komandi árum og áratugum. Það er áskorun sem stjórnvöld verða að takast á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar og innlendar rannsóknir hafa margsýnt fram á að góð mönnun vel menntaðra hjúkrunarfræðinga eykur öryggi skjólstæðinga og þeim farnast betur. Heilbrigðisþjónustan verður hagkvæmari og ennfremur verða skjólstæðingar og aðstandendur ánægðari með þjónustuna. Undirmönnun eða skortur á vel menntuðum hjúkrunarfræðingum rýrir gæði heilbrigðisþjónustunnar.Mannekla í hjúkrun Undanfarin ár hefur mönnun sem samræmist viðurkenndum öryggissjónarmiðum á heilbrigðisstofnunum ekki verið náð og hefur vandi Landspítalans oftast verið nefndur í þeim efnum. Vandinn er margþættur. Í fyrsta lagi munu stórir árgangar starfandi hjúkrunarfræðinga sextíu ára og eldri hefja töku á lífeyri á næstu þremur árum. Kallar það á fjölgun hjúkrunarfræðinga til að fylla í skörðin. Í öðru lagi þarf að bæta vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga og gera þannig störfin eftirsóknarverðari. Í mannekluskýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 2007 var áætlað að útskrifa þyrfti a.m.k. 145 hjúkrunarfræðinga á ári. Það hefur tekist að útskrifa að meðaltali 80% af þessum fjölda á undanförnum sex árum. Í þriðja lagi mun þörfin fyrir menntaða hjúkrunarfræðinga aukast og þá sérstaklega m.t.t. þess að þjóðin mun eldast á næstu áratugum skv. mannfjöldaspá Hagstofu Íslands.Hjúkrunarfræði í 30 ár við HA Hjúkrunarfræðideild HA verður 30 ára á næsta ári. Þegar Háskólinn á Akureyri var stofnaður 1987 var hjúkrunarfræðideildin sett á laggirnar. Efasemdaraddir um að hjúkrunarfræðideild á Norðurlandi mundi hvorki vaxa né dafna hafa hljóðnað og námið fengið mikið lof í gæðaúttektum sem gerðar hafa verið. Undanfarin ár hafa 50 hjúkrunarnemar hafið nám á vormisseri fyrsta árs eftir að hafa þreytt og staðist samkeppnispróf að loknu haustmisseri. Brottfall við hjúkrunarfræðideild HA er hverfandi, en undanfarin sex ár hafa 94% þeirra hjúkrunarnema sem hefja nám á vormisseri fyrsta árs útskrifast sem hjúkrunarfræðingar. Það er í raun stórmerkilegur árangur í háskólastarfi.Sveigjanlegt nám Kannanir sem gerðar hafa verið á viðhorfum þeirra sem brautskráðst hafa frá hjúkrunarfræðideild HA ásamt viðtölum við þá staðfesta að rekja megi árangur um lítið brottfall til jákvæðs viðmóts og góðs aðgengis að kennurum. Einnig virðist það skipta sköpum að boðið er upp á sveigjanlegt nám sem byggir á þremur stoðum; fjarnámi, skýrt skilgreindu lotubundnu staðarnámi og klínísku námi. Þetta blandaða námsfyrirkomulag við deildina hefur mælst vel fyrir og veitt fjölmörgum tækifæri til náms sem annars hefðu ekki átt kost á námi, jafnt á landsbyggð sem höfuðborgarsvæði.Fjölgun hjúkrunarfræðinga Háskólaráð HA hefur samþykkt að fjölga þeim sem fara í gegnum samkeppnispróf í hjúkrunarfræði úr 50 í 55 á næsta skólaári. Það sem takmarkar enn frekari fjölgun brautskráðra hjúkrunarfræðinga við HA er námspláss og tækifæri til þjálfunar í klínísku námi og auðvitað fjármagn. Heilbrigðisvísindasvið HA hefur verið að leita nýrra leiða við tilhögun í klínísku námi og verklegri kennslu hjúkrunarnema við skólann. Það dugar þó ekki til. Viðbótarfjármagn þarf að koma til þannig að hægt verði að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga og koma í veg fyrir að skortur á hjúkrunarfræðingum stefni öryggi og gæðum heilbrigðisþjónustunnar í enn frekari hættu á komandi árum og áratugum. Það er áskorun sem stjórnvöld verða að takast á við.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar