Sex ára gömul stúlka einn helsti aðdáandi Boga: Sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 12:22 Það var líf og fjör í sex ára afmæli Karitas Lóu Þórðardóttur um helgina enda var þema veislunnar ekki af verri endanum; sjálfur Bogi Ágústsson fréttaþulur RÚV. Karitas Lóa er nefnilega mikill aðdáandi Boga og hafði beðið um Boga-afmælisköku og þá fékk hún forkunnarfagurt regn-Boga-afmæliskort. Þórður Hermannsson faðir Karitas Lóu segir að áhugi dóttur hans og Evu Kamillu Einarsdóttur á Boga hafi kviknað fyrir um það bil ári síðan. „Hún fór alltaf að límast meir og meir yfir fréttunum og sérstaklega þegar Bogi kom. Svo fórum við að spyrja hana út í þetta af hverju hún væri svona hrifin af honum og þá fer hún að tala við okkur um að hún sé skotin í honum, en fyrir hana þýðir það að vera skotin í einhverjum bara að henni finnist hann sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi,“ segir Þórður.Kom foreldrunum smá á óvart Hann segir að Karitas Lóa muni alltaf eftir Boga ef kveikt er á sjónvarpsfréttunum heima og bíði spennt eftir að sjá hvort hann komi á skjáinn. Aðspurður segir Þórður það vissulega hafa komið foreldrunum á óvart að Bogi væri átrúnaðargoð dótturinnar. „Já, það kom okkur smá á óvart að það sé ekki einhver teiknimyndakarakter eða einhver yngri.“Þórður segir að Karitas Lóa hafi aldrei hitt Boga þó að fréttaþulurinn hafi átt barnabarn á sama leikskóla og Karitas Lóa er á. Að sögn Þórðar er Karitas Lóa ófeimin en segir að hún yrði kannski aðeins feimnari ef hún myndi hitta Boga sjálfan. „Hún yrði örugglega smá feimin fyrst því hann er svo rosalega mikið „idol,““ segir Þórður.Gaman þegar ungir krakkar fylgjast með fréttum Bogi Ágústsson segist hafa frétt af þessum unga aðdáanda sínum í gær í gegnum móðurafa Karitas Lóu, Einar Kárason, rithöfund. „Það er voðalega gaman að þessu og gaman að því þegar ungir krakkar fylgjast með fréttum og öðru slíku. Svo er auðvitað mjög gaman að þessi unga stelpa var á leikskóla með sonarsyni mínum sem heitir Bogi Ágústsson,“ segir Bogi í samtali við Vísi. Hann kveðst ekki hafa vitað til þess að áður hafi verið haldið afmæli með Boga-þema þó að þetta sé alveg örugglega hvorki fyrsti né síðasti aðdáandi fréttaþularins góðkunna. En hefur Bogi ekkert velt því fyrir sér að stofna aðdáendaklúbb? „Nei, þessi störf okkar eru nú ekki þannig að það sé mikið um persónudýrkun og mér hefur nú oft fundist svona tilraunir á Íslandi til að búa til einhvern svona „celeb-kúltúr“ hálf fíflalegar því þetta er svo lítið samfélag. Þú labbar niður í Kringlu eða niðri í bæ og þú hittir alltaf einhvern sem er svona innan gæsalappa landsfrægur,“ segir Bogi. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Það var líf og fjör í sex ára afmæli Karitas Lóu Þórðardóttur um helgina enda var þema veislunnar ekki af verri endanum; sjálfur Bogi Ágústsson fréttaþulur RÚV. Karitas Lóa er nefnilega mikill aðdáandi Boga og hafði beðið um Boga-afmælisköku og þá fékk hún forkunnarfagurt regn-Boga-afmæliskort. Þórður Hermannsson faðir Karitas Lóu segir að áhugi dóttur hans og Evu Kamillu Einarsdóttur á Boga hafi kviknað fyrir um það bil ári síðan. „Hún fór alltaf að límast meir og meir yfir fréttunum og sérstaklega þegar Bogi kom. Svo fórum við að spyrja hana út í þetta af hverju hún væri svona hrifin af honum og þá fer hún að tala við okkur um að hún sé skotin í honum, en fyrir hana þýðir það að vera skotin í einhverjum bara að henni finnist hann sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi,“ segir Þórður.Kom foreldrunum smá á óvart Hann segir að Karitas Lóa muni alltaf eftir Boga ef kveikt er á sjónvarpsfréttunum heima og bíði spennt eftir að sjá hvort hann komi á skjáinn. Aðspurður segir Þórður það vissulega hafa komið foreldrunum á óvart að Bogi væri átrúnaðargoð dótturinnar. „Já, það kom okkur smá á óvart að það sé ekki einhver teiknimyndakarakter eða einhver yngri.“Þórður segir að Karitas Lóa hafi aldrei hitt Boga þó að fréttaþulurinn hafi átt barnabarn á sama leikskóla og Karitas Lóa er á. Að sögn Þórðar er Karitas Lóa ófeimin en segir að hún yrði kannski aðeins feimnari ef hún myndi hitta Boga sjálfan. „Hún yrði örugglega smá feimin fyrst því hann er svo rosalega mikið „idol,““ segir Þórður.Gaman þegar ungir krakkar fylgjast með fréttum Bogi Ágústsson segist hafa frétt af þessum unga aðdáanda sínum í gær í gegnum móðurafa Karitas Lóu, Einar Kárason, rithöfund. „Það er voðalega gaman að þessu og gaman að því þegar ungir krakkar fylgjast með fréttum og öðru slíku. Svo er auðvitað mjög gaman að þessi unga stelpa var á leikskóla með sonarsyni mínum sem heitir Bogi Ágústsson,“ segir Bogi í samtali við Vísi. Hann kveðst ekki hafa vitað til þess að áður hafi verið haldið afmæli með Boga-þema þó að þetta sé alveg örugglega hvorki fyrsti né síðasti aðdáandi fréttaþularins góðkunna. En hefur Bogi ekkert velt því fyrir sér að stofna aðdáendaklúbb? „Nei, þessi störf okkar eru nú ekki þannig að það sé mikið um persónudýrkun og mér hefur nú oft fundist svona tilraunir á Íslandi til að búa til einhvern svona „celeb-kúltúr“ hálf fíflalegar því þetta er svo lítið samfélag. Þú labbar niður í Kringlu eða niðri í bæ og þú hittir alltaf einhvern sem er svona innan gæsalappa landsfrægur,“ segir Bogi.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira