Hættum að rukka veikt fólk Eva H. Baldursdóttir skrifar 12. ágúst 2016 06:00 Lengi vel stóð ég í þeim skilningi að við byggjum við nánast gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Ríkt hefur sameiginlegur skilningur um að landsmenn skuli fá góða heilbrigðisþjónustu, óháð stétt eða stöðu. Þetta er eitt af grundvallaratriðum velferðarsamfélagsins. Þetta er hins vegar ekki raunin. Kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast samkvæmt úttekt ASÍ. Heimilin í dag standa undir nær 20 prósentum af öllum heilbrigðisútgjöldum eða um ríflega 30 milljarða á ári. Það er ekki ókeypis að vera veikur á Íslandi ef þú borgar 20 prósent af reikningnum. Um langt skeið hafa okkur borist sögur af fólki sem hefur fjárhagsáhyggjur á sama tíma og það stendur í alvarlegum veikindum vegna þess mikla kostnaðar sem þarf að standa undir vegna læknisheimsókna og lyfja. Þá er ljóst að það að glíma við geðræn vandamál getur verið mjög dýrt og tannlæknaþjónusta fullorðinna stendur að mestu utan við þetta kerfi. Þetta er að mínu viti óboðleg staða og á vettvangi stjórnmálanna á að kappkosta að laga þessa stöðu. Meðalráðstöfunartekjur fólks í landinu eru undir 350 þúsund krónum á mánuði, gróflega áætlað út frá tölum Hagstofunnar. Þegar horft er til allra útgjaldaliða meðalheimilis, eins og húsnæðis, matar, frístunda barna o.s.frv. blasir við að venjuleg heimili í landinu ráða ekki við alvarleg veikindi. Það þarf að lyfta hulunni af þeim misskilningi að við búum við almennilegt velferðarsamfélag, sem hlúi að okkur þegar við þurfum mest á því að halda. Staðan er sú að alvarleg veikindi á meðalheimili á Íslandi, valda því ekki aðeins tilfinningalegum erfiðleikum heldur oft á tíðum alvarlegum fjárhagsáhyggjum. Það á að vera verkefni næstu ára að ráðast í að draga úr kostnaðarþátttöku heimilanna vegna heilbrigðisþjónustu. Eitt af forgangsverkefnum á vettvangi stjórnmálanna er að taka þetta mál föstum tökum sem og byggja nýjan spítala. Við eigum að fjármagna heilbrigðisþjónustuna með hlutum eins og hærra auðlindagjaldi og aukinni skattlagningu á fjármagn. Maður á ekki að þurfa að vera ríkur eða þurfa að spara fyrir því að vera veikur. Krafan um jöfn tækifæri óháð efnahag þarf á þessu sviði að vera hvað háværust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Lengi vel stóð ég í þeim skilningi að við byggjum við nánast gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Ríkt hefur sameiginlegur skilningur um að landsmenn skuli fá góða heilbrigðisþjónustu, óháð stétt eða stöðu. Þetta er eitt af grundvallaratriðum velferðarsamfélagsins. Þetta er hins vegar ekki raunin. Kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast samkvæmt úttekt ASÍ. Heimilin í dag standa undir nær 20 prósentum af öllum heilbrigðisútgjöldum eða um ríflega 30 milljarða á ári. Það er ekki ókeypis að vera veikur á Íslandi ef þú borgar 20 prósent af reikningnum. Um langt skeið hafa okkur borist sögur af fólki sem hefur fjárhagsáhyggjur á sama tíma og það stendur í alvarlegum veikindum vegna þess mikla kostnaðar sem þarf að standa undir vegna læknisheimsókna og lyfja. Þá er ljóst að það að glíma við geðræn vandamál getur verið mjög dýrt og tannlæknaþjónusta fullorðinna stendur að mestu utan við þetta kerfi. Þetta er að mínu viti óboðleg staða og á vettvangi stjórnmálanna á að kappkosta að laga þessa stöðu. Meðalráðstöfunartekjur fólks í landinu eru undir 350 þúsund krónum á mánuði, gróflega áætlað út frá tölum Hagstofunnar. Þegar horft er til allra útgjaldaliða meðalheimilis, eins og húsnæðis, matar, frístunda barna o.s.frv. blasir við að venjuleg heimili í landinu ráða ekki við alvarleg veikindi. Það þarf að lyfta hulunni af þeim misskilningi að við búum við almennilegt velferðarsamfélag, sem hlúi að okkur þegar við þurfum mest á því að halda. Staðan er sú að alvarleg veikindi á meðalheimili á Íslandi, valda því ekki aðeins tilfinningalegum erfiðleikum heldur oft á tíðum alvarlegum fjárhagsáhyggjum. Það á að vera verkefni næstu ára að ráðast í að draga úr kostnaðarþátttöku heimilanna vegna heilbrigðisþjónustu. Eitt af forgangsverkefnum á vettvangi stjórnmálanna er að taka þetta mál föstum tökum sem og byggja nýjan spítala. Við eigum að fjármagna heilbrigðisþjónustuna með hlutum eins og hærra auðlindagjaldi og aukinni skattlagningu á fjármagn. Maður á ekki að þurfa að vera ríkur eða þurfa að spara fyrir því að vera veikur. Krafan um jöfn tækifæri óháð efnahag þarf á þessu sviði að vera hvað háværust.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar