Aftur til framtíðar – strax í dag! Þorvarður Goði Valdimarsson skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Þegar Doctor Emmet Brown, hinn brjálaði uppfinningamaður í gamanmyndunum um ævintýri Marty McFly, Aftur til framtíðar, kom fljúgandi á sportbílnum gegnum tímann og setti rusl í efnahverfil til að búa til orku sem flytti hann milli tímaskeiða, brostu kvikmyndahúsagestir og nutu fáránleika augnabliksins. Ímyndunaraflinu eru greinilega engin takmörk sett. Því ýktara sem ævintýrið er, þeim mun skemmtilegra þykir okkur að fylgjast með vitleysunni sem fólk lætur sér detta í hug. En fáránleikinn er víst ekki meiri en svo að nú hafa vísindamenn tekið fyrstu skrefin til að endurnýta úrgang lífvera, þ.e.a.s hland, og umbreyta því í raforku á endurnýjanlegan og umhverfisvænan hátt. „Ef hægt er að virkja þá mögulegu orku sem liggur í úrgangi frá mönnum, gætum við gjörbylt því hvernig raforka er framleidd.“ – Dr. Mirella Di Lorenzo, University of Bath. Nýjar leiðir í orkuvinnslu eru að líta dagsins ljós en rannsóknarteymi í Bretlandi hefur fundið leið til að virkja þvag til slíkrar framleiðslu sem fjallað var um í Electric Power News nýlega. Með sérstökum lífrænum örverurafölum (microbial fuel cells) hefur tekist að þróa mjög ódýra, endurnýjanlega og kolefnishlutlausa aðferð til að framleiða rafmagn. Talið er að þessi aðferð gæti hentað víðs vegar í heiminum þar sem aðgengi að öðrum hefðbundnari leiðum er takmarkað. Ódýr orka Niðurstöður hópsins hafa sýnt fram á að með þessum hætti megi framleiða mjög ódýra raforku en slíkur rafall gæti kostað 180-350 krónur. Um leið væri dregið úr þörfinni fyrir jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda. Örverurafalar er búnaður sem notar náttúruleg lífræn ferli til að virkja örverur er umbreyta lífrænu efni, eins og t.d. hlandi, í raforku. Þessir rafalar eru skilvirkir og tiltölulega ódýrir í rekstri og skila engu rusli eða afgangsafurðum í samanburði við aðrar aðferðir til orkuframleiðslu. Þegar hland fer í gegnum örverurafalinn á sér stað lífræn virkni sem úr má skapa raforku. Bakterían geymir orkuna eða miðlar henni áfram þar sem hún nýtist fyrir ýmis tæki og búnað. Rannsóknarteymið frá efnaverkfræðideild, efnafræðideild og miðstöð viðvarandi efnatækniþróunar hefur unnið með Queen Mary háskólanum í London og Miðstöð lífrænnar orkuframleiðslu í Bristol að þróun þessarar nýju tegundar af örverurafölum, sem eru minni, kraftmeiri og ódýrari en nokkur önnur sambærileg tækni. Þessi nýi örverurafall, sem rannsóknarteymin hafa þróað, er um einn ferþumlungur að stærð. Hann notar kolefnishverfla sem vinna úr próteini sem finnst í eggjahvítu til að virkja endurnýjanlegt efnahvarf. Þetta er mun ódýrari leið en með hvítagulli (platínu) sem oft er notað í sambærilegum framleiðsluferlum. Í dag getur ein örveru-rafhlaða framleitt um 2W á rúmmetra, sem er nóg orka fyrir farsíma. Þó að þessi aðferð standist ekki samanburð við aðra orkugjafa á borð við vetni eða sólarorkuflögur hvað skilvirkni varðar, fylgja henni töluverðir kostir. Aðferðin er ódýr og notast er við hráefni sem við verðum aldrei uppiskroppa með. Enginn úrgangur fellur til og engar skaðlegar lofttegundir verða til við framleiðsluna. Þessar aðferðir eru í stöðugri þróun og rannsóknarhópurinn er sannfærður um að með áframhaldandi bestun muni takast að auka afköst nýju tækninnar töluvert meira. Ljóst er að lífræn örverurafhlöðutækni getur verið stórkostleg leið til að framleiða orku í þróunarríkjum, sérstaklega þar sem fólk býr dreift á stórum landsvæðum sem eru erfið yfirferðar. Slík tækni getur mögulega umbylt lífi þeirra sem búa við fátækt, og hafa ekki aðgang að eða efni á raforku. Aðstandendur verkefnisins vona að niðurstöður rannsóknarvinnunnar muni veita þeim sem þurfa meiri lífsgæði. Deildarstjóri efnaverkfræðideildarinnar og meðstjórnandi verkefnisins, Dr. Tim Mays, segir: „Endurnýjanleg orka úr hlandi er snilldarhugmynd og notkun hennar í þróunarríkjum mun hafa gríðarlega jákvæð áhrif á líf fólks sem býr á orkusnauðum svæðum.“ Vísindaskáldsögur og Hollywood-ævintýri? Já, við lifum á spennandi tímum og manninum eru fá takmörk sett í því hversu langt er hægt að ná til þess að villtustu draumar og ótrúlegustu ævintýri líti dagsins ljós. Hvort þessi nýja tækni nýtist hér á landi í framtíðinni, til dæmis varðandi stóraukna ferðamennsku, er svo aftur annað mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar Doctor Emmet Brown, hinn brjálaði uppfinningamaður í gamanmyndunum um ævintýri Marty McFly, Aftur til framtíðar, kom fljúgandi á sportbílnum gegnum tímann og setti rusl í efnahverfil til að búa til orku sem flytti hann milli tímaskeiða, brostu kvikmyndahúsagestir og nutu fáránleika augnabliksins. Ímyndunaraflinu eru greinilega engin takmörk sett. Því ýktara sem ævintýrið er, þeim mun skemmtilegra þykir okkur að fylgjast með vitleysunni sem fólk lætur sér detta í hug. En fáránleikinn er víst ekki meiri en svo að nú hafa vísindamenn tekið fyrstu skrefin til að endurnýta úrgang lífvera, þ.e.a.s hland, og umbreyta því í raforku á endurnýjanlegan og umhverfisvænan hátt. „Ef hægt er að virkja þá mögulegu orku sem liggur í úrgangi frá mönnum, gætum við gjörbylt því hvernig raforka er framleidd.“ – Dr. Mirella Di Lorenzo, University of Bath. Nýjar leiðir í orkuvinnslu eru að líta dagsins ljós en rannsóknarteymi í Bretlandi hefur fundið leið til að virkja þvag til slíkrar framleiðslu sem fjallað var um í Electric Power News nýlega. Með sérstökum lífrænum örverurafölum (microbial fuel cells) hefur tekist að þróa mjög ódýra, endurnýjanlega og kolefnishlutlausa aðferð til að framleiða rafmagn. Talið er að þessi aðferð gæti hentað víðs vegar í heiminum þar sem aðgengi að öðrum hefðbundnari leiðum er takmarkað. Ódýr orka Niðurstöður hópsins hafa sýnt fram á að með þessum hætti megi framleiða mjög ódýra raforku en slíkur rafall gæti kostað 180-350 krónur. Um leið væri dregið úr þörfinni fyrir jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda. Örverurafalar er búnaður sem notar náttúruleg lífræn ferli til að virkja örverur er umbreyta lífrænu efni, eins og t.d. hlandi, í raforku. Þessir rafalar eru skilvirkir og tiltölulega ódýrir í rekstri og skila engu rusli eða afgangsafurðum í samanburði við aðrar aðferðir til orkuframleiðslu. Þegar hland fer í gegnum örverurafalinn á sér stað lífræn virkni sem úr má skapa raforku. Bakterían geymir orkuna eða miðlar henni áfram þar sem hún nýtist fyrir ýmis tæki og búnað. Rannsóknarteymið frá efnaverkfræðideild, efnafræðideild og miðstöð viðvarandi efnatækniþróunar hefur unnið með Queen Mary háskólanum í London og Miðstöð lífrænnar orkuframleiðslu í Bristol að þróun þessarar nýju tegundar af örverurafölum, sem eru minni, kraftmeiri og ódýrari en nokkur önnur sambærileg tækni. Þessi nýi örverurafall, sem rannsóknarteymin hafa þróað, er um einn ferþumlungur að stærð. Hann notar kolefnishverfla sem vinna úr próteini sem finnst í eggjahvítu til að virkja endurnýjanlegt efnahvarf. Þetta er mun ódýrari leið en með hvítagulli (platínu) sem oft er notað í sambærilegum framleiðsluferlum. Í dag getur ein örveru-rafhlaða framleitt um 2W á rúmmetra, sem er nóg orka fyrir farsíma. Þó að þessi aðferð standist ekki samanburð við aðra orkugjafa á borð við vetni eða sólarorkuflögur hvað skilvirkni varðar, fylgja henni töluverðir kostir. Aðferðin er ódýr og notast er við hráefni sem við verðum aldrei uppiskroppa með. Enginn úrgangur fellur til og engar skaðlegar lofttegundir verða til við framleiðsluna. Þessar aðferðir eru í stöðugri þróun og rannsóknarhópurinn er sannfærður um að með áframhaldandi bestun muni takast að auka afköst nýju tækninnar töluvert meira. Ljóst er að lífræn örverurafhlöðutækni getur verið stórkostleg leið til að framleiða orku í þróunarríkjum, sérstaklega þar sem fólk býr dreift á stórum landsvæðum sem eru erfið yfirferðar. Slík tækni getur mögulega umbylt lífi þeirra sem búa við fátækt, og hafa ekki aðgang að eða efni á raforku. Aðstandendur verkefnisins vona að niðurstöður rannsóknarvinnunnar muni veita þeim sem þurfa meiri lífsgæði. Deildarstjóri efnaverkfræðideildarinnar og meðstjórnandi verkefnisins, Dr. Tim Mays, segir: „Endurnýjanleg orka úr hlandi er snilldarhugmynd og notkun hennar í þróunarríkjum mun hafa gríðarlega jákvæð áhrif á líf fólks sem býr á orkusnauðum svæðum.“ Vísindaskáldsögur og Hollywood-ævintýri? Já, við lifum á spennandi tímum og manninum eru fá takmörk sett í því hversu langt er hægt að ná til þess að villtustu draumar og ótrúlegustu ævintýri líti dagsins ljós. Hvort þessi nýja tækni nýtist hér á landi í framtíðinni, til dæmis varðandi stóraukna ferðamennsku, er svo aftur annað mál.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar