Segðu satt, Bjarni Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ánægður með sjálfan sig. Þetta mátti glöggt heyra á honum þegar hann ræddi um stöðu þjóðmála þegar Alþingi kom saman að nýju á mánudag. Þar fór Bjarni fögrum orðum um eigin verk og barði sér nokkuð duglega á brjóst. Þegar maður hrósar sjálfum sér, er hins vegar ágætt að byggja sjálfshólið á staðreyndum, ekki firru. Því hvað er annað hægt að segja um þetta frá hæstvirtum fjármála- og efnahagsráðherra: „Á þessum vanda höfum við verið að taka með þeim hætti að á þessu ári stefnir í að afgangur á ríkisfjármálunum verði meiri en allur uppsafnaður halli vinstri stjórnarinnar frá 2009–2013.“ Bittenú. Heldur Bjarni Benediktsson að vinstri stjórnin hafi tekið við blómlegu búi, en skilað af sér uppsöfnuðum halla? Það má teljast mikil vanþekking ef svo er og spurning hvort sá sem slíkt telur sé hæfur til að fara með fjármál ríkisins. Vinstri stjórnin tók við ríkissjóði í rúst, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í ríkisstjórn frá árinu 1991, eða í 18 ár. Sjálfur var Bjarni Benediktsson formaður fjárlaganefndar 2003-2007 og formaður efnahagsnefndar 2007-2009, þegar hrunið skall á. Árið 2009, þegar vinstri stjórnin tók við, var fjárlagahalli ríkisins um 140 milljarðar króna. Það var búið sem Vinstri græn og Samfylking þurftu að stýra. Þegar vinstri stjórnin fór frá völdum hafði henni tekist að ná jöfnuði í fjármálum ríkisins. Þegar tillit er tekið til afborgana, vaxtagreiðslna og ýmislegs fleira, má leiða líkum að því að viðsnúningurinn hafi verið allt að 200 milljarðar króna. Og hvernig hefur frjálshyggjumaðurinn Bjarni Benediktsson, með alla sína reynslu úr atvinnulífinu, farið með það bú sem hann tók við? Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir að hafa fengið í gjöf frá vinstri stjórninni um 200 milljarða viðsnúning á rekstri ríkisins, hefur Bjarni Benediktsson ekkert gert nema að skila svipuðum afgangi ár eftir ár. Og það er í blússandi góðæri. Ástæðan er sú að stjórnin hefur afsalað sér tekjum í formi álaga á þá sem best hafa það í samfélaginu. Það er fallegt að Bjarni sé svona ánægður með sjálfan sig, en sjálfsánægjan má ekki gefa mönnum þá glýju í augun að þeir verði blindir á staðreyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ánægður með sjálfan sig. Þetta mátti glöggt heyra á honum þegar hann ræddi um stöðu þjóðmála þegar Alþingi kom saman að nýju á mánudag. Þar fór Bjarni fögrum orðum um eigin verk og barði sér nokkuð duglega á brjóst. Þegar maður hrósar sjálfum sér, er hins vegar ágætt að byggja sjálfshólið á staðreyndum, ekki firru. Því hvað er annað hægt að segja um þetta frá hæstvirtum fjármála- og efnahagsráðherra: „Á þessum vanda höfum við verið að taka með þeim hætti að á þessu ári stefnir í að afgangur á ríkisfjármálunum verði meiri en allur uppsafnaður halli vinstri stjórnarinnar frá 2009–2013.“ Bittenú. Heldur Bjarni Benediktsson að vinstri stjórnin hafi tekið við blómlegu búi, en skilað af sér uppsöfnuðum halla? Það má teljast mikil vanþekking ef svo er og spurning hvort sá sem slíkt telur sé hæfur til að fara með fjármál ríkisins. Vinstri stjórnin tók við ríkissjóði í rúst, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í ríkisstjórn frá árinu 1991, eða í 18 ár. Sjálfur var Bjarni Benediktsson formaður fjárlaganefndar 2003-2007 og formaður efnahagsnefndar 2007-2009, þegar hrunið skall á. Árið 2009, þegar vinstri stjórnin tók við, var fjárlagahalli ríkisins um 140 milljarðar króna. Það var búið sem Vinstri græn og Samfylking þurftu að stýra. Þegar vinstri stjórnin fór frá völdum hafði henni tekist að ná jöfnuði í fjármálum ríkisins. Þegar tillit er tekið til afborgana, vaxtagreiðslna og ýmislegs fleira, má leiða líkum að því að viðsnúningurinn hafi verið allt að 200 milljarðar króna. Og hvernig hefur frjálshyggjumaðurinn Bjarni Benediktsson, með alla sína reynslu úr atvinnulífinu, farið með það bú sem hann tók við? Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir að hafa fengið í gjöf frá vinstri stjórninni um 200 milljarða viðsnúning á rekstri ríkisins, hefur Bjarni Benediktsson ekkert gert nema að skila svipuðum afgangi ár eftir ár. Og það er í blússandi góðæri. Ástæðan er sú að stjórnin hefur afsalað sér tekjum í formi álaga á þá sem best hafa það í samfélaginu. Það er fallegt að Bjarni sé svona ánægður með sjálfan sig, en sjálfsánægjan má ekki gefa mönnum þá glýju í augun að þeir verði blindir á staðreyndir.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar