Björgvin tók slaginn með ríkustu mönnum heims „Þó ekkert á við það að spila með Bob“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2016 15:22 Frá vinstri; Björgvin, Bob Hamman, Warren Buffett og Bill Gates. Mynd/Björgvin Kristinsson Íslendingurinn og atvinnumaðurinn Björgvin Kristinsson datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann fékk skyndilegt boð um að taka þátt í briddsmóti í liði með tveimur af ríkustu mönnum heims, Bill Gates og Warren Buffett. Björgvin segir að þeir félagar séu ósköp venjulegir náungar en að árangurinn á mótinu sjálfu hafi ekki sérstakur. „Það sem kom mér mest á óvart er hversu jarðbundnir þeir eru,“ sagði Björgvin í samtali við Star Tribune. „Þeir voru ekki áberandi, ekki leiðinlegir. Bara venjulegir menn með lífverði.“ Björgvin býr í Bandaríkjunum og er atvinnumaður í bridds og fékk símtal frá bridds-félaga sínum, Peggy Kaplan, sem beðin var um að spila með þeim félögum Gates og Buffet á einu stærsta bridds-móti Bandaríkjanna sem haldið var í Nebraska í síðustu viku. Hún var hins vegar upptekinn og benti á Björgvin í sinn stað. Vel þekkt er í briddsheiminum að vel stæðir spilarar fái atvinnumenn með sér í lið til þess að taka þátt í mótum með sér en örfáir í heiminum er jafn vel stæðir og þeir félagar Gates og Buffett. Samkvæmt lista Forbes yfir ríkustu menn heims er Bill Gates sá auðugasti og eru auðævi hans metin á 75 milljarða dollara. Buffett fylgir svo á eftir í þriðja sæti en auðæfi hans eru metin á 61 milljarð dollara.Spilaði einnig með Tiger Woods briddsheimsins Líkt og fyrr segir hefur Björgvin atvinnu af því að spila bridds og ferðast hann um tvær vikur í hverjum mánuði til þess að taka þátt í bridds-mótum en raunar fer mestur hans frítími einnig í briddds. „Ég á mér ekki mikið félagslíf en það er ekki mjög vænlegt til vina að vera alltaf á ferðinni tvær vikur í hverjum mánuði,“ segir Björgvin sem er þó þakklátur fyrir allt sem bridds-spilunin hefur fært honum enda ekki á hverjum degi sem menn setjast niður með Bill Gates og Warren Buffett. Þrátt fyrir að hafa spilað með ríkustu mönnum heims var það þó ekki hápunktur ferðalagsins hjá Björgvini en hann spilaði einnig með Bob Hamman sem almennt er talinn besti bridds-spilari allra tíma en skoða má viðtal og yfirferð yfir feril Bob í myndbandinu hér fyrir neðan. „Það er frábært að fá að spila með Gates og Buffett en það er þó ekkert á það við að spila með Bob“ segir Björgvin. „Það er eins og að ef Tiger Woods myndi bjóða þér í golf.“ En hvernig gekk liðinu hans Björgvins, Gates og Buffet? „Okkur gekk ekkert sérstaklega vel.“ Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Íslendingurinn og atvinnumaðurinn Björgvin Kristinsson datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann fékk skyndilegt boð um að taka þátt í briddsmóti í liði með tveimur af ríkustu mönnum heims, Bill Gates og Warren Buffett. Björgvin segir að þeir félagar séu ósköp venjulegir náungar en að árangurinn á mótinu sjálfu hafi ekki sérstakur. „Það sem kom mér mest á óvart er hversu jarðbundnir þeir eru,“ sagði Björgvin í samtali við Star Tribune. „Þeir voru ekki áberandi, ekki leiðinlegir. Bara venjulegir menn með lífverði.“ Björgvin býr í Bandaríkjunum og er atvinnumaður í bridds og fékk símtal frá bridds-félaga sínum, Peggy Kaplan, sem beðin var um að spila með þeim félögum Gates og Buffet á einu stærsta bridds-móti Bandaríkjanna sem haldið var í Nebraska í síðustu viku. Hún var hins vegar upptekinn og benti á Björgvin í sinn stað. Vel þekkt er í briddsheiminum að vel stæðir spilarar fái atvinnumenn með sér í lið til þess að taka þátt í mótum með sér en örfáir í heiminum er jafn vel stæðir og þeir félagar Gates og Buffett. Samkvæmt lista Forbes yfir ríkustu menn heims er Bill Gates sá auðugasti og eru auðævi hans metin á 75 milljarða dollara. Buffett fylgir svo á eftir í þriðja sæti en auðæfi hans eru metin á 61 milljarð dollara.Spilaði einnig með Tiger Woods briddsheimsins Líkt og fyrr segir hefur Björgvin atvinnu af því að spila bridds og ferðast hann um tvær vikur í hverjum mánuði til þess að taka þátt í bridds-mótum en raunar fer mestur hans frítími einnig í briddds. „Ég á mér ekki mikið félagslíf en það er ekki mjög vænlegt til vina að vera alltaf á ferðinni tvær vikur í hverjum mánuði,“ segir Björgvin sem er þó þakklátur fyrir allt sem bridds-spilunin hefur fært honum enda ekki á hverjum degi sem menn setjast niður með Bill Gates og Warren Buffett. Þrátt fyrir að hafa spilað með ríkustu mönnum heims var það þó ekki hápunktur ferðalagsins hjá Björgvini en hann spilaði einnig með Bob Hamman sem almennt er talinn besti bridds-spilari allra tíma en skoða má viðtal og yfirferð yfir feril Bob í myndbandinu hér fyrir neðan. „Það er frábært að fá að spila með Gates og Buffett en það er þó ekkert á það við að spila með Bob“ segir Björgvin. „Það er eins og að ef Tiger Woods myndi bjóða þér í golf.“ En hvernig gekk liðinu hans Björgvins, Gates og Buffet? „Okkur gekk ekkert sérstaklega vel.“
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira