Hættum að rukka veikt fólk Eva H. Baldursdóttir skrifar 12. ágúst 2016 06:00 Lengi vel stóð ég í þeim skilningi að við byggjum við nánast gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Ríkt hefur sameiginlegur skilningur um að landsmenn skuli fá góða heilbrigðisþjónustu, óháð stétt eða stöðu. Þetta er eitt af grundvallaratriðum velferðarsamfélagsins. Þetta er hins vegar ekki raunin. Kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast samkvæmt úttekt ASÍ. Heimilin í dag standa undir nær 20 prósentum af öllum heilbrigðisútgjöldum eða um ríflega 30 milljarða á ári. Það er ekki ókeypis að vera veikur á Íslandi ef þú borgar 20 prósent af reikningnum. Um langt skeið hafa okkur borist sögur af fólki sem hefur fjárhagsáhyggjur á sama tíma og það stendur í alvarlegum veikindum vegna þess mikla kostnaðar sem þarf að standa undir vegna læknisheimsókna og lyfja. Þá er ljóst að það að glíma við geðræn vandamál getur verið mjög dýrt og tannlæknaþjónusta fullorðinna stendur að mestu utan við þetta kerfi. Þetta er að mínu viti óboðleg staða og á vettvangi stjórnmálanna á að kappkosta að laga þessa stöðu. Meðalráðstöfunartekjur fólks í landinu eru undir 350 þúsund krónum á mánuði, gróflega áætlað út frá tölum Hagstofunnar. Þegar horft er til allra útgjaldaliða meðalheimilis, eins og húsnæðis, matar, frístunda barna o.s.frv. blasir við að venjuleg heimili í landinu ráða ekki við alvarleg veikindi. Það þarf að lyfta hulunni af þeim misskilningi að við búum við almennilegt velferðarsamfélag, sem hlúi að okkur þegar við þurfum mest á því að halda. Staðan er sú að alvarleg veikindi á meðalheimili á Íslandi, valda því ekki aðeins tilfinningalegum erfiðleikum heldur oft á tíðum alvarlegum fjárhagsáhyggjum. Það á að vera verkefni næstu ára að ráðast í að draga úr kostnaðarþátttöku heimilanna vegna heilbrigðisþjónustu. Eitt af forgangsverkefnum á vettvangi stjórnmálanna er að taka þetta mál föstum tökum sem og byggja nýjan spítala. Við eigum að fjármagna heilbrigðisþjónustuna með hlutum eins og hærra auðlindagjaldi og aukinni skattlagningu á fjármagn. Maður á ekki að þurfa að vera ríkur eða þurfa að spara fyrir því að vera veikur. Krafan um jöfn tækifæri óháð efnahag þarf á þessu sviði að vera hvað háværust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Lengi vel stóð ég í þeim skilningi að við byggjum við nánast gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Ríkt hefur sameiginlegur skilningur um að landsmenn skuli fá góða heilbrigðisþjónustu, óháð stétt eða stöðu. Þetta er eitt af grundvallaratriðum velferðarsamfélagsins. Þetta er hins vegar ekki raunin. Kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast samkvæmt úttekt ASÍ. Heimilin í dag standa undir nær 20 prósentum af öllum heilbrigðisútgjöldum eða um ríflega 30 milljarða á ári. Það er ekki ókeypis að vera veikur á Íslandi ef þú borgar 20 prósent af reikningnum. Um langt skeið hafa okkur borist sögur af fólki sem hefur fjárhagsáhyggjur á sama tíma og það stendur í alvarlegum veikindum vegna þess mikla kostnaðar sem þarf að standa undir vegna læknisheimsókna og lyfja. Þá er ljóst að það að glíma við geðræn vandamál getur verið mjög dýrt og tannlæknaþjónusta fullorðinna stendur að mestu utan við þetta kerfi. Þetta er að mínu viti óboðleg staða og á vettvangi stjórnmálanna á að kappkosta að laga þessa stöðu. Meðalráðstöfunartekjur fólks í landinu eru undir 350 þúsund krónum á mánuði, gróflega áætlað út frá tölum Hagstofunnar. Þegar horft er til allra útgjaldaliða meðalheimilis, eins og húsnæðis, matar, frístunda barna o.s.frv. blasir við að venjuleg heimili í landinu ráða ekki við alvarleg veikindi. Það þarf að lyfta hulunni af þeim misskilningi að við búum við almennilegt velferðarsamfélag, sem hlúi að okkur þegar við þurfum mest á því að halda. Staðan er sú að alvarleg veikindi á meðalheimili á Íslandi, valda því ekki aðeins tilfinningalegum erfiðleikum heldur oft á tíðum alvarlegum fjárhagsáhyggjum. Það á að vera verkefni næstu ára að ráðast í að draga úr kostnaðarþátttöku heimilanna vegna heilbrigðisþjónustu. Eitt af forgangsverkefnum á vettvangi stjórnmálanna er að taka þetta mál föstum tökum sem og byggja nýjan spítala. Við eigum að fjármagna heilbrigðisþjónustuna með hlutum eins og hærra auðlindagjaldi og aukinni skattlagningu á fjármagn. Maður á ekki að þurfa að vera ríkur eða þurfa að spara fyrir því að vera veikur. Krafan um jöfn tækifæri óháð efnahag þarf á þessu sviði að vera hvað háværust.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun